The Icelandic killer dog!
Um daginn fór hundurinn minn til læknis og fyrir góða hegðun fékk hann dagatal í verðlaun. Reyndar pissaði hann utan í stól en samt fékk hann verðlaun... skil það ekki alveg og ekki heldur af hverju hann fékk dagatal. Ekki eins og að hann geti spáð í því hvaða mánuður eða dagur sé. En þetta er flott dagatal, ekki hægt að neita því. Það er tileinkað íslenska fjárhundinum en ég hef oftar en ekki kallað hann The Icelandic killer dog því ég hef aðeins séð drápshliðina á þessari tegund í formi glefs, gelts og froðufellinga. Einkenni dráparans mikla, Hannibal voru einmitt líka svona er ég fer þó ekki svo langt að líkja honum og þessari tegund saman.
Þetta dagatal vakti samt furðu mína. Hver mánuður hefur sína mynd og já... af íslenska fjárhundinum. Voða flottar myndir og er hundurinn glæsilegur á alla kanta. Nöfnin á hundunum eru þó afar sérstök. Hérna koma nokkur dæmi:
Fyrirsæta janúarmánaðar: Bangsi (byrjar sakleysislega)
Fyrirsæta febrúarmánaðar: Keilis Hekla (S.s. tvö eldfjöll. Sniðugt)
Fyrirsæta marsmánaðar: Skessu Snjór (Nú jæja)
Fyrirsæta aprílmánaðar: Kersins Katla og Sunnusteins Muggur (Ha?)
Fyrirsæta maímánaðar: Stefsstells Fáni Ásgarður
Fyrirsæta októbermánaðar: Sindra Espa (Hún kann greinilega að espa hann Sindra. Grrr...)
Fyrirsæta nóvembermánaðar: Leiru Runa Gunn (Ha, amma?)
Fyrirsæta desembermánaðar: Dranga Röskva Frostrós
Ég er greinilega ekki nógu vel að mér í ættarnöfnum hunda en þetta er kannski... aðeins of mikið fancy pancy að mínu mati. Er ekki bara miklu betra að skíra gæludýrið sitt Jón eða Geirþrúði? Ég held það bara...
sunnudagur, febrúar 01, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli