Slátturinn er lífið
Ég vinn við að slá, ekki fólk heldur gras. Dagurinn byrjaði vel þar sem ég fékk að vita að ég fæ að vera á Stiga-vél í sumar. Þarf sem sagt að sitja á rassgatinu í allt sumar í gulu vesti. Næs. Og þá kom steypiregn og vatnið óx og óx. Og þá kom haglél og sársaukinn óx og óx. Dagurinn endaði sem sagt illa. Er að vinna með gaur sem er með túrett. Hann slær líka rosalega illa, ekki furða. Hann gefur alltaf frá sér mjög vafasöm hljóð, ekki ósvipuð getnaðarhljóðum dýra. Keypti mér svo geggjað vasaútvarp áðan, Nike, sem ég get fest á upphandlegginn. Nett. Fór á minn fyrsta rótarýklúbbsfund. Þar var á boðstólnum drykkjarjógúrt og kókómjólk. Ég er farin á OgVodafone ævintýranna. Jæja, þeir sem hafa aulahúmor fatta brandarann vonandi.
mánudagur, maí 30, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli