laugardagur, janúar 10, 2004

Reykingar drepa!

Frændi minn dó í gær úr lungnakrabbameini. Það er kannski ekki furða því að hann byrjaði víst að reykja þegar hann var 13 ára. En til að minnast hans, ætla ég aldrei að reykja og reyna að hindra það að aðrir byrji á þessum ósið. Þegar ég var lítil leit ég stundum á frænda minn sem afa minn, því að þegar ég kom í heimsókn til hans gaf hann mér alltaf tópas. Allir alvöru afar gefa tópas.
Dauða fylgir jarðarför og jarðarför fylgir sorg. Á næstu dögum fer ég því í mína fyrstu jarðarför og ég verð að segja að ég er svolítið kvíðin fyrir því. Mér hefur aldrei liðið vel í kringum hóp af sorgmæddu fólki og ég kvíði sérstaklega fyrir erfðadrykkjunni. Grátandi fjarskyldar frænkur sem segja að ég sé lifandi eftirmynd pabba míns, er ekki mín hugmynd um skemmtun.
En hvað sem því líður, þá er ég sífellt að verða hræddari og hræddari við manninn með ljáinn. En maður með tæki sem notað var til að slá gras í gamla daga er svo sem engin ógn.



Já farðu bara að slá gras!

Engin ummæli: