þriðjudagur, janúar 27, 2004

Aðalpían gengin út...

... því ég er komin með kærasta. Já ég veit strákar, það er erfitt að sætta sig við þetta en það hlaut að koma að þessu. Ég var líka orðin svolítið þreytt á þessum látum í ykkur fyrir framan húsið mitt allar nætur og núna getið þið hætt þessum fíflaskap. Ég varð bara að velja og ég er búin að því. Þið vitið örugglega ekki hver hann er þannig að ég þarf svo sem ekkert að segja mikið um hann. Ég meina, það ættu allir að vita að hann er bara foli, þarf ekki að segja meira. Jú kannski nafnið hans en hann heitir Kristinn og pabbi hans Ármann. Hann er líka foli en aðeins of gamall. Jæja, hann liggur á skrifborðinu mínu þessa stundina... tilbúinn í slaginn. "JÁ ÉG ER AÐ KOMA KRISTINN!" Skrýtið samt að hann er alltaf í bláum fötum og pabbi hans í rauðum. Vegir karlmannsins eru órannsakanlegir. "FESTINA LENTE, KRISTINN! FESTINA LENTE!"

Fúmm...

Engin ummæli: