þriðjudagur, október 18, 2005

Fokksjitt

Millinafnið Örn eltir mig á öndum. Íslenskir foreldrar drengja hafa ekkert hugmyndaflug.

Ég sá súrustu mynd sem ég hef á minni stuttu ævi séð í kvikmyndagerð. Og þær eru margar súrar fyrir. En þessi var sænsk og það toppaði allt. Samt sofnaði ég. En það var kannski af því að myndavélin var aldrei hreyfð og myndin var full af ógeðslegu fólki, gubbi og stúlknafórnum.

Fékk póstkort áðan og mig langaði bara að fara að grenja. Skondið hvað lítill blaðsnepill getur rótað í hausnum manns.

Á fimmtudaginn geng ég ef til vill í lið með dökkhærðu fólki. Já ég mun gerast ein af þeim. Nema að ég beili á síðustu stundu því að ég er vibbalega stressuð fyrir þessu. En þetta er gamall draumur og ætli ég verði ekki að leyfa honum að rætast.

Það er gaur að hrella mig á MSN. Hann á gulan sportbíl með númerinu EMINEM. Ég hef nú alltaf verið veik fyrir sportbílum en þetta er bara einum of. Hann er alltaf að reyna að senda mér mynd af bílnum sínum og skilur ekkert í því af hverju ég vil ekki taka við myndinni. En það er gaman að rugla í honum en samt ætla ég að blokka kvikindið.

Vá þetta var fokksjitt leiðinleg færsla.

Engin ummæli: