laugardagur, maí 07, 2005

Síminn

Einu sinni leið ekki sú föstudags- og laugardagsnótt að ég fékk ekki smáskilaboð eða hringingu um miðja nótt frá Bakkusarfólki, stóru sem smáu. Í flestum tilfellum voru það nú biðilsmenn sem drukku í sig kjark til að segja mér að ég væri með svo falleg augu og tóku síðan nærbuxurnar mínar af snúrunni. Það var í 3. og 4. bekk.
Nokkur gömul smáskilaboð sem ég mun seint gleyma:

- Halló ég heiti bjór og er að drekka gísla.
- Koddu á Bradway!
- Með mér heim til mín? ;-) (Gubb hvað ég hata svona broskalla)
- Akkurru sagðiru ekki bless við mig í fyrradag?

Og svona mætti áfram telja og telja og telja. En nú er öldin önnur því nú er þetta bara hætt. Bara hætt. Og er ég glöð? Já ég er glöð. Það er ekkert jafn pirrandi en eitthvað pirrandi um miðja nótt. Þetta var svona svipað eins og að byrja á túr í flugvél, svo óþægilegt og pirrandi var það. Þetta kalla ég nú góða líkingu. Og "loksins" þegar ég fæ svo pirringshringingu eða pirringssmáskilaboð, þá er ég alltaf vakandi. Hentugt, ekki satt? En svo þegar að ég býst við því að fólk sé kannski vakandi og ég hringi í það um nótt, þá er það bara ekkert vakandi og stynur í símann af þreytu þegar það svarar. ,,(Stunistun) Ég er sofandi (Stunistun)" En málið er að þau eru bara að ljúga. Þau eru ekkert sofandi fyrst þau svara í símann og geta sagt að þau séu sofandi. Þetta er bara rugl! Af þessum ástæðum ætti að banna síma.

Engin ummæli: