NEI, KALLINN BARA AFMÆLI!
Ég vil óska blogginu mínu til hamingju með afmælið en það er eins árs í dag. Þetta ár hefur verið erfitt fyrir það, því verður ekki neitað. Fyrir stuttu tók það tennur og á meðan var það alltaf voðalega æst. Það fór þess vegna í frí til Kanarí en kom aftur sólbrúnt og seiðandi. Í tilefni þessa merka áfanga, verður þessi vika svokölluð bloggvika þar sem verður stiklað á stóru og ég vel það besta á þessu eina ári sem litla barnið hefur gefið af sér. Til að byrja með ætla ég að birta það sem ég vil kalla fyrstu alvöru bloggunina. Það var reyndar skrifað 14. janúar en það skiptir svo sem engu máli. Og hér kemur það:
þriðjudagur, janúar 14, 2003
Jæja börnin góð.... the Særúnator has returned! :) Ég ætla að byrja á að segja ykkur litla sögu sem lýsir fjölskyldulífi mínu vel.... (ræsk ræsk) Eitt kvöld við matarborðið kom faðir minn upp úr kjallaranum (sem er hans cryb) og var ekki paránægður.... því að einhver hafði STÍFLAÐ KLÓSETTIÐ í kjallaranum.... með ákveðnum þykkum líkamsvessa. En svo kom stóra spurningin....HVER SKEIT Í KLÓSETTIÐ????? Mikið uppþot varð í borðstofunni og allir ruddust niður til að berja "gripinn" augum. Þegar þangað var komið hrópaði systir mín: VÁ.... SJITT!!!! En það var akkurat það sem ég hugsaði... á minni löngu ævi hafði ég aldrei séð jafnstóra drullu!!! Þannig að þarna var komin fyrsta vísbendingin: Einhver stór manneskja hafði gert hægðir sínar í klóið! Þannig að þá var hægt að útiloka systur mína og hundinn minn... en þá voru 3 eftir: ég, móðir mín og faðir!! Faðir minn hélt því fram að þetta væri minn skítur en ég hélt ekki!!! Minns er ekki jafn dökkur og þessi og hefur meiri gulgrænan blæ yfir sér. Ég og pabbi ásökuðum svo mömmu en hún harðneitaði. Sagðist hafa verið á fundi hjá Hjálpræðishernum í allan dag. Sökudólgurinn var því ekki fundinn enn þrátt fyrir tveggja tíma andleg og líkamleg slagsmál! Enda sést það líka á mér,,, ég er öll útklóruð og marin eftir platkaratehögg föður míns og heilinn minn er að springa vegna ofhleðslu af "useless information" frá móður minni, s.s. leikskólasálfræði! En sókudólgurinn fannst á endanum... það var FAÐIR MINN!!! Hann viðurkenndi það eftir 3 tíma ljósaperuklíningu og alls konar pyntingum m.a. hótaði ég að ég myndi pissa á DVD spilarann hans og ata hátalarana hans útí tómat og sinnep! Það virkaði bara helvíti vel og kallinn grátbað mig um að hlýfa sér og elskunum hans. Ég er nú ekki vond manneskja en hvað verður maður ekki að gera þegar maður er einkaspæjari??? ;)
Saerun 13:53
Vá, ég notaði greinilega mikið af upphrópunarmerkjum og punktum fyrir ári síðan. Magnað!...
P.S. Allir kransar og blómvendir afþakkaðir.
þriðjudagur, janúar 13, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli