Lífið er tík...
... en maður verður víst að venjast því. Mitt líf hefur verið frekar döll síðustu daga en það er alltaf smá sólarglæta því að núna fæ ég tækifæri til að gefa af mér og hjálpa þeim sem þarfnast þess mest. Ég á nefnilega þroskahefta frænku sem er nýrnaveik og bæði nýrum hennar eru ónýt. Það finnst enginn heppilegur nýrnagjafi því að hún er svo ung og ætti því að fá "ungt nýra". Ég hef því ákveðið að gefa henni annað nýrað mitt ef það vill svo til að það passi. Ég hef hvort eð er ekkert að gera með tvö þegar ég get lifað af með einungis eitt. Vitanlega þarf ég þá að gangast undir tilheyrandi aðgerð og verð ég því frá skóla í nokkurn tíma. Ef allt gengur að óskum verður aðgerðin í febrúar sem er frekar óheppilegur tími en þegar líf er í húfi skiptir tíminn engu máli. Fjölskyldan var samt ekki hlynnt þessu en það kemur sér vel að vera frek.
Á næstu dögum þarf ég því að gangast undir alls konar rannsóknir og því sem tilheyrir. Vonandi verða ekki mikið af sprautunotkun því að ég hata þær meira en Davíð Odds og hans pakk.
Ég verð að viðurkenna að ég er alveg skíthrædd því að auðvitað geta svona aðgerðir mistekist. Ég verð þá bara að krossleggja fingur og vona það besta. Gleðin mun samt vera hræðslunni yfirsterkari á endanum því að það er ekkert betra en að hjálpa þeim sem manni þykir vænt um... sérstaklega með lífgjöf.
Ég skil það betur nú hvað lífið er mikilvægt og þótt að leiðinlegir og ósanngjarnir hlutir gerast, þá er lífið ekki búið þrátt fyrir það.
Oj, nýra er ljótt. Það verður bara gott að losna við svona ljótleika úr mínum annars fallega líkama.
fimmtudagur, janúar 08, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli