Krank
Þegar að maður er veikur er ekkert betra en að hlusta á tónlist. Fann þessa yndislegu tónlist á rokk.is sem vekur bara góðar minningar. Sláttur, Capone og vondulagakeppnin. Held að ég hafi ekki hlegið jafnmikið og þegar að ég heyrði þetta lag. Deginum var hreinlega bjargað og ég þurfti að hætta að slá um tíma fyrir hlátri.
Tilraunin
Oft hef ég verið beðin um númerið mitt af karlkynsviðskiptavinum Hereford en aldrei gert það. Ákvað samt að gera smá tilraun núna um helgina og lét einn fá það því hann var svo mikill séntilmaður og alveg bráðmyndarlegur. Ætlaði að athuga hvort hann myndi nú hringja og viti menn, í gær hringdi hann. Mér brá ekkert smá en ákvað samt að skella nú ekki á greyið manninn. Hann tjáði mér að það sem heillaði hann við mig, var þegar að hann var á Hereford með vinum sínum og spurði hvað ég væri ung. Ég heyri ekki vel og spurði því til baka: "Ha, þung?" Svo að þetta færi nú ekki lengra, ákvað ég að segja manninum að ég þyrfti að fara að sinna henni Boggu minni sem vildi fá brjóstamjólkina sína. Hann lætur mig því vonandi í friði. En tilraunin tókst engu að síður. Sumir hringja, aðrir ekki. En ég geri þessa tilraun aldrei aftur og mæli ekki með henni.
mánudagur, september 26, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli