sunnudagur, desember 25, 2005

Jólafærslan

Gleið jól krakkar mínir! Mín er búin að vera að vinna svo mikið síðastliðnu daga að hún er bara búin áþí. Ég vann á miðvikudag, fimmtudag og 14 TÍMA Á ÞORLÁKSMESSU! Ekkert yfirvinnukaup og ekki neitt. En svona er lífið. En aðfangadagur var í gær í allir sinni dýrð. Ég fékk bara óvenjumarga pakka þetta árið en ber þá helst að nefna DVD spilarinn sem ég fékk frá rugludallinum henni systur minni og digital myndavél frá uppalendum mínum. Það voru því tækjajól á mínu heimili. Svo komu gestir akkúrat þegar við vorum að fá okkur eftirréttinn. Það var mandla í ísnum hennar mömmu og gestirnir þurftu endilega að fá möndluna og möndlugjöfina sem var nú reyndar bara jólaveinastytta en samt. Í dag verður slappað af og borðað og líka á morgun. Svo er bara vinna vinna vinna milli jóla og nýárs. Klapp fyrir því.

Persónulega hornið


Þessi mynd átti nú reyndar ekki að koma strax en þetta er eina jólamyndin. Þarna er ég 1 árs og mjög stórt barn eins og sést. Þessi kjóll er alveg hrikalegur, sé mig núna fyrir mér í svona kjól bara stærri. Tískuslys. Þetta var sem sagt jólakortamyndin 1987 og vakti eflaust gríðarlega lukku.

Engin ummæli: