sunnudagur, janúar 18, 2004

Ég er skítug!

Mamma og pabbi eru í einhverjum sukkmatarklúbbi og í gærkveldi var einn svoleiðis í okkar húsum. Á leið minni út úr húsi varð ég vitni og þátttakandi í mjög svo sjokkerandi samtali. Snobbuð eiginkona frænda míns sem ég sé voða sjaldan var að tala:

Kona: Já, svo var hann sonur minn að taka þátt í ræðukeppni fyrir Borgó á móti MR um daginn. Þeir töpuðu reyndar með svo litlum mun en áður unnu þeir MK. Hann stóð sig svo svakalega vel þessi elska.
Mamma: Var þessi keppni núna um daginn?
K: Já, ég fór meira að segja að horfa en gat ekki verið lengi því að ég þurfti að fara í afar mikilvægt kokteilboð með franska sendiherranum.
M: Særún var einmitt stigavörður.
Pabbi: Hún var tímavörður.
K: (Horfir á mig) Æðislegt! Þannig að þú varst myndarlega stelpan sem sat við pontuna. (Smeðjulegt glott)
Ég: Uuu, já.
K: Sonur minn sem er s.s. frændi þinn var einmitt í Borgó liðinu.
É: Þessi sem fór úr öllum fötunum?!?
K: Ha, ég hélt að hann hefði bara verið að grínast!!

Og þar fáið þið það! Ég sá loðið typpið á mínum eigin frænda. Heppnin eltir mig svo sannarlega á röndum. Þessi kona hringdi svo víst seinna um kvöldið, alveg kófdrukkin í son sinn, skammaði hann fyrir að hafa ekki sagt sér frá þessu uppátæki sínu á kepnninni og spurði svo hvort hann mundi ekki eftir mér. Það var víst svo. Æi mig verkjar í augun! Flash-back! Flash-back! Þessi sýn mun hrjá mig um ókomna tíð.

Engin ummæli: