föstudagur, maí 27, 2005

Brummbrumm

Ég fékk að keyra bláan sportbíl í gær. Klappi klapp. Skil nú ekki af hverju í ósköpunum mér var treyst fyrir því því að hann var glænýr. Og nú er bíllinn ónýtur.

Og yfir í nördinn: Þá er hin árlega samkoma Hornleikarafélags Íslands að kveldi komin. Öðru nafni kallast félagið HORNÍS og það af ásettu ráði. Við hornleikararnir erum svo húmormiklir. Og graðir auðvitað. Lög eins og Fönn, fönn, fönn og Adams-fjölskyldan voru spiluð og eftir það voru pezzurnar torgaðar með gráðaosti.

Partýmynd ársins:


Já ég á eftir að sakna 5.A

Engin ummæli: