Kemst ekki yfir það!
Mér finnst svo fyndið að eiga web-cam. Kemst ekki yfir það. Mér finnst líka fyndið að fá web-cam í fermingargjöf. Kemst ekki yfir það. Einnig finnst mér fyndið þegar að mamma var að tuða eitthvað í afa mínum og hann sagði allt í einu: "Agnes, þú ert í ljótum buxum." Kemst ekki yfir það. Það fyndnasta er þó að á morgun mun ég falla í málvísindum. Kemst ekki yfir það. Það allra fyndnasta er þó að pabbi er að rífa niður vegg á húsinu og til að fá ekki ryk í augun notar hann Rossignol skíðagleraugu með teygju. Kemst ekki yfir það. Ég bara kemst ekki yfir neitt.
fimmtudagur, maí 05, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli