sunnudagur, maí 22, 2005

Gærdagurinn

Ég bara verð að koma með eina svona ég-vaknaði-og-fór-á-fætur-færslu, jafn leiðinlegar og þær eru. Þá er best að byrja.

Ég vaknaði og fór á fætur. Fór að kaupa stúdentsgjafir handa stúdentafólki. Keypti bókina Moldvarpan sem vissi ekki hver skeit á hausinn á sér. Fór í 2 stúdentaveislur hjá dúxinu og semídúxinu í Flensborg. Auðvitað þekkir maður bara gáfað fólk. Fór svo heim í teiti móður minnar. Þar voru komnar 30 konur gegnvættar vondu víni. Ég og Lotta frænka höfðum smá Júgurvisíon-veðbanka. Þær sem töpuðu þurftu að syngja í sing star og þær sem unnu fengu útvarp. Svo var þeim varpað út. Haha! Sjálf keppti ég við móður Tinnu Marínu ídolstjörnu og burstaði hana! Fullt af vinkonum mömmu komu með ræður og voru þær allar allsvakalegar. Fjölluðu þær aðallega um dykkjuvenjur móður á yngri árum. Komst að því að hún byrjaði að drekka þegar hún var 15 ára. Ég byrjaði 16 og hef ekki hætt síðan. Ég klikkaði alveg á að koma með ræðu en ég samdi ljóð um hana á svona 2 mínútum. Það var nú ljóti kveðskapurinn.

Fyrir 40 árum þú komst í heiminn,
fyrir það vil ég gefa þér geiminn.
Ég elska þig ýkt,
yl þinn og mýkt.
Við faðir minn varstu ei feimin.

Keypti svo handa konunni Marimekko tösku sem er eitthvað sem hana langaði alltaf í. Svo þurftu beljurnar í saumaklúbbnum hennar endilega að gefa henni svaka leðurskinntösku, bara til að toppa mig. Uss. Ég hef aldrei séð móður mína fulla fyrr en nú. Það var svo gaman. Henni þótti svo vænt um alla og allir voru bestu vinir hennar. Um miðnætti togaði Sjöbba frænka mig í eitthvað partí í Árbænum. Man svo ekki hvernig ég komst niður í bæ en hitti Oddnýju og við fórum að tjútta. Þar lenti ég víst í slag við einhverja tussu sem sakaði mig um að hafa stolið nælunni sinni. Ég sagði henni nú bara til syndanna. Vaknaði svo í morgun öll marin og blá. Þá sagði ég "á". En tussan hefur örugglega verið meira marin og meira blá en ég. Jæja best að slútta þessari vitleysu. Ég er farin að veiða stjörnusnakk sem fullu konurnar settu ofan í klóið.

Ef ég hringdi í þig í nótt þá vil ég bara biðjast afsökunar. Afsakið.

Engin ummæli: