föstudagur, maí 13, 2005

Allt í þágu vísindanna

Vísindi eru ágæt í hófi. Í gær skelltu undirrituð sér upp í Fjarðarkaup og keypti bönns af vínberjum og opnaði hvítvínsflösku til að toppa herlegheitin. Brátt fékk undirrituð ógeð á vínberjunum (vínber og hvítvín fara illa í mallakút) en vildi ekki láta þau fara til spillis. Hún ákvað því að troða eins mörgum upp í sig eins og hún gat og taldi. Spurningin er því: Hvað náði hún að troða mörgum vínberjum upp í sig? Athugið að vínberin voru frekar lítil og undirrituð er afar munnstór. Sá/sú sem kemst næst hinni réttu tölu, fær vínber í verðlaun og ef til vill afganginn af hvítvíninu líka.



'Troddu þessu upp í þig, litla óféti!'

Engin ummæli: