þriðjudagur, maí 17, 2005

Latínan tekin í æðri endann!

Engan óæðri enda takk! Jújú þetta gekk, hljóp allavega ekki. Ég var með óþægilegasta skriffæradjöful sem ég hef á ævi minni kynnst. En það er svona að gleyma pennaveskinu sínu. Ég var svo flippuð í prófinu, vissi ekki hvað eitthvað þýddi á einum staðnum og skrifaði: "Og kóngarnir dönsuðu súludans þar til morgunroðinn lék við andlit þeirra." En svo strokaði ég það út. Þá var þetta kannski ekkert svo flippað. Hvað segirðu gott, elsku kallinn minn? Ég hef það fínt í augnablikinu og óska þér hins sama.

Ég er farin að skipta um kló á hárþurrkunni minni. Já þið vissuð ekki að ég gæti það. Svona er eiga rafvirkja sem pabba. Svona er að eiga heima í gömlu húsi með gamaldags innstungu sem kallar gamaldags kló. Neyðin kennir naktri konu að skipta um kló. Það hef ég alltaf sagt.



Uss þetta jaðrar bara við dónaskap!

Engin ummæli: