Back in action!
Krakkar, það þýðir ekkert að vera í fílu endalaust og láta einhverja perlupunga eyðileggja fyrir sér. Þá er bara málið að koma aftur, eldhress að vanda. Síðastliðin vika hefur verið frábær og hefur marg skemmtilegt drifið á daga mína. Hér koma nokkur sýnishorn:
- Á föstudaginn var MR-ví dagurinn og vitaskuld rúlluðu MR-ingar þessu upp og bjuggu til pergament. Loki-kvasir kom út og var drullupussuflottur. Ég var tímavörður og gaf hundaprump í krukku. Það er ekkert gaman að komast yfir piss-kúk-prump skeiðið og þess vegna ætla ég aldrei að hætta á því.
- Á laugardaginn var haustfagnaður LH og voru veigar Bakkusar iðulega við hönd. Þá var gaman og ég fór að rugla í MS-ingum. Teitið var á Álftanesi en þeir fóru á Seltjarnarnes. Þessir rugludalla MS-ingar. Svo loksins þegar þeir komu, ljóskuprófaði ég þá í rassgatið! En ég var leiðinleg við Erlu. Fyrirgefðu Erla mín!
- Skólavikan gekk bara sinn vanagang. Prófaútkomur sem voru misgóðar. Trallala! Árshátíðarvikan og þemað Bóndi, Jón Bóndi. (ens. Bond, James Bond)
- Gærdagurinn var afar spes. Um kvöldið tók ég þátt í SPK í árshátíðarsjónvarpinu og fékk framan í mig vatn, undanrennu og fanta blandað saman í formi vatnsbyssuinnihalds (oj ljót setning). Við í 6. bekk komumst í undanúrlsit en töpuðum. Oh. En svo fór ég með Þuru í MR-sundlaugarpartí til að þrífa af mér ógeðið. Tók þátt í boðsundi fyrir Björk og drullutapaði af því að: 1) Þegar að ég stakk mér ofan í fóru bikiníbuxurnar + toppurinn í klessu 2) Fékk krampa í ilina á miðri leið sem er búinn að hrjá mig um nokkurt skeið 3) Þegar að ég kom til baka (síðust) var önnur júllan búin að poppa út og ætla ég rétt að vona að enginn sá herlegheitin. Allamalla! En svo var ég mönuð í að taka þátt í dýfingarkeppni með frjálsri aðferð. Og nota bene, sjálfur Gilzenegger var að dæma. Ég var eina stelpan sem tók þátt og var aðferðin frekar frjálsleg. Hún var einhvern veginn svona: Settist klofvega á brettið alveg við endann. Þegar þar var komið vissi ég ekki hvernig ég ætti að koma mér ofan í þannig að ég hugsaði með mér: "Hmm, best að hossa mér." Það gerði ég við góðar undirtektir og lét mig gossa. Splass! Beint á magann og það var ekki þægilegt. Þegar að ég kom upp (eftir að ég klæddi mig aftur í bikiníið í kafi) heyrði ég bara: "Úú! Ái!" og vissi að aðrir fundu til með mér. En ég vann og fékk að vita það með þessum fögru orðum af vörum Gilzenegger: "Og án efa vann stelpan sem hossaði sér svo eftirminnilega á brettinu." Og ég vann útrunnið Celebrations! En mamma og pabbi vita það ekkert. En ég náði því miður ekki í hnakkadrambið á Gilz til að þakka honum fyrir. Þura varð á undan mér til þess.
- Í morgun fór ég svo í morgunpartý hjá Þuru. Bakkelsi og Fuglastríðið í Lumbruskógi. Það var nú meiri nostalgían. Þegar að ég var lítil gerði ég mér ekkert grein fyrir húmornum í myndinni en núna hló ég af mér rassgatið. Og maður ólst upp við þetta og hvað hafa krakkarnir núna? Bubbi byggir? Síðan fór ég í Klifurhúsið og gerði tilraun til að klifra upp vegg. Gerðum svo mannlegan píramída. Vúhú! Núna er ég heima að skrifa þetta og er að fara til Sóleyjar og hún ætlar að setja í mig krullur fyrir árshátíðini sem er í kvöld. Blee!
Dagbókarbloggstíllinn er víst voða inn núna. Ætli ég verði ekki að fylgja tískustraumnum í þetta sinn.
fimmtudagur, október 13, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli