Síðastliðnu 10 mínútur hafa verið viðburðaríkar hjá fjölskyldunni.
- Mamma bakaði verstu pönnsur sem ég hef smakkað.
- Pabbi fór í fótabað af því að hann er með sveppasýkingu á tánum. Ég spurði hvort við fengjum þá ekki sveppasúpu þegar hann væri búinn. Hann varð ekki kátur og sagði að þetta væri grafalvarlegt mál.
- Mamma klæddi hundinn minn í svuntuna sína og núna er hann að reyna að ná henni af. Það mun ekki takast á næstunni.
Þið hljótið að öfunda mig.
Hér með vil ég gefa Júlíu í 3.A link, sérstaklega af því að hún talaði svo vel um lagið mitt og Guðnýjar. Svo er þetta líka skemmtilegt blogg og ég les það oft. Hún kallaði mig reyndar Særósu en það er skárra en að kalla mig Sæunni en það nafn hata ég meira en... Bush.
sunnudagur, janúar 25, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli