mánudagur, september 19, 2005

Afmæli

Í dag á ég afmæli. Fimm ár síðan að ég tábrotnaði í Þórsmörk í 9. bekk. Systir mín var að fara í svona ferð áðan og kemur það mér ekki á óvart ef hún kemur líka heim með brotna tá. Ég var svo gáfuð að vaða yfir jökulá á tánum og sparkaði í stein. Við vorum í einhverjum svaka göngutúr og áttum nokkra kílómetra eftir og einnig slatta af ám til að vaða yfir. Þá var ég þónokkuð mörgum kílóum þyngri en ég er núna og þurfti íslenskukennarinn minn að halda á mér á bakinu yfir hinar árnar. Svo var ég svo illt í maganum af hossinu að ég var alltaf að prumpa og það framan í kennarann. Þá skammaðist ég mín. Svo þurfti ég að labba á hælnum til baka upp kletta og læti. Svo trúði mér enginn, sögðu bara að ég væri að plata. Fór svo á slysó þegar að ég kom heim og þá bara táin brotin í tvennt! Hún hefur aldrei verið söm við sig síðan þá. Alltaf helaum og leiðinleg. Henni að kenna að ég varð að hætta í fótbolta. Tær sökka.

Fór í tvítugsafmæli á laugardaginn. Það var sveitt. Ennþá sveittara var samt FH ballið sem ég fór á eftir það. Sá eiginlega bara fullt gamalt fólk. Það sveittasta af öllu var samt þegar að ég beið í klukkutíma eftir leigubíl (sem kom aldrei) í strætóskýli og þegar að fólk labbaði framhjá vildi það alltaf endilega láta mig vita að strætó væri hættur að ganga. Þá hlógum við öll dátt. Þessar elskur.

Ég hef ákveðið að gerast sambandsráðgjafi. Ég er búin að vera í því síðastliðnu daga að gefa ráð í málum ásta og hefur það bara tekist nokkuð vel hingað til. Hef ekki ennþá fengið morðhótun eða egg inn um gluggann. En það má líkja mínum ástarmálum við mín fatainnkaup. Ég er góð í að velja föt á aðra en mig og svo þegar að það kemur að því að ég velji á mig, þá endar það bara í endemis vitleysu. Enda sést það á löfrunum sem ég geng í. Ekkert nema spandex og aftur spandex. Gerviefni.

Fór á fund með vesslingum í gær vegna MR-ví dagsins en við í Loka gefum út sameiginlegt blað með þessu fólki ef fólk mætti kalla. Þetta voru nú svo sem ágætis krakkar en þegar að þau héldu að tóga væri eitthvað svona Jesú-dæmi, duttu allar lýs úr höfði mér. Svo brá mér þegar að stelpurnar fengu sér eiginlega allar kakó og möffins. Ég hélt að þetta lifði bara á bússtbarnum í Kringlunni. Ætli maður verði ekki að gefa þessum greyjum séns.

Engin ummæli: