föstudagur, september 09, 2005

Nú hlæ ég

af heimsku minni. Ég átti að vita að það er ekki gáfulegt að drekka hvítvínsflösku, bjór og fullt af gajol staupum. Dauðaherbergið á Broddvei er hvítt með stólum upp við vegginn. Svona fyrir forvitna. Það er líka vont að detta um tógað sitt. Ég er með STÓR ummerki um það. Það er líka ekkert gáfulegt að fara í leigubíl með busastrák sem fer upp í Grafarvog. Svo er það mjög óheppilegt að forvarnarfulltrúinn í skólanum er íslenskukennarinn minn. Hlakka til að fara í næsta tíma. Í morgun fann ég svo óopnaða Breezer flösku fyrir framan húsið mitt. Það getur vel verið að ég eigi hana.

Engin ummæli: