Við erum að passa páfagauk. Og bíl. Páfagaukurinn heitir Krúsi en bíllinn Guðfinna. Krúsi hefur gaman af því að kroppa í eyrnasnepla, leita að eyrnamerg í eyrum og baða sig í rauðvínsglösum. Hann klessti á spegil í herberginu mínu í gær. Hann hélt að þarna væri kominn annar Krúsi, bara kvenkyns. Guðfinna hefur það fínt, aðallega hjá mér. Ég hef ekki gefið henni stundarfrið síðan hún kom í pössun. Þótt eigandinn sé í fríi þá þýðir það ekki að hún sé í fríi.
Tveir í fyrsta veldi dagar í Portó. Þar sem ég verð alveg á kafi á morgun í verkefnum verður þetta síðasta færslan fyrir Portó. Ég þarf að fara í klippingu, kaupa hvítt lak, kaupa sjampó, sólarvörn og svoleiðis drasl, fá Frelsi í útlöndum hjá Símanum, kaupa evrur, pakka, kveðja kallinn og setja á hann skírlífisbelti. Ótrúlegt en satt þá er ég búin að kaupa nýtt bikiní en það er með svokölluðum low-cut bikiníbuxum. Það er því eins gott að kantskera svo pippskeggið flæði ekki bara um alla sundlaug. Nei segi svona.
Ég mun reyna allt sem ég get til að blogga úti en það verður takmarkað. Því lofa ég. Ég skal halda undir-áhrifum-færlsunum í lágmarki eftir bestu getu. Vil ekki endurtaka leikinn frá því í fyrra. Með von um úrhellis rigningu á Fróni í fjarveru minni,
Særún senjóríta.
mánudagur, ágúst 01, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli