fimmtudagur, janúar 29, 2004

Ég var að vapp' um bæinn það var um miðjan daginn
sá fullt af kynjaverum undir himni berum
Viltu heyra - ljáðu eyra heyrðu meira.


Já, ég var nefnilega á vappi um bæinn um miðjan daginn. Ein kynjavera skaut mér þó skelk í bringu meira en aðrar. Þarna var nefnilega hann Sigmundur... 90 ára gamall heimilismaður á elliheimilinu Sólvangi (ég vann þar í sumar), að ganga með stafinn sinn á Hverfisgötunni í rólegheitum. Mér auðvitað dauðbrá því hver veit nema Sigmundur hefði hreinlega strokið af elliheimilinu og hefði verið týndur í marga daga! Ég ákvað því að eiga stutt spjall við Sigmund og athuga hvernig stæði á því að hann væri ekki staddur á heimili aldraðra. Þegar ég var í ca. meters fjarlægð frá gamla manninum brá mér nú enn meira en fyrr, því þegar ég var búin að segja: "Sigmundur, hva..." sá ég að þetta var alls ekki Sigmundur. Ég get svo svarið það... þetta hlaut að vera bróðir hans. Þegar ég uppgötvaði mistök mín, tók ég þessa svakalegu U-beygju í átt að gapastokknum því þetta... já var frekar óþægilegt.
Svo fór ég að pæla... hvað ef ég hefði nú trúað því statt og stöðugt að þetta var í alvörunni hann Sigmundur? Ég hefði dröslað aumingja gamlingjanum nauðugum upp á elliheimili og þegar þangað væri komið, séð hinn rétta Sigmund liggjandi upp í rúmi með kremkex og kaffi. Ég held að ég hefði ekki getað fengið vinnu hjá Hafnarfjarðarbæ framar og hefði verið kærð fyrir... misnotkun á gömlum manni.



Þessa mynd tók ég af Sigmundi í sumar. Hann er svolítið spéhræddur greyið og varð ég því að fela mig bak við súlu og koma honum á óvart. Það tókst því hann fékk hjartaáfall.

Engin ummæli: