Allt stress búið...
... því að söngakeppnin í MR er búin. Ég og Guðný tókum lagið Á RÚV mun allt brenna, en áður var það flutt af Blóðhundagenginu. Við stöllurnar tókum okkur til í einni kaffihúsaferðinni og sömdum nýjan texta við þetta lag en það var erfitt verk. Við vorum búnar að ákveða að gera þetta fyrir löngu, alveg síðan í sumar en þá vorum við torfþrælar.
Við unnum engin verðlaun, ekki einu sinni fyrir frumlegasta atriðið en það er líka allt í lagi því okkar verðlaun voru að fá fólk til að hlæja. Meira að segja rektor fór að skellihlæja og segir það meira en nokkur verðlaun geta sagt. En við höfðum gaman af þessu og sérstaklega ég því ég mun örugglega aldrei aftur fá það tækifæri að stynja hástöfum fyrir framan skólasystkinin. Það brann víst á vörum margra hvernig textinn hljóðaði og ætla ég að hjálpa þessum villtu sálum með því að frumbirta textann á veraldarvefnum. Tekið skal fram að textinn inniheldur engan áróður og endurspeglar hann ekki skoðanir textahöfunda.
Á RÚV mun allt brenna!
Á RÚV, á RÚV, á RÚV mun allt brenna x3
Gísli Marteinn festist inni, það er allt í læ.
Burn mother fucker, BURN!
Halló, ég heiti Jóna Popp og ég er heimsk ljóska.
Ég hef alltaf verið beib en uppúr stendur mín þrjóska.
Ég skal segja þér smá sögu sem að ég heyrði í gær
hún er ekki um flóðhesta og alls ekk’ um tíu flær.
Hún er um mjög skrýtinn dreng sem gerði svolítið í flippi.
Hann gerði mynd af Chaplin og lét tattúvera á sitt typpi.
Og síðan kom að stundinni og sveindómurinn fékk að fjúka.
Þegar hún sá drjólann ákvað hún að best væri að ljúka.
Á RÚV, á RÚV, á RÚV mun allt brenna x3
Eva Sólan festist inni, það er allt í læ.
Burn mother fucker, BURN!
Jó jó! Ég ætl’að syngja lítið lag: la, la, la, la, la, la, la.
Æi þetta var nú ljótt af því ég er svo mikil pjalla.
Eftir þetta lag mun ég fara í bað og það verður sko gaman
Við munum baðast saman.
Ef að ég stend mig vel
Þá set ég í mitt hár gel.
Trazilfrommekkúntjekkúntjó, kommahó, ferískó, travisandtrosion
Komdu núna hérna inn og vertu sætur góður gaur
því annars verð ég reið og fer að kasta í þig saur.
Á RÚV, á RÚV, á RÚV mun allt brenna x3
Ómar Ragnars. festist inni, það er allt í læ.
Burn mother fucker, BURN!
Hermið núna eftir mér!
/Stunur/ Það er heitt hérna inni
/Stunur/ Allir fækka fötum
/Stunur/ Það er heitt hérna inni
/Stunur/ Lykt af kæstum skötum
/Stunur/ Það er heitt hérna inni
/Stunur/ Köstum upp höndunum
/Stunur/ Það er heitt hérna inni
/Stunur/ Þá fer allt úr böndunum.
Á RÚV, á RÚV, á RÚV mun allt brenna x3
Ríkisstjórnin festist inni, það er allt í læ.
Burn mother fucker, BURN!
Lag: Fire Water Burn (Bloodhound Gang)
Texti: Guðný og Særún
Bara ef það hefðu verið gefin verðlaun fyrir besta frumsamda textann...
föstudagur, janúar 23, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli