Ég hata sprautur!
Fór til læknis í fyrradag í blóðprufu. Ég hata sprautur og blóð þannig að þarna voru saman komnir mínir 2 helstu veikleikar á einum og sama deginum. Þannig að ef þið viljið vera virkilega vond mig... sprautið mig þá með sprautu. En plís... mjög laust.
En niðurstöðurnar úr blóðprufunni sýndu að ég og frænka mín litla erum ekki í sama blóðflokki þannig að ég get ekki gefið eitt stykki nýra. Þar af leiðandi get ég ekki breytt millinafni mínu í DeNiro eða The kidney-doner. Bömmer! Í dönskubókinni minni segir: "Tag min ene raske nyre!" Ég get því ekki sagt þetta við lækninn. Bömmer nr. 2!
Vitaskuld varð ég mjög leið fyrir hönd litlu frænku en móðir hennar þarf því að gefa sitt en hún er svo gömul þannig að því fylgir miklu meiri áhætta. Ég get þó huggað mig við það að ég reyndi að hjálpa til og er þetta svo sem engum að kenna nema manninum á himninum sem ákveður í hvaða blóðflokk fólk er.
Ég heyrði í gömlum manni með vélrödd á Lækjartorgi í gær. Fyrst hélt að hljóðin kæmu úr spilakassa en svo komst ég að því þau komu úr manninum. Ég vissi ekki einu sinni að þetta væri til. Jú nema í R2-D2.
laugardagur, janúar 31, 2004
fimmtudagur, janúar 29, 2004
Ég var að vapp' um bæinn það var um miðjan daginn
sá fullt af kynjaverum undir himni berum
Viltu heyra - ljáðu eyra heyrðu meira.
Já, ég var nefnilega á vappi um bæinn um miðjan daginn. Ein kynjavera skaut mér þó skelk í bringu meira en aðrar. Þarna var nefnilega hann Sigmundur... 90 ára gamall heimilismaður á elliheimilinu Sólvangi (ég vann þar í sumar), að ganga með stafinn sinn á Hverfisgötunni í rólegheitum. Mér auðvitað dauðbrá því hver veit nema Sigmundur hefði hreinlega strokið af elliheimilinu og hefði verið týndur í marga daga! Ég ákvað því að eiga stutt spjall við Sigmund og athuga hvernig stæði á því að hann væri ekki staddur á heimili aldraðra. Þegar ég var í ca. meters fjarlægð frá gamla manninum brá mér nú enn meira en fyrr, því þegar ég var búin að segja: "Sigmundur, hva..." sá ég að þetta var alls ekki Sigmundur. Ég get svo svarið það... þetta hlaut að vera bróðir hans. Þegar ég uppgötvaði mistök mín, tók ég þessa svakalegu U-beygju í átt að gapastokknum því þetta... já var frekar óþægilegt.
Svo fór ég að pæla... hvað ef ég hefði nú trúað því statt og stöðugt að þetta var í alvörunni hann Sigmundur? Ég hefði dröslað aumingja gamlingjanum nauðugum upp á elliheimili og þegar þangað væri komið, séð hinn rétta Sigmund liggjandi upp í rúmi með kremkex og kaffi. Ég held að ég hefði ekki getað fengið vinnu hjá Hafnarfjarðarbæ framar og hefði verið kærð fyrir... misnotkun á gömlum manni.
Þessa mynd tók ég af Sigmundi í sumar. Hann er svolítið spéhræddur greyið og varð ég því að fela mig bak við súlu og koma honum á óvart. Það tókst því hann fékk hjartaáfall.
Birt af Særún kl. 19:13 0 tuðituðituð
þriðjudagur, janúar 27, 2004
Aðalpían gengin út...
... því ég er komin með kærasta. Já ég veit strákar, það er erfitt að sætta sig við þetta en það hlaut að koma að þessu. Ég var líka orðin svolítið þreytt á þessum látum í ykkur fyrir framan húsið mitt allar nætur og núna getið þið hætt þessum fíflaskap. Ég varð bara að velja og ég er búin að því. Þið vitið örugglega ekki hver hann er þannig að ég þarf svo sem ekkert að segja mikið um hann. Ég meina, það ættu allir að vita að hann er bara foli, þarf ekki að segja meira. Jú kannski nafnið hans en hann heitir Kristinn og pabbi hans Ármann. Hann er líka foli en aðeins of gamall. Jæja, hann liggur á skrifborðinu mínu þessa stundina... tilbúinn í slaginn. "JÁ ÉG ER AÐ KOMA KRISTINN!" Skrýtið samt að hann er alltaf í bláum fötum og pabbi hans í rauðum. Vegir karlmannsins eru órannsakanlegir. "FESTINA LENTE, KRISTINN! FESTINA LENTE!"
Fúmm...
Birt af Særún kl. 19:36 0 tuðituðituð
mánudagur, janúar 26, 2004
Jólakortamyndin í ár:
Já krakkar, förum að fordæmi Móu, notum hvítt púður, rauðar linsur og förum ekki í ljósabekki!
Birt af Særún kl. 16:28 0 tuðituðituð
sunnudagur, janúar 25, 2004
Síðastliðnu 10 mínútur hafa verið viðburðaríkar hjá fjölskyldunni.
- Mamma bakaði verstu pönnsur sem ég hef smakkað.
- Pabbi fór í fótabað af því að hann er með sveppasýkingu á tánum. Ég spurði hvort við fengjum þá ekki sveppasúpu þegar hann væri búinn. Hann varð ekki kátur og sagði að þetta væri grafalvarlegt mál.
- Mamma klæddi hundinn minn í svuntuna sína og núna er hann að reyna að ná henni af. Það mun ekki takast á næstunni.
Þið hljótið að öfunda mig.
Hér með vil ég gefa Júlíu í 3.A link, sérstaklega af því að hún talaði svo vel um lagið mitt og Guðnýjar. Svo er þetta líka skemmtilegt blogg og ég les það oft. Hún kallaði mig reyndar Særósu en það er skárra en að kalla mig Sæunni en það nafn hata ég meira en... Bush.
Birt af Særún kl. 17:25 0 tuðituðituð
Ungdómurinn nú til dags...
... er genginn af göflunum. Um daginn kom ég að 12 ára systur minni í tölvunni og var hún að skoða grein á síðunni www.menn.is og fjallaði hún um munnmök. Ég spurði hvað hún væri að gera og þá fór hún bara í vörn og sagði að mér kæmi það ekki við. Mín fór bara að hlæja og sagði að stelpur á hennar aldri eigi bara að nota munninn til að tala með og borða, ekkert annað en það. Þá sagði hún að ég vissi ekkert hvað ég væri að tala um því stelpur í bekknum hennar væru byrjaðar að TOTTA stráka. Svo sagði hún orðið totta með áherslu á O eins og að hún væri nýbúin að læra þetta orð. Til að virka svolítið eins og ábyrg móðir, hélt ég niður í mér hlátrinum, sagði henni að þetta væri bara bull og að hún ætti að fara upp í herbergið sitt og hugsa sinn gang. Þegar hún var farin, ákvað ég að lesa þessa grein og varð mér hlátur um sel. Þetta er bara svo mikið bull.
Birt af Særún kl. 16:53 0 tuðituðituð
föstudagur, janúar 23, 2004
Allt stress búið...
... því að söngakeppnin í MR er búin. Ég og Guðný tókum lagið Á RÚV mun allt brenna, en áður var það flutt af Blóðhundagenginu. Við stöllurnar tókum okkur til í einni kaffihúsaferðinni og sömdum nýjan texta við þetta lag en það var erfitt verk. Við vorum búnar að ákveða að gera þetta fyrir löngu, alveg síðan í sumar en þá vorum við torfþrælar.
Við unnum engin verðlaun, ekki einu sinni fyrir frumlegasta atriðið en það er líka allt í lagi því okkar verðlaun voru að fá fólk til að hlæja. Meira að segja rektor fór að skellihlæja og segir það meira en nokkur verðlaun geta sagt. En við höfðum gaman af þessu og sérstaklega ég því ég mun örugglega aldrei aftur fá það tækifæri að stynja hástöfum fyrir framan skólasystkinin. Það brann víst á vörum margra hvernig textinn hljóðaði og ætla ég að hjálpa þessum villtu sálum með því að frumbirta textann á veraldarvefnum. Tekið skal fram að textinn inniheldur engan áróður og endurspeglar hann ekki skoðanir textahöfunda.
Á RÚV mun allt brenna!
Á RÚV, á RÚV, á RÚV mun allt brenna x3
Gísli Marteinn festist inni, það er allt í læ.
Burn mother fucker, BURN!
Halló, ég heiti Jóna Popp og ég er heimsk ljóska.
Ég hef alltaf verið beib en uppúr stendur mín þrjóska.
Ég skal segja þér smá sögu sem að ég heyrði í gær
hún er ekki um flóðhesta og alls ekk’ um tíu flær.
Hún er um mjög skrýtinn dreng sem gerði svolítið í flippi.
Hann gerði mynd af Chaplin og lét tattúvera á sitt typpi.
Og síðan kom að stundinni og sveindómurinn fékk að fjúka.
Þegar hún sá drjólann ákvað hún að best væri að ljúka.
Á RÚV, á RÚV, á RÚV mun allt brenna x3
Eva Sólan festist inni, það er allt í læ.
Burn mother fucker, BURN!
Jó jó! Ég ætl’að syngja lítið lag: la, la, la, la, la, la, la.
Æi þetta var nú ljótt af því ég er svo mikil pjalla.
Eftir þetta lag mun ég fara í bað og það verður sko gaman
Við munum baðast saman.
Ef að ég stend mig vel
Þá set ég í mitt hár gel.
Trazilfrommekkúntjekkúntjó, kommahó, ferískó, travisandtrosion
Komdu núna hérna inn og vertu sætur góður gaur
því annars verð ég reið og fer að kasta í þig saur.
Á RÚV, á RÚV, á RÚV mun allt brenna x3
Ómar Ragnars. festist inni, það er allt í læ.
Burn mother fucker, BURN!
Hermið núna eftir mér!
/Stunur/ Það er heitt hérna inni
/Stunur/ Allir fækka fötum
/Stunur/ Það er heitt hérna inni
/Stunur/ Lykt af kæstum skötum
/Stunur/ Það er heitt hérna inni
/Stunur/ Köstum upp höndunum
/Stunur/ Það er heitt hérna inni
/Stunur/ Þá fer allt úr böndunum.
Á RÚV, á RÚV, á RÚV mun allt brenna x3
Ríkisstjórnin festist inni, það er allt í læ.
Burn mother fucker, BURN!
Lag: Fire Water Burn (Bloodhound Gang)
Texti: Guðný og Særún
Bara ef það hefðu verið gefin verðlaun fyrir besta frumsamda textann...
Birt af Særún kl. 15:13 0 tuðituðituð
miðvikudagur, janúar 21, 2004
Búhú...
... 4.B tapaði keppninni með "aðeins" 78 stigum. Samt sem áður stóðum við okkur vel og höfum ekkert til að skammast okkar fyrir. Jú reyndar ég því mér er greinilega ekki ætlað að vera rappari. Þvílíkur og annar eins fjöldi hefur víst ekki sést á ræðukeppnum og átti það sinn þátt í því hvað ég skalf mikið á meðan ræðuhöldum stóð. Búningarnir gerðu líka þvílíka lukku og sé ég ekki eftir því að hafa mætt í honum. Hann er líka svo flottur.
Ég sé það líka núna að ég er ömurleg ræðukona og lélegur penni. Þess vegna held ég að ég taki ekki þátt í ræðukeppnum á næstunni. Einbeiti mér að tja... t.d. lúðrasveitinni.
Hundurinn minn pissaði á konu áðan.
Birt af Særún kl. 17:42 0 tuðituðituð
þriðjudagur, janúar 20, 2004
Úff...
Ræðukeppni á morgun kl. 14:30 í Cösu, 4-B á móti 3-D. Umræðuefnið mun vera lúðrasveitir og er 4-B með lúðrasveitum. Þetta verður allsvakalegt sjóv og verður engu til sparað. Myndi segja frá því en óvinir leynast á hverju horni. Þetta verður allavega mikil skemmtun og mun 4-B aðallega sjá til þess.
Svo er bara að sjá hvernig okkur gengur.
Birt af Særún kl. 21:08 0 tuðituðituð
mánudagur, janúar 19, 2004
Athugið athugið!
Vill sendandi eftirfarandi sms-a sem send hafa verið á vit.is síðustu daga, gefa sig fram við afgreiðsluborðið. Þetta er ekkert sniðugt lengur:
-Góða nótt ástin mín knúsknúsknúsknús :D :D
-Sofðu vel dúllan mín ;)
-Góða nótt ástin mín, ég elska þig og vil giftast þér :D :D :D :D
-Ég vil þjappa þig í fjósinu núna.
-Á eftir mun ég koma með rjóma og jarðaber og ata allan líkama þinn útí rjóma, sleikja hann af og éta síðan jarðaberin sjálfur.
Birt af Særún kl. 19:47 0 tuðituðituð
sunnudagur, janúar 18, 2004
Ég er skítug!
Mamma og pabbi eru í einhverjum sukkmatarklúbbi og í gærkveldi var einn svoleiðis í okkar húsum. Á leið minni út úr húsi varð ég vitni og þátttakandi í mjög svo sjokkerandi samtali. Snobbuð eiginkona frænda míns sem ég sé voða sjaldan var að tala:
Kona: Já, svo var hann sonur minn að taka þátt í ræðukeppni fyrir Borgó á móti MR um daginn. Þeir töpuðu reyndar með svo litlum mun en áður unnu þeir MK. Hann stóð sig svo svakalega vel þessi elska.
Mamma: Var þessi keppni núna um daginn?
K: Já, ég fór meira að segja að horfa en gat ekki verið lengi því að ég þurfti að fara í afar mikilvægt kokteilboð með franska sendiherranum.
M: Særún var einmitt stigavörður.
Pabbi: Hún var tímavörður.
K: (Horfir á mig) Æðislegt! Þannig að þú varst myndarlega stelpan sem sat við pontuna. (Smeðjulegt glott)
Ég: Uuu, já.
K: Sonur minn sem er s.s. frændi þinn var einmitt í Borgó liðinu.
É: Þessi sem fór úr öllum fötunum?!?
K: Ha, ég hélt að hann hefði bara verið að grínast!!
Og þar fáið þið það! Ég sá loðið typpið á mínum eigin frænda. Heppnin eltir mig svo sannarlega á röndum. Þessi kona hringdi svo víst seinna um kvöldið, alveg kófdrukkin í son sinn, skammaði hann fyrir að hafa ekki sagt sér frá þessu uppátæki sínu á kepnninni og spurði svo hvort hann mundi ekki eftir mér. Það var víst svo. Æi mig verkjar í augun! Flash-back! Flash-back! Þessi sýn mun hrjá mig um ókomna tíð.
Birt af Særún kl. 21:20 0 tuðituðituð
föstudagur, janúar 16, 2004
Ég ætla að beila á þessari afmælisviku því að ég hef ekki skrifað neitt sniðugt á þessu ári... verð bara að sætta mig við það.
En í gær var ég tímavörður í MORFÍs keppni milli MR og Borgó og mér fannst ég bara standa mig vel, bara jafnvel og liðið sem vann. Eitt ráð til stigavarða: Ekki nota skeiðklukkuna á gemsunum ykkar, þeir eiga það til að hringja í miðri tímatöku. Í mínu tilfelli gerðist það 3x allt úr private number þannig að ég mun ekki geta eipað á viðkomandi nema að hann gefi sig fram. Í þessu starfi fékk ég að sjá typpi og það loðið typpi. Borgómaður fór úr brókunum til að sanna það að fólk er fífl og tókst honum að mínu mati að sanna það með þessu uppátæki.
Sam-tímavörður minn var frekar döll pía, lét eins og ég væri 5 ára en það var bara allt í lagi, leikskólafílingurinn bara tekinn á þetta. Ég gaf henni gjöf, minnisspil sem heitir Rapp, en hún gaf mér ekki neitt. Tussa.
Núna er ég að fara í mína fyrstu jarðarför. Gaman gaman!
Birt af Særún kl. 11:18 0 tuðituðituð
miðvikudagur, janúar 14, 2004
Afmælisvikan - Dagur 2
Ég verð að viðurkenna að næsta færsla er ein af mínum uppáhalds því þetta var örugglega skemmtilegasta ferð á veitingastað sem ég hef farið í með fjölskyldunni.
laugardagur, janúar 25, 2003
VEITINGASTAÐAGAGNRÝNI SÆRÚNAR!!
Í gær ákváðu foreldrar mínir að bjóða allri familíunni út að borða á A.Hansen... eina skemmtistað okkar Hafnfirðinga. Það var nú ástæða fyrir því að gamla settið tók upp á að splæsa máltíð á alla og hún er sú að mamma vann máltíð fyrir 2 í einhverju jólahappdrætti í vinnunni sinni og hafði svo keypt blóm handa kallinum og fengið 2 fyrir 1 á A.Hansen miða með. Þannig að það eina sem þau þurftu að borga var ein máltíð og eitthvað að drekka. Hún laumaði samt einni kók í bauk í veskið sitt handa systur minni og var að fara að stinga Svala niður líka fyrir mig en ég harðneitaði að láta sjá mig drekka Svala á fínum veitingastað!! Ég hef mitt reputation sko!! :) Það tekur bara 2 mínútur að labba þangað en mamma og pabbi voru í góðu skapi og ákváðu að eyða bensíni í að skutlast á bílnum niður í bæ. Þegar inn var komið, hneykslaðist mamma á því að það voru engin herðatré laus í fatahenginu og fór að ná í þjón og bað hann um að koma með fleiri. Eftir mikla leit að fleiri herðatrjám gátum við loksins sest niður. Í forrétt var sveppasúpa sem var bara helvíti góð að mínu mati fyrir utan nokkra hráa sveppi sem í henni voru. Í aðalrétt var svo svínasteik með einhverju gumsi sem ég gat bara ekki látið ofan í mig!! Eins og t.d. eitthvað salat sem var með appelsínubáti ofan á og einni svartri ólívu. Ekki góð samsetning!! Systir mín hafði aldrei séð ólívu áður og leist ekkert á hana og spurði því mömmu hvort að hún vildi ekki borða hana:
Systir mín: “Mamma, viltu borða ólivíuna mína??”
Mamma: “Ha... Olivia Newton-John???” (Ahahahah)
Pabbi: “Nei... Olivía Nítján-Tonn!!” (AHAHAHHAHAH)
Þarna gerði ég mér ljóst að fjölskyldan mín er ekki venjuleg fjölskylda... heldur aulahúmorsfjölskylda. Ég tók nú samt þótt í þessum hrossalátri þeirra... bara svona til að vera kammó en það ætla ég aldrei að gera aftur!!! En jæja... svo í eftirrétt átti að vera ístvenna með ávaxtasósu. Þá varð mín sko spennt!! En þegar ég fékk ísinn á borðið varð ég fyrir miklum vonbrigðum... á disknum voru bara 2 ískúlur og slikja af jarðaberja- og sítrónu útúrkreistingi sem átti að vera þessi fræga ávaxtasósa. Ég ákvað samt að gefa þessu séns og þetta var bara alveg skítsæmilegt. Á meðan við vorum að skófla í okkur ísnum, benti mamma okkur á skakka mynd sem var á veggnum sem hafði farið svo í taugarnar á henni allt kvöldið!! Þessar mömmur... OHH!! En þjónustustúlkurnar voru ekki alveg að standa sig.... því að ég fékk tvisvar sinnum disk í hausinn og í annað skipti sósu í hárið á mér í kaupæti!! En hey... er ekki sósa betri í hári en flasa?? En þegar máltíðinni lauk var það svo að borga reikninginn. Maður hálfskammaðist sín þegar mamma fór með alla þessa miða til að borga matinn. Maður sá það líka á svipnum á konunni sem afgreiddi okkur að hún var ekki vön að fá svona nískt fólk á staðinn til sín. Á leiðinni út stóðst mamma mín ekki mátið, tók einhvern sá svakalegasta snúning sem ég hef á ævinni séð, sneri við og lagaði myndina á veggnum sem hafði farið SVO mikið í taugarnar á henni!! Fólk á staðnum var ekki alveg að fatta hvað þessi ruglaða kona væri að gera og með hausinn í buxunum gengum við út. Það er ástæða fyrir því að við förum ekki oft út að borða!! En samt... mæli eindregið með þessum ágæta stað!!
A.Hansen: 2 ½ bingókúlur
Birt af Særún kl. 20:30 0 tuðituðituð
þriðjudagur, janúar 13, 2004
NEI, KALLINN BARA AFMÆLI!
Ég vil óska blogginu mínu til hamingju með afmælið en það er eins árs í dag. Þetta ár hefur verið erfitt fyrir það, því verður ekki neitað. Fyrir stuttu tók það tennur og á meðan var það alltaf voðalega æst. Það fór þess vegna í frí til Kanarí en kom aftur sólbrúnt og seiðandi. Í tilefni þessa merka áfanga, verður þessi vika svokölluð bloggvika þar sem verður stiklað á stóru og ég vel það besta á þessu eina ári sem litla barnið hefur gefið af sér. Til að byrja með ætla ég að birta það sem ég vil kalla fyrstu alvöru bloggunina. Það var reyndar skrifað 14. janúar en það skiptir svo sem engu máli. Og hér kemur það:
þriðjudagur, janúar 14, 2003
Jæja börnin góð.... the Særúnator has returned! :) Ég ætla að byrja á að segja ykkur litla sögu sem lýsir fjölskyldulífi mínu vel.... (ræsk ræsk) Eitt kvöld við matarborðið kom faðir minn upp úr kjallaranum (sem er hans cryb) og var ekki paránægður.... því að einhver hafði STÍFLAÐ KLÓSETTIÐ í kjallaranum.... með ákveðnum þykkum líkamsvessa. En svo kom stóra spurningin....HVER SKEIT Í KLÓSETTIÐ????? Mikið uppþot varð í borðstofunni og allir ruddust niður til að berja "gripinn" augum. Þegar þangað var komið hrópaði systir mín: VÁ.... SJITT!!!! En það var akkurat það sem ég hugsaði... á minni löngu ævi hafði ég aldrei séð jafnstóra drullu!!! Þannig að þarna var komin fyrsta vísbendingin: Einhver stór manneskja hafði gert hægðir sínar í klóið! Þannig að þá var hægt að útiloka systur mína og hundinn minn... en þá voru 3 eftir: ég, móðir mín og faðir!! Faðir minn hélt því fram að þetta væri minn skítur en ég hélt ekki!!! Minns er ekki jafn dökkur og þessi og hefur meiri gulgrænan blæ yfir sér. Ég og pabbi ásökuðum svo mömmu en hún harðneitaði. Sagðist hafa verið á fundi hjá Hjálpræðishernum í allan dag. Sökudólgurinn var því ekki fundinn enn þrátt fyrir tveggja tíma andleg og líkamleg slagsmál! Enda sést það líka á mér,,, ég er öll útklóruð og marin eftir platkaratehögg föður míns og heilinn minn er að springa vegna ofhleðslu af "useless information" frá móður minni, s.s. leikskólasálfræði! En sókudólgurinn fannst á endanum... það var FAÐIR MINN!!! Hann viðurkenndi það eftir 3 tíma ljósaperuklíningu og alls konar pyntingum m.a. hótaði ég að ég myndi pissa á DVD spilarann hans og ata hátalarana hans útí tómat og sinnep! Það virkaði bara helvíti vel og kallinn grátbað mig um að hlýfa sér og elskunum hans. Ég er nú ekki vond manneskja en hvað verður maður ekki að gera þegar maður er einkaspæjari??? ;)
Saerun 13:53
Vá, ég notaði greinilega mikið af upphrópunarmerkjum og punktum fyrir ári síðan. Magnað!...
P.S. Allir kransar og blómvendir afþakkaðir.
Birt af Særún kl. 16:32 0 tuðituðituð
sunnudagur, janúar 11, 2004
HA HA HA HA!
Strákarnir í hljómsveitinni sem eru á móti öllu, sérstaklega sólinni hafa gefið frá sér nýjan smell: Nostraðu við mig. Nafnið minnir helst á pikköpp línu frá 17. öld. Svo er innihaldið örugglega pjúra skita.
Birt af Særún kl. 18:51 0 tuðituðituð
Halló, ég heiti Grjóni!
Það er alveg magnað hvað hrísgrjón eru merkileg. Það er hægt að búa til allan andskotann úr þeim og gott dæmi um það er morgunkornið Rice Crispies og svo grjónagrautur. Þegar ég var lítil, lifði ég á grjónagraut og hefur það bara haft nokkuð góð áhrif á mig eins og sést. En rúsínur í grautinn eru svolítið mis því að hrísgrjón og rúsínur eru ekki eins og Sonny og Cher, það get ég svo sannarlega sagt.
Ef ég eignast son, ætla ég að skíra hann Sigurjón. Svo neyði ég hann til að taka sér upp gælunafnið Grjóni og þegar vinir hans koma í heimsókn kalla ég hann alltaf Sigurgrjón og gef þeim síðan grjónagraut. Ég á eftir að vera svo góð mamma.
Þetta er skólamyndin af honum Grjóna mínum. Er hann ekki sætur?
Birt af Særún kl. 12:49 0 tuðituðituð
laugardagur, janúar 10, 2004
Reykingar drepa!
Frændi minn dó í gær úr lungnakrabbameini. Það er kannski ekki furða því að hann byrjaði víst að reykja þegar hann var 13 ára. En til að minnast hans, ætla ég aldrei að reykja og reyna að hindra það að aðrir byrji á þessum ósið. Þegar ég var lítil leit ég stundum á frænda minn sem afa minn, því að þegar ég kom í heimsókn til hans gaf hann mér alltaf tópas. Allir alvöru afar gefa tópas.
Dauða fylgir jarðarför og jarðarför fylgir sorg. Á næstu dögum fer ég því í mína fyrstu jarðarför og ég verð að segja að ég er svolítið kvíðin fyrir því. Mér hefur aldrei liðið vel í kringum hóp af sorgmæddu fólki og ég kvíði sérstaklega fyrir erfðadrykkjunni. Grátandi fjarskyldar frænkur sem segja að ég sé lifandi eftirmynd pabba míns, er ekki mín hugmynd um skemmtun.
En hvað sem því líður, þá er ég sífellt að verða hræddari og hræddari við manninn með ljáinn. En maður með tæki sem notað var til að slá gras í gamla daga er svo sem engin ógn.
Já farðu bara að slá gras!
Birt af Særún kl. 15:14 0 tuðituðituð
fimmtudagur, janúar 08, 2004
Lífið er tík...
... en maður verður víst að venjast því. Mitt líf hefur verið frekar döll síðustu daga en það er alltaf smá sólarglæta því að núna fæ ég tækifæri til að gefa af mér og hjálpa þeim sem þarfnast þess mest. Ég á nefnilega þroskahefta frænku sem er nýrnaveik og bæði nýrum hennar eru ónýt. Það finnst enginn heppilegur nýrnagjafi því að hún er svo ung og ætti því að fá "ungt nýra". Ég hef því ákveðið að gefa henni annað nýrað mitt ef það vill svo til að það passi. Ég hef hvort eð er ekkert að gera með tvö þegar ég get lifað af með einungis eitt. Vitanlega þarf ég þá að gangast undir tilheyrandi aðgerð og verð ég því frá skóla í nokkurn tíma. Ef allt gengur að óskum verður aðgerðin í febrúar sem er frekar óheppilegur tími en þegar líf er í húfi skiptir tíminn engu máli. Fjölskyldan var samt ekki hlynnt þessu en það kemur sér vel að vera frek.
Á næstu dögum þarf ég því að gangast undir alls konar rannsóknir og því sem tilheyrir. Vonandi verða ekki mikið af sprautunotkun því að ég hata þær meira en Davíð Odds og hans pakk.
Ég verð að viðurkenna að ég er alveg skíthrædd því að auðvitað geta svona aðgerðir mistekist. Ég verð þá bara að krossleggja fingur og vona það besta. Gleðin mun samt vera hræðslunni yfirsterkari á endanum því að það er ekkert betra en að hjálpa þeim sem manni þykir vænt um... sérstaklega með lífgjöf.
Ég skil það betur nú hvað lífið er mikilvægt og þótt að leiðinlegir og ósanngjarnir hlutir gerast, þá er lífið ekki búið þrátt fyrir það.
Oj, nýra er ljótt. Það verður bara gott að losna við svona ljótleika úr mínum annars fallega líkama.
Birt af Særún kl. 18:19 0 tuðituðituð
þriðjudagur, janúar 06, 2004
Kúgú!
Titillinn á svo sannarlega við fjölskyldu mína því að þau eru gjörsamlega að tapa glórunni. Gott dæmi um það er að í fyrsta skipti héldu þau sérstaklega upp á þrettándann. Þrettándinn er svo vitlaus dagur og var til þess eins gerður að hylla eitthvað álfapakk og skjóta upp afganginn af rakettunum síðan á gamlárskvöld. En fólkið lætur blekkjast og þegar ég kom heim af æfingu um kvöldmatarleytið, fann ég þennan yndislega ilm af hamborgarhrygg og fjölskyldan stóð í ganginum öll spariklædd. Sparistellið sem er aðeins notað á hátíðardögum var á borðum og var ekkert til sparað. Ég hugsaði: ,,Er mig að dreyma?" en svo var víst ekki. Mér leið bara hálfilla við matarborðið, klædd í gallabuxur og bol á meðan allir voru í sínu fínasta pússi. Maturinn bragðast vel en núna er búið að eyðileggja jólamatinn fyrir mér. Maginn minn þolir bara hamborgarhrygg einu sinni á ári og verð ég því að passa mig vel um næstu jól. Maður fær svo hrikalegan vindgang af þessu...
Eftir matinn var svo heimatilbúinn ís og læti en ég ákvað að sleppa honum til að taka ekki þátt í þessari geðveiki þeirra. Síðan var hóað í mig því að það var verið að endursýna ávarp útvarpsstjóra á RÚV og allir urðu að horfa á það. Ekki skrýtið að ég er eins og ég er. Sem betur fer var ég ekki pínd á álfabrennu en þar eru víst álfar til brennslu. Nei, segi svona en það er annar siður sem var búinn til, til að fólk geti losnað við pappakassana og jólapappíraafgangana eftir jólahátíðina.
Þið hljótið að skilja mig núna... þau eru gjörsamlega klikk!
Svona verð ég á næstu jólum
Birt af Særún kl. 23:53 0 tuðituðituð
Hið eina sanna prófsvar
Í dag fór ég í hálfan enskutíma og þar fékk ég að sjá jólaprófið mitt. Ég mundi eftir einni spurningu sem var um eitthvað ljóð en ekki vissi ég svarið af því að ég svaf í tímanum (að mig minnir) sem fjallað var um ljóðið. Ég ákvað því að bulla bara eitthvað þegar um 5 mínútur voru eftir af prófinu. Hérna er bæði ljóðið og svarið:
FUTILITY
Move him into the sun -
Gently its touch awoke him once,
At home, whispering og fields unsown.
Always it woke him, even in France,
Until this morning and this snow.
If anything might rouse him now
The kind old sun will know.
Think how it wakes the seeds, -
Woke, once, the clays of a cold star.
Are limbs, so dear-achieved. are sides,
Full-nerved, - still warm, - too hard to stir?
Was it for this the clay grew tall?
- O what made fatuous sunbeams toil
To break earth's sleep at all?
Wilfred Owen
Spurningar:
1) What is the poem about?
2) Who is 'him' in line 1?
3) What difference is there in the writer's attitude to the sun in lines 7 and 13?
4) What does the title refer to?
Svör:
1) This poem is about the sun and its powers to make life. In this poem the life is in the seeds.
2) 'Him' is a farmer who wants nothing more than to sow the fields. He works like a dog but he gets a sun-sting and passes out on the field and his fellow-workers don't believe in medicine, only the sun.
3) In line 7 the writer says that the sun is kind and knows what will wake him up. In line 13 he talks about the sun as it is bad!
4) The title refers to the futility of the earth and the power of the sun.
Já og þetta er svarið. Auðvitað fékk ég allt vitlaust því að það var víst ekki verið að tala um bónda, heldur hermann sem vill deyja í sólinni eða eitthvað álíka. Spurningin gilti heil 10% og fékk ég 0 fyrir þetta svar. Mér finnst að ég hefði átt að fá eitthvað fyrir þetta snilldarsvar því að auðvitað er hægt túlka ljóðið á öðruvísi hátt en kennarinn og bókin. Þetta er líka asnalegt ljóð og bara eins gott að hr. Owen er dauður því ef hann væri á lífi... myndi ég bara klára djobbið!
Vá hvað ég er mikill nörd...
Birt af Særún kl. 15:34 0 tuðituðituð
mánudagur, janúar 05, 2004
Heimurinn versnandi fer
Ég hélt upp á afmælið mitt í gær. Það skrýtna við það er að ég átti afmæli síðast árið 2003 og það fyrir meira en mánuði. Fólkið tók vel í hollustuhlaðborðið mitt og gaf skít í litla óhollustuhornið á borðinu. Snakk er ekki í tísku lengur, heldur gulrætur, gúrkur og paprikur. Svo eru pizzur heldur ekki inni heldur ítalskt brauð með pestó. Gulrótarkakan kemur einnig sterk inn í staðinn fyrir sjúkkulaðiköku. Ég held að ég hafi innleitt nýja afmælismenningu og ég get verið stolt af því.
Á tímabili var orðið ansi heitt í hamsi. Þegar um 15 ungmenni koma saman og karpa um Bush, Írak, alþingismenn og íslenska heilbrigðiskerfið getur hver sem er átt von á skjótum og kvalarfullum dauðdaga og var engin undantekning á því í gær. Um kl. 2 var fólk farið að tíast heim eftir létta öskursyrpu og höfðu foreldrar mínir legið andvaka vegna hávaða. Orðið á götunni er að það hafi verið meiri hávaði í okkur en í 40 fullum unglingum í fyrirpartýinu fyrir busaballið. Stjórnmál eru sem sagt hávær.
Núna er best að fara að klára þetta blessaða hljómfræðiverkefni og komast að því af hverju visst fólk er farið að forðast mig eins og heitan eldinn. Mér finnst þetta ekkert sniðugt og ég vil komast til botns í þessu máli!
Svar við spurningu fyrra fyrradagsins: Krakkar... auðvitað er þetta hann Mel Blanc, kallinn sem talar inn fyrir Kalla kanínu og félaga. Ég held meira að segja að nafnið hans standi neðst á myndinni. Party-poopers.
Birt af Særún kl. 15:32 0 tuðituðituð
sunnudagur, janúar 04, 2004
laugardagur, janúar 03, 2004
DISKAR LIÐINS ÁRS
Það eru einfaldlega allir góðu diskarnir sem ég hef keypt mér og fengið gefins árið 2003:
- Sigur Rós - ( )
- Botnleðja - Icelandic National Park
- Radiohead - Hail to the Thief
- Matardiskarnir sem mamma keypti í Ungverjalandi
- Weezer - Blue album
- Kings of leon - Youth and young manhood
- The Strokes - Room on fire
- The White Stripes - Elephant
- Led Zeppelin - Early days
- Frisbí-diskurinn sem ég gaf mér og hundinum mínum
- Mínus - Halldór Laxness
- Hunter - The best of
- Tónlistin úr Kill Bill
Svo leynast alltaf svartir sauðir inn á milli og það tekur því ekki að telja þá upp. Þeir mega bara jarma í sínu horni og vera þar.
Vísbending nr. 2 við spurningu gærdagsins: Hann ætti að kannast við Michael Jordan þótt hann hafi ekki hitt hann í persónu.
Birt af Særún kl. 20:13 0 tuðituðituð
föstudagur, janúar 02, 2004
SPURNING DAGSINS!
Hver er maðurinn og hvað hefur hann gert af sér?
Vísbending: Hann hefur yfirgefið þessa jörð og finnst sulta góð.
Birt af Særún kl. 19:35 0 tuðituðituð
Kallið mig Camelliu Danderfluff...
... því ef ég væri hobbiti myndi ég heita það.
En hvað heitir þú?
... og ég myndi líta svona út. Æjæjæj!
Birt af Særún kl. 15:15 0 tuðituðituð