Hver vill
koma með mér á Kalla á þakinu? Hann er nefnilega heimsins besti Kalli í heiminum. Eða er hópferð málið?
þriðjudagur, maí 31, 2005
mánudagur, maí 30, 2005
Slátturinn er lífið
Ég vinn við að slá, ekki fólk heldur gras. Dagurinn byrjaði vel þar sem ég fékk að vita að ég fæ að vera á Stiga-vél í sumar. Þarf sem sagt að sitja á rassgatinu í allt sumar í gulu vesti. Næs. Og þá kom steypiregn og vatnið óx og óx. Og þá kom haglél og sársaukinn óx og óx. Dagurinn endaði sem sagt illa. Er að vinna með gaur sem er með túrett. Hann slær líka rosalega illa, ekki furða. Hann gefur alltaf frá sér mjög vafasöm hljóð, ekki ósvipuð getnaðarhljóðum dýra. Keypti mér svo geggjað vasaútvarp áðan, Nike, sem ég get fest á upphandlegginn. Nett. Fór á minn fyrsta rótarýklúbbsfund. Þar var á boðstólnum drykkjarjógúrt og kókómjólk. Ég er farin á OgVodafone ævintýranna. Jæja, þeir sem hafa aulahúmor fatta brandarann vonandi.
Birt af Særún kl. 20:52 0 tuðituðituð
sunnudagur, maí 29, 2005
Sumar-bús-staður
Ég skellti mér í einn þannig í gær með honum Einari. Halldór Ásgrímsson var í bús-staðnum við hliðina á okkur og spurðum við hann til vegar. Fyndið að sjá hann í gallabuxum og grænni (auðvitað) úlpu að týna greinar af veginum. Ég veit núna af hverju hann brosir aldrei, hann er með gasalega ljótar og skakkar tennur.
Allt annað sem gerðist í þessari ferð er svo svæsið að ekki skal það ritað hér.
Birt af Særún kl. 15:48 0 tuðituðituð
föstudagur, maí 27, 2005
Brummbrumm
Ég fékk að keyra bláan sportbíl í gær. Klappi klapp. Skil nú ekki af hverju í ósköpunum mér var treyst fyrir því því að hann var glænýr. Og nú er bíllinn ónýtur.
Og yfir í nördinn: Þá er hin árlega samkoma Hornleikarafélags Íslands að kveldi komin. Öðru nafni kallast félagið HORNÍS og það af ásettu ráði. Við hornleikararnir erum svo húmormiklir. Og graðir auðvitað. Lög eins og Fönn, fönn, fönn og Adams-fjölskyldan voru spiluð og eftir það voru pezzurnar torgaðar með gráðaosti.
Partýmynd ársins:
Já ég á eftir að sakna 5.A
Birt af Særún kl. 21:33 0 tuðituðituð
miðvikudagur, maí 25, 2005
Sumarið er komið
með öllum sínum gylliboðum og -næðum. Skólinn bíður rólegur í zirka 3 mánuði og tekur þá á móti manni með opnum örmum. Ekki þarf ég að þreyta 5. bekk aftur að ári enda fékk ég hinar ágætustu einkunnir. Er þó sérstaklega ánægð með 9-urnar þrjár í latínu, spænsku og íslenskum stíl. Allt er gott þegar þrennt er. Það sem eftir var voru 8-ur og gleðst ég einnig yfir þeim. Skólaárið hefur liðið sem bugðulækur sem rennur meðfram bökkum sínum en inn á milli hefur leynst óróleg alda sem lét ekki af hótunum sínum fyrr en allt var komið í kurríró. Hér kemur smá samtíningur um liðið skólaár:
Fyrir jól: Jájá, þá kom eiginlega sjokkið. 6 tímar í latínu á viku og 6 tímar í spænsku. Nýir krakkar í bekknum mínum þar sem við komum aðeins 3 úr gamla 4.B. Með tímanum náði ég þó að melta pakkann og útkoman var dásamleg. Byrjaði að vinna með skóla í fyrsta skipti og vandist það fljótt enda vinnutíminn afar þægilegur. Drykkjan hefði mátt vera minni, viðurkenni það alveg. Strákavesenin hefðu mátt vera færri, viðurkenni það alveg. En allir hafa sínar þarfir, stórar sem smáar. Varð nú ekki fyrir neinu stóru áfalli sem er ágætt.
Eftir jól: Æi bara eins og fyrir jól nema meira stress í gangi. Námsleiði af hæsta stigi eftir jólafríið en fljótt komst ég yfir hann. Hoppaði bara hátt. Partý hverja helgi og stundum á virkum dögum. Latínupartý. Strákavesen, jújú það koma alveg fyrir en þar sem ég hef engar tilfinningar (eða það halda strákarnir) lét ég það um eyru þjóta. Varð fyrir áfalli. Féll og sagði "á". Sem sagt á-fall. Já og svo varð ég svo fyndin eftir jól. Reytti af mér brandara eins og krakkar reyta arfa í unglingavinnunni. Og hér sit ég að hlusta á Diskó friskó með bláan i-pod mér við hlið og sé ekki eftir neinu. Nema kannski... nei það var svo sem allt í lagi að hafa sofið hjá gaurnum þarna. Haha, ég að sofa hjá? Oj aldrei.
Sem sagt, mín er sátt og hefur hátt í alla nátt. Takk fyrir skólaárið krakkar mínir, ég elska ykkur öll!
Birt af Særún kl. 20:32 0 tuðituðituð
Í gömlu góðu dagana
var allt miklu betra. Engar áhyggjur yfir að falla á prófum, niður stiga eða í gryfju gleymskunnar. Dæmi hver um sig. Ég hef nú aðallega áhyggjur af síðustu tveimur möguleikunum. Skondið hvað svona litlir hlutir geta farið alveg með mann.
Pabbi Brad Pitt?
Birt af Særún kl. 14:37 0 tuðituðituð
sunnudagur, maí 22, 2005
Gærdagurinn
Ég bara verð að koma með eina svona ég-vaknaði-og-fór-á-fætur-færslu, jafn leiðinlegar og þær eru. Þá er best að byrja.
Ég vaknaði og fór á fætur. Fór að kaupa stúdentsgjafir handa stúdentafólki. Keypti bókina Moldvarpan sem vissi ekki hver skeit á hausinn á sér. Fór í 2 stúdentaveislur hjá dúxinu og semídúxinu í Flensborg. Auðvitað þekkir maður bara gáfað fólk. Fór svo heim í teiti móður minnar. Þar voru komnar 30 konur gegnvættar vondu víni. Ég og Lotta frænka höfðum smá Júgurvisíon-veðbanka. Þær sem töpuðu þurftu að syngja í sing star og þær sem unnu fengu útvarp. Svo var þeim varpað út. Haha! Sjálf keppti ég við móður Tinnu Marínu ídolstjörnu og burstaði hana! Fullt af vinkonum mömmu komu með ræður og voru þær allar allsvakalegar. Fjölluðu þær aðallega um dykkjuvenjur móður á yngri árum. Komst að því að hún byrjaði að drekka þegar hún var 15 ára. Ég byrjaði 16 og hef ekki hætt síðan. Ég klikkaði alveg á að koma með ræðu en ég samdi ljóð um hana á svona 2 mínútum. Það var nú ljóti kveðskapurinn.
Fyrir 40 árum þú komst í heiminn,
fyrir það vil ég gefa þér geiminn.
Ég elska þig ýkt,
yl þinn og mýkt.
Við faðir minn varstu ei feimin.
Keypti svo handa konunni Marimekko tösku sem er eitthvað sem hana langaði alltaf í. Svo þurftu beljurnar í saumaklúbbnum hennar endilega að gefa henni svaka leðurskinntösku, bara til að toppa mig. Uss. Ég hef aldrei séð móður mína fulla fyrr en nú. Það var svo gaman. Henni þótti svo vænt um alla og allir voru bestu vinir hennar. Um miðnætti togaði Sjöbba frænka mig í eitthvað partí í Árbænum. Man svo ekki hvernig ég komst niður í bæ en hitti Oddnýju og við fórum að tjútta. Þar lenti ég víst í slag við einhverja tussu sem sakaði mig um að hafa stolið nælunni sinni. Ég sagði henni nú bara til syndanna. Vaknaði svo í morgun öll marin og blá. Þá sagði ég "á". En tussan hefur örugglega verið meira marin og meira blá en ég. Jæja best að slútta þessari vitleysu. Ég er farin að veiða stjörnusnakk sem fullu konurnar settu ofan í klóið.
Ef ég hringdi í þig í nótt þá vil ég bara biðjast afsökunar. Afsakið.
Birt af Særún kl. 13:44 0 tuðituðituð
föstudagur, maí 20, 2005
Jööööö!
köping! Er það ekki bær í Svíþjóð eða eitthvað? Jújú. Búin í prófum ahah! Rúllaði spænskuprófinu upp og bakaði síðan úr því rúllutertu. Þýskuprófið í gær var spes. En vá hvað mér brá þegar að ég sá nafnið mitt á prófinu. Þá var ég hluti af tilvísunarsetningu. Ógeðslega fannst mér það fyndið. Minnir að ég hafi sagt sjæse sem átti mjög vel við á þeim tíma.
Mugison er það í kvöld. Þó að ég eigi nú diskinn hans, þá hef ég lítið hlustað á hann. Maður á svo mikið af þessum geisladiskum að maður veit ekkert hvað á að gera við þá. Þess vegna ætla ég að nota þá í frisbí í sumar og hundar og önnur óargadýr mega bara vera með. Þér er ekki boðið!
Talandi um geisladiska og það vesen að vera ekki boðið. Fann XXX Rottweiler hunda disk undir rúmi í gær sem ég fékk í 10. bekk og hlustaði á hann með bros á vör. Partíið mitt er doggí eins og dalmatíuhundur en ég slít hann í sundur, ég er rottweiler hundur! Góðar stundir.
Talandi um XXX Rottweiler hunda. Fann um daginn ljóð undir sama rúmi (ótrúlegt hvað ég finn undir þessu rúmi mínu, smokka, hálsólar, nefndu það bara) sem ég samdi í 10. bekk í ensku. Þá áttum við að semja Valentínusarljóð á ensku væntanlega og mitt fjallaði aðallega um nakta slökkvuliðsmenn sem slökktu ástarbál. Come on naked fireman, shut my fire! You're my wildest desire. Og af því að ég var rosalega bæld í 10. bekk og vildi ekki að neinn vissi að ég hafði svona "kenndir" þá notaði ég listamannsnafnið XXX Púðluhundur. Ljóðin voru svo hengd upp á vegg í enskustofunni og þá byrjuðu krakkar að krota á ljóðið mitt: "Þú ert bara djöfulsins hommi!" og svona... skemmtilegt. Uppfrá því ákvað ég að gerast vandræðaskáld í framtíðinni. Hvur veit nema það rætist einn daginn. Um páskana gerði ég svo ljóð í ensku um Playboy-kanínu. Kanínan var karlkyns og dreyfði eggjum í leg kvenna. Uss, dónaunglingur var ég!
Birt af Særún kl. 17:48 0 tuðituðituð
miðvikudagur, maí 18, 2005
Er til hálf hola?
Þeirri spurningu hef ég velt fyrir mér í mörg mörg ár, alveg frá því að ég var í unglingavinnunni hér forðum daga. Þá voru stelpurnar í hópnum (3 talsins) með kenningunni og strákarnir (u.þ.b. 20 talsins) voru á móti. Forsprakki karlaveldisins var strákur sem var með mér í 10. bekk, betur þekktur sem strákurinn sem tapaði fyrir stelpu á Íslandsmeistaramótinu í skylmingum. Hann hvarf sporlaust úr hópnum eftir að hann labbaði í burtu eftir rifrildi við flokkstjórann sem var að mig minnir algjört fífl. hóstvalurgrettissonhóst. Það vildi svo skemmtilega til að við vorum stödd upp í hrauni við Álverið að rífa niður gamla fiskihjalla þegar hann fékk þá hugdettu að labba heim í fílukasti. Síðast sáum við til hans þegar hann hoppaði upp í vörubíl eftir að hafa húkkað far á Reykjanesbrautinni með því að sýna smá leggi. Fróðir menn segjast þó hafa séð kappann í garðagatinu í MH að skylmast við sjálfan sig. En nóg um það. Hér á eftir ætla ég að koma með nokkrar kenningar um umrædda spurningu:
Klobbakenningin
Segjum sem svo að þú ætlir að grafa holu. Þú ert búinn að ákveða að holan eigi að vera 10 m að lengd og 10 m að dýpt. Þú byrjar að grafa. Helst í mold. Þú ert búin/n að grafa holu sem er 10 m að lengd og 5 m að dýpt, alveg ógeðslega dugleg/ur. Svo nennirðu ekki meiru. Þá ertu komin/n með hálfa holu miðað við það sem þú ætlaðir upphaflega að grafa. Q.e.d.
Pungakenningin
Ég heyrði bara blablaríðablacounterstrikeblabla þannig að þeirra kenning er ekki til.
Vísindamannakenningar
Til að afla mér upplýsinga fór ég á þennan vef. Mér til mikils hláturs komst ég að því að sá sem sendi inn spurninguna var einmitt að vinna með mér í sömu unglingavinnu, hann Gísli Bólu-Hjálmar. Hann hefur verið svona óöruggur með þetta greyið.
Kenning 1: (Hér kemur margra síðna ritgerð um eitthvað sem ég nennti ekki að lesa og skilja. Síðasta málsgreinin er því nóg.)
Í stuttu máli má því segja að ef við skilgreinum holu á einhvern hátt sem mælieiningu eða staðal geti vissulega verið til hálfar holur en þegar talað er um holur sem hluti af ákveðinni gerð séu ekki til hálfar holur.
Þeim sem vilja lesa sér meira til um holur og göt er bent á þessa bók:
Roberto Casati & Achille C. Varzi (1994), Holes and Other Superficialities, Cambridge (Mass.)/London: MIT Press
Kenning 2:
Hálfa holu má grafa í moldarbeð með því að moka sem nemur hálfri hrúgu af mold upp úr beðinu. Árangursríkast er að vinna verkið með hálfum huga, eða jafnvel hálfsofandi, við birtu frá hálfu tungli, tautandi hálfkveðnar vísur og hálfyrði í hálfum hljóðum. Hætta skal verkinu þegar það er hálfkarað og ber að hafa í huga að hálfnað er verk þá hafið er.
Ekki er verra að sá sem hálfu holuna grefur sé annaðhvort hálftröll, hálfsterkur eða hálfdrættingur og klæddur í hálfsokka. Stærð holunnar skal mæla í hálftommum. Með svipuðum aðferðum má gera hálft gat á dúk með því að klippa úr honum hálfan bút.
-----
Þetta er ekki svar, þetta er bara fyndið!
Mín kenning er samt best. Eða hvað finnst þér? Ef þú ert ósammála, þá mun ég finna þig í fjöru í hálfri holu.
Ef helmingur meðlima hljómsveitarinnar Hole myndi hætta eða deyja úr hori, þá yrði bara hálf Hole eftir.
Birt af Særún kl. 23:50 0 tuðituðituð
þriðjudagur, maí 17, 2005
Latínan tekin í æðri endann!
Engan óæðri enda takk! Jújú þetta gekk, hljóp allavega ekki. Ég var með óþægilegasta skriffæradjöful sem ég hef á ævi minni kynnst. En það er svona að gleyma pennaveskinu sínu. Ég var svo flippuð í prófinu, vissi ekki hvað eitthvað þýddi á einum staðnum og skrifaði: "Og kóngarnir dönsuðu súludans þar til morgunroðinn lék við andlit þeirra." En svo strokaði ég það út. Þá var þetta kannski ekkert svo flippað. Hvað segirðu gott, elsku kallinn minn? Ég hef það fínt í augnablikinu og óska þér hins sama.
Ég er farin að skipta um kló á hárþurrkunni minni. Já þið vissuð ekki að ég gæti það. Svona er eiga rafvirkja sem pabba. Svona er að eiga heima í gömlu húsi með gamaldags innstungu sem kallar gamaldags kló. Neyðin kennir naktri konu að skipta um kló. Það hef ég alltaf sagt.
Uss þetta jaðrar bara við dónaskap!
Birt af Særún kl. 16:01 0 tuðituðituð
mánudagur, maí 16, 2005
Bíó
fór ég í í gær. Ferðabók puttalangsins um alheiminn varð fyrir valinu. Ég og viðhaldið urðum vitni að afar skemmtilegum pælingum nokkurra fyrrverandi MR-inga um tilgang poppsins. "Ég meina, maður kaupir sér alltaf popp en klárar það ekkert alltaf. Til hvers?" Já það er greinilegt að allt gáfaða fólkið kemur úr MR. Ég skemmti mér konunglega en hló þó mest yfir litlum atriðum sem komu myndinni lítið við eins og þegar að einhver geimgaur missti af strætó. Þá hló ég mest.
Ég legg niður eyrun eins og geðstirður asni sem ber þunga byrði.
Birt af Særún kl. 13:58 0 tuðituðituð
sunnudagur, maí 15, 2005
Vínber
eru ágæt í hófi. Sérstaklega ef maður nær að troða heilum 20 stykkjum í munninn á sér. Það var því Oddný sem vann vínberjaleikinn því hún giskaði á 19 vínber. Hún fær því 19 vínber í munn. Guðný fær skammarverðlaun fyrir fáránlega uppástungu eða 78 ber. Hún fær því 78 vínber í fésið.
Dyr
eru ágætar í hófi. Sérstaklega þegar þær eru orðnar 5 á húsi. Já pabbi er að setja hurð sem á að leiða út á tilvonandi pallinn okkar og viti menn, hann þarf endilega að gera það á meðan að ég er í prófunum. Þessi elska. Hann er líka að gera mömmu brjálaða með þessu uppátæki því á laugardaginn mun mamma halda upp á fertugsafmælið sitt og er svo hrædd um að hurðin verði ekki tilbúin fyrir þann tíma. En ég er með lausn: planta öllum reykingarkonunum fyrir í gatið og þá er málið leyst! Já aðeins konum er boðið og áfengið fer eftir því. 1 kassi af Blush og 5 kassar af Lite bjór. Vitaskuld verður mér boðið og þarf ég því að horfa á Júróvisjón með 30 fullum konum. Ég ætla hér með að kalla þetta Júgurvisjón. Haha.
Birt af Særún kl. 13:37 0 tuðituðituð
föstudagur, maí 13, 2005
Allt í þágu vísindanna
Vísindi eru ágæt í hófi. Í gær skelltu undirrituð sér upp í Fjarðarkaup og keypti bönns af vínberjum og opnaði hvítvínsflösku til að toppa herlegheitin. Brátt fékk undirrituð ógeð á vínberjunum (vínber og hvítvín fara illa í mallakút) en vildi ekki láta þau fara til spillis. Hún ákvað því að troða eins mörgum upp í sig eins og hún gat og taldi. Spurningin er því: Hvað náði hún að troða mörgum vínberjum upp í sig? Athugið að vínberin voru frekar lítil og undirrituð er afar munnstór. Sá/sú sem kemst næst hinni réttu tölu, fær vínber í verðlaun og ef til vill afganginn af hvítvíninu líka.
'Troddu þessu upp í þig, litla óféti!'
Birt af Særún kl. 14:03 0 tuðituðituð
miðvikudagur, maí 11, 2005
Nýr vinur í vinasafnið
Sá nýjasti er soldið spes. Fyrsta samtal okkar var svona:
Særún says:
hver ert þú?
..Dresi.. says:
andres heiti ég
Særún says:
jahá!
Særún says:
og á ég að þekkja þig?
..Dresi.. says:
veit ekki
Særún says:
ekki ég heldur
Særún says:
af hverju settirðu mig þá á listann þinn?
..Dresi.. says:
ég fékk e-mail frá þessu maili
..Dresi.. says:
og setti bara inná listann
Særún says:
ég stórefa að ég hafi sent þér meil
Særún says:
þá hefur það bara verið óvart
..Dresi.. says:
jamms gæti verið
Særún says:
hvaðan ertu annars Andrés?
..Dresi.. says:
ég er nú upprunalega utan af landi, sauðárkróki
..Dresi.. says:
en á heima í rvk núna
Særún says:
jájá það er ágætur bær
..Dresi.. says:
já já, svo þokkalegur
Særún says:
ertu í skóla í rvk?
..Dresi.. says:
jamms
Særún says:
á hann sér nafn?
..Dresi.. says:
heyrðu, já, núna er ég í Iðnskólanum í Rvk, en er að velta því fyrir að fara í Borgó
Særún says:
þá erum við bara næstum því nágrannar!
..Dresi.. says:
núnú
Særún says:
jájá ég er í Sjómannaskólanum... hvar annars staðar
..Dresi.. says:
sollis
Særún says:
og ertu að læra e-ð sniðugt í iðnó?
..Dresi.. says:
ég er að læra rafeindavirkjun í iðnó
..Dresi.. says:
en finnst þa ekki allveg vera að ganga,
..Dresi.. says:
svo er að velta því fyrir mér að fara í bílsmíði í borgó
..Dresi.. says:
eða eitthvað í þá áttina allavega
Særún says:
já heyrðu það hljómar bara vel
..Dresi.. says:
jájá þa er ekkert svo galið held ég
..Dresi.. says:
en ert þú að læra eitthvað sérstakt í sjómannaskólanum?
Særún says:
já bara að verða sjókona, við erum alltof fáar á þessu skeri
..Dresi.. says:
nohh
..Dresi.. says:
okey
..Dresi.. says:
þa er merkilegt
Særún says:
já mér finnst það
Særún says:
en þetta er erfitt
..Dresi.. says:
trúi því allveg
Særún says:
ertu ekki í prófum núna?
..Dresi.. says:
búinn
..Dresi.. says:
var að klára síðasta í dag
Særún says:
vá heppinn
Særún says:
ég er hálfnuð
..Dresi.. says:
úff
..Dresi.. says:
okey
..Dresi.. says:
hvað áttu mörg eftir?
Særún says:
5
..Dresi.. says:
vá
..Dresi.. says:
ég tók þúst bara 5 próf
Særún says:
nei djók ég á 4 próf eftir
Særún says:
búin með 6
..Dresi.. says:
þa er nú samt
..Dresi.. says:
helviti mikið
Særún says:
já svona er þetta alltaf í Sjómannaskólanum
..Dresi.. says:
jamms
..Dresi.. says:
þa er vist
Særún says:
í fyrra tók ég nú 12 próf þannig að ég er sátt núna
..Dresi.. says:
pfff
..Dresi.. says:
snilld
Særún says:
ertu ekki hress?
..Dresi.. says:
hehe
..Dresi.. says:
jújú
..Dresi.. says:
ég er þa
Særún says:
gott að einhver er það
..Dresi.. says:
hehe
..Dresi.. says:
jamms
..Dresi.. says:
en hvað með þig?
Særún says:
jújú ég er alveg hress miðað við aðstæður, var að koma úr vélstjóraprófi og er svo að fara í fiskiflökunarpróf á morgun
..Dresi.. says:
úff
..Dresi.. says:
okey
..Dresi.. says:
crazy
Særún says:
já, loco
..Dresi.. says:
amms
..Dresi.. says:
en ég held ég þurfi að drífa mig núna, er að fara aðeins útí keflavík
Særún says:
já bara góða ferð, bið að heilsa kalla bjarna ef þú sérð hann á trillunni!
..Dresi.. says:
þakka þér fyrir þa og skila því
..Dresi.. says:
við spjöllum aftur saman seinna
..Dresi.. says:
vonandi
Særún says:
hver veit
..Dresi.. says:
hver veit
..Dresi.. says:
heyrumst seinna
Vá ég finn alveg púkann inní mér engjast af hlátri. Var þetta kannski einum of?
Birt af Særún kl. 14:29 0 tuðituðituð
mánudagur, maí 09, 2005
The Satisfaction of Pronounciation
Since you never gave a damn in the first place
maybe it's time you had the tables turned with grace
cuz in the interest of all involved
I got the problem solved
and the verdict is guilty
man nearly killed me
stepping where you fear to tread
stop, drop and roll, you were dead
from the git-go in Soho.
Big mouth fucker - stupid cocksucker
are you scared of me now?
Then you're dumber than I thought
you haven't been caught
yet but don't fret
always is and never was
you are your own boss.
Foundation made of piss and vinegar.
Yes sir!
Step to me I'll swear ya
think I fear ya?
Bullshit! Just another dumb punk sucking on this tit
And no, you are no Brad Pitt.
Was there any way to break through the noise?
Being mute is a better choice.
Was there anything I said that got you bent?
Was it maybe Arthur fucking Dent?
It's gotta be that way if you want sanity -
literal profanity hit me!
Ekki verð ég líffræðingur, en rappari? Ég býst sterklega við því.
Birt af Særún kl. 17:31 0 tuðituðituð
laugardagur, maí 07, 2005
Síminn
Einu sinni leið ekki sú föstudags- og laugardagsnótt að ég fékk ekki smáskilaboð eða hringingu um miðja nótt frá Bakkusarfólki, stóru sem smáu. Í flestum tilfellum voru það nú biðilsmenn sem drukku í sig kjark til að segja mér að ég væri með svo falleg augu og tóku síðan nærbuxurnar mínar af snúrunni. Það var í 3. og 4. bekk.
Nokkur gömul smáskilaboð sem ég mun seint gleyma:
- Halló ég heiti bjór og er að drekka gísla.
- Koddu á Bradway!
- Með mér heim til mín? ;-) (Gubb hvað ég hata svona broskalla)
- Akkurru sagðiru ekki bless við mig í fyrradag?
Og svona mætti áfram telja og telja og telja. En nú er öldin önnur því nú er þetta bara hætt. Bara hætt. Og er ég glöð? Já ég er glöð. Það er ekkert jafn pirrandi en eitthvað pirrandi um miðja nótt. Þetta var svona svipað eins og að byrja á túr í flugvél, svo óþægilegt og pirrandi var það. Þetta kalla ég nú góða líkingu. Og "loksins" þegar ég fæ svo pirringshringingu eða pirringssmáskilaboð, þá er ég alltaf vakandi. Hentugt, ekki satt? En svo þegar að ég býst við því að fólk sé kannski vakandi og ég hringi í það um nótt, þá er það bara ekkert vakandi og stynur í símann af þreytu þegar það svarar. ,,(Stunistun) Ég er sofandi (Stunistun)" En málið er að þau eru bara að ljúga. Þau eru ekkert sofandi fyrst þau svara í símann og geta sagt að þau séu sofandi. Þetta er bara rugl! Af þessum ástæðum ætti að banna síma.
Birt af Særún kl. 21:13 0 tuðituðituð
fimmtudagur, maí 05, 2005
Kemst ekki yfir það!
Mér finnst svo fyndið að eiga web-cam. Kemst ekki yfir það. Mér finnst líka fyndið að fá web-cam í fermingargjöf. Kemst ekki yfir það. Einnig finnst mér fyndið þegar að mamma var að tuða eitthvað í afa mínum og hann sagði allt í einu: "Agnes, þú ert í ljótum buxum." Kemst ekki yfir það. Það fyndnasta er þó að á morgun mun ég falla í málvísindum. Kemst ekki yfir það. Það allra fyndnasta er þó að pabbi er að rífa niður vegg á húsinu og til að fá ekki ryk í augun notar hann Rossignol skíðagleraugu með teygju. Kemst ekki yfir það. Ég bara kemst ekki yfir neitt.
Birt af Særún kl. 20:33 0 tuðituðituð
miðvikudagur, maí 04, 2005
Nú hlæ ég dátt
því að í staðinn fyrir að læra málvísindi, fór ég að skoða síður hjá bara einhverju fólki og fann þessa mynd á myndasíðu einhvers kalls:
Var mjög lengi að átti mig á því hvar hún var tekin en fékk svo ljósaperu. Hún var tekin á Kaffi Vín á menningarnótt 2004. Og þarna er ég að tala við trommuleikarann í Kimono, hann Kjartan. Og þarna glyttir í Guðnýju! Lítill heimur, lítill heimur.
Birt af Særún kl. 10:47 0 tuðituðituð
mánudagur, maí 02, 2005
Grilligrill!
Hendið nú grillinu út og takið fram grilltangirnar, karlpungarnir ykkar því það er komið sumar. Af því tilefnið er ég hér með nokkrar grilluppskriftir sem ég hef aldrei prófað og vantar tilraunadýr. Gott væri því ef þið gætuð látið mig vita hvernig smakkaðist því ekki ætla ég að reyna að gera þetta sjálf, ég með mína 5 þumalputta.
Grillaðir humarhalar með steinseljupestó og lime
1 stórt steinseljubúnt (helst ítalska steinselju)
2 dl ólífuolíu
1 stórt hvítlauksrif
½ - 1 tsk salt
4 – 6 lime
1 kg humarhalar í skel
Setjið steinseljublöðin í matvinnsluvél, fleygið stilkunum.
Hellið olíunni yfir á meðan vélin er í gangi.
Setjið hvítlauk og salt saman við. Hrærið þar til olían verður að grænu mauki. Klippið langsum eftir skelinni á hverjum humarhala. Skiptið steinseljupestóinu jafnt á milli humarhalanna. Grillið. Kreistið lime-safa yfir rétt áður en borið er fram.
Passar fyrir 4.
Grillaður sítrónulax í álbakka
800 gr. laxaflak, roðflett og beinlaust
smjör
safi úr 1 1/2 sítrónu
4 sítrónusneiðar
1 búnt söxuð steinselja, helst ítölsk (Hún verður bara að vera ítölsk, annars er allt ónýtt)
1 dl rjómi eða sýrður rjómi
½ dl þurrt hvítvín (má sleppa, en auðvitað verður að vera eitthvað fútt í þessu)
salt og pipar
Leggið saman tvo stóra álpappírsrenninga. Smyrjið álpappírinn með smjöri. Leggið laxaflakið á. Skerið flakið í fjóra bita, passið að skera ekki í gegn. Hellið sítrónusafanum yfir og setjið sítrónusneiðarnar í raufarnar þrjár. Sáldrið steinseljunni yfir. Saltið og piprið. Hellið rjóma og víni yfir og lokið álpappírnum þétt. Grillið í 10 – 12 mínútur. Gott með pastasalati og baguette.
Kjúklingabringur fyrir fjóra
4 skinnlausar bringur u.þ.b. 175 gr. hver.
Vafðar með beikoni og grillaðar í 4-5 mínútur á hvorri hlið.
4 bökunarkartöflur, skornar á sex báta, marineraðar á 2-3 klukkustundir og grillaðar í 15 mínútur.
Marinering:
3 dl ólífuolía
salt, 1 tsk, eða eftir smekk
5 hvítlauksrif, smátt söxuð eða rifin.
Ferskt timian, u.þ.b. 3 greinar
Grófmalaður svartur pipar, ¼ - ½ tsk
Borið fram með góðu salati og e.t.v. brauði.
-----
Þar hafið þið það! Einnig væri ágætt að þið mynduð einfaldlega bara bjóða mér í mat svo að ég gæti testað hvort þetta sé nú ekki ætt og svona. Efa það samt ekki því að óvenjumikið munnvatn er að myndast í munninum á mér sem hægt og sígandi lekur niður munnvikið sem síðan lendir ofan í lyklaborðinu. En það gerir ekki til því að nýja Disney-tölvan var að koma í hús sem þýðir bara eitt: nýtt blátt lyklaborð með teiknipenna!
Birt af Særún kl. 18:07 0 tuðituðituð