miðvikudagur, janúar 21, 2004

Búhú...

... 4.B tapaði keppninni með "aðeins" 78 stigum. Samt sem áður stóðum við okkur vel og höfum ekkert til að skammast okkar fyrir. Jú reyndar ég því mér er greinilega ekki ætlað að vera rappari. Þvílíkur og annar eins fjöldi hefur víst ekki sést á ræðukeppnum og átti það sinn þátt í því hvað ég skalf mikið á meðan ræðuhöldum stóð. Búningarnir gerðu líka þvílíka lukku og sé ég ekki eftir því að hafa mætt í honum. Hann er líka svo flottur.
Ég sé það líka núna að ég er ömurleg ræðukona og lélegur penni. Þess vegna held ég að ég taki ekki þátt í ræðukeppnum á næstunni. Einbeiti mér að tja... t.d. lúðrasveitinni.

Hundurinn minn pissaði á konu áðan.

Engin ummæli: