Er þér sama þótt ég Loki?
Já, fyrsta tölublað Loka Laufeyjar kom út í dag í dagblaðaformi. Ég hef ekki heyrt neina slæma hluti um blaðið bara góða og vona að það haldist þannig. En ef einhver þarna úti vill setja eitthvað út á snepilinn, þá skal hinn sá sami gera það hér eða þegja ellegar. Við erum allavega mjög ánægðar með hann. Það sem ég skrifaði er kannski pínku gróft en það er það sem selur. Ég meina, hvað er gróft við það að vera stórhreðja?
Ég er í mjög skrýtnu skapi. Kannski af því að ég er að hlusta á Shame On You með Thomasi Thordarsyni hinum hálfíslenska. Ég vil bara dansa tangó eða cha-cha. Læt það samt bíða.
Busaballið nálgast eins og óð fluga. Sem sagt eins og geitungur. Sjötti A bauð þriðja A í fyrirpartí en ég finn það á mér að þetta sé afar sítrónusúr bekkur. Einn bólugrafinn gaur með krullur sagði meira að segja: ,,Ég kemst ekki, (prump) ég er að vinna." Hvað er málið með það? Ég freta nú bara á svona fólk!
Fór á Strákana okkar með kvikmyndagerð í gær. Alveg hægt að hlæja að þessari mynd en hún er aðeins í grófari kantinum. Fullt af typpum, káfi og rassítökum. Ekki fyrir viðkvæma. Leikstjóri myndarinnar kom svo í tíma í dag og hann var svo feiminn eitthvað. Langaði mest að knúsa hann en hrædd um að brjóta hann, ákvað ég að sleppa því. Hann er nefnilega bara skinn og bein greyið maðurinn.
mánudagur, september 05, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli