Ég hata sprautur!
Fór til læknis í fyrradag í blóðprufu. Ég hata sprautur og blóð þannig að þarna voru saman komnir mínir 2 helstu veikleikar á einum og sama deginum. Þannig að ef þið viljið vera virkilega vond mig... sprautið mig þá með sprautu. En plís... mjög laust.
En niðurstöðurnar úr blóðprufunni sýndu að ég og frænka mín litla erum ekki í sama blóðflokki þannig að ég get ekki gefið eitt stykki nýra. Þar af leiðandi get ég ekki breytt millinafni mínu í DeNiro eða The kidney-doner. Bömmer! Í dönskubókinni minni segir: "Tag min ene raske nyre!" Ég get því ekki sagt þetta við lækninn. Bömmer nr. 2!
Vitaskuld varð ég mjög leið fyrir hönd litlu frænku en móðir hennar þarf því að gefa sitt en hún er svo gömul þannig að því fylgir miklu meiri áhætta. Ég get þó huggað mig við það að ég reyndi að hjálpa til og er þetta svo sem engum að kenna nema manninum á himninum sem ákveður í hvaða blóðflokk fólk er.
Ég heyrði í gömlum manni með vélrödd á Lækjartorgi í gær. Fyrst hélt að hljóðin kæmu úr spilakassa en svo komst ég að því þau komu úr manninum. Ég vissi ekki einu sinni að þetta væri til. Jú nema í R2-D2.
laugardagur, janúar 31, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli