Fimmtán Lög sem láta þig og mig hugsa
1. Mmmmm - Crash Test Dummies. Þetta lag var uppáhaldslagið mitt í 6. bekk og er það því ennþá. Þegar ég heyri þetta lag, hugsa ég um hvað það var yndislegt að vera í 6. bekk í SPK og ABC við Hamarinn.
2. Space Oddity - David Bowie. Mig langar alltaf svo að fara út í geim þegar ég heyri þetta lag. Veit samt ekki af hverju.
3. Never Known a Girl Like You - Edwin McCain. Þetta er það sem ég kalla typpalag. Af því að söngvarinn er með typpi. Lífstyppi. Svo er þetta bara svo helvíti flott lag.
4. Borgin - Hjálmar. Lætur mig hugsa um það hvernig það hafi verið að vera Bob Marley.
5. A Horse With No Name - America. Það er örugglega ömurlegt að vera nafnlaus hestur.
6. Einshljóðfærissinfóníuhljómsveit - Vilhjálmur Vilhjálmsson. Ég ætla að stofna þannig hljómsveit. Hver vill vera með? haha
7. Two Out Of Three Ain't Bad - Meat Loaf. Minnir mig á jarmandi rollu.
8. Tequila Sunrise - The Eagles. Æi, mig langar bara í tekíla þegar ég heyri þetta lag.
9. Hallelujah - Jeff Buckley. Stunurnar í Jeff í byrjun lagsins eru svo svakalegar.
10. Dry Your Eyes Mate - The Streets. Strákar kunna líka að gráta.
11. The Logical Song - Supertramp. Ég átti einu sinni að hlusta á þetta lag í ensku í 9. bekk og ekki datt mér þá í hug að það myndi vera gerð teknóútgáfa af þessu lagi af þýskum aflituðum leðurmönnum.
12. 74' - 75' - The Connells. Amma mín og afi eru einmitt 74 og 75 ára. Merkilegt.
13. Creep - Radiohead. Minnir mig á að ég get verið algjört kríp stundum. Og vírdó.
14. Maps - Yeah Yeah Yeahs. Ég hata kort. Sérstaklega landakort af því að ég kann ekki að brjóta þau aftur saman.
15. Pretty Fly For A Rabbi - Weird Al Yankovic. Ég var einu sinni með Weird Al æði. Skjótið mig!
sunnudagur, október 31, 2004
fimmtudagur, október 28, 2004
Ég ætla
- að gerast ofurbloggkona.
- að prófa að nota grænakortið sem skilríki á skemmtistöðum. Segi bara að ég sé fædd 24. 11 '04 (1904) og á þeim tíma voru myndavélar óalgengar og þess vegna sé engin mynd af mér. Það hljóta að vera einhverjir loftheiladyraverðir sem gleypa við þessu.
- aldrei aftur að halda matarboð. Ég gerði það um helgina í fyrsta skipti og það var það síðasta. Ég var búin að eyða þónokkuð mörgum krónum í þennan dýrindismat og eftirrétt og svo var bara ekkert borðað af þessu. "Ég borða ekki papriku. Ég er í aðhaldi." BAAAA! Mér er alveg sama! Svo átti að vera smá teiti með áfengi og huggulegheitum en nei, klukkan 11 eftir að hafa sungið öll lögin í SingStar, mér til mikillar mæðu, byrjuðu allir að geispa, náðu sér í teppi og lögðust til hvílu. Nú segi ég stopp: Stopp.
- að gerast smámæltur Þjóðverji. Það verður áhugavert. Ich þþþþþþmieþþþþþe dich auf dem Fenþþþter. (Ég hendi þér út um gluggann)
- að brjóta Abba Greatest Hits diskinn hennar mömmu og líka Papana.
Birt af Særún kl. 15:15 0 tuðituðituð
mánudagur, október 25, 2004
föstudagur, október 22, 2004
Týnda stjarnan
Margir hafa eflaust velt sér fyrir því hvað hafi orðið að leikkonunni Neve Campell. Þeir fáu sem muna ekki eftir henni, þá lék hún í hinum stórfenglegu þáttum Party of Five og í hinni hrollvekjandi trílógíu Scream 1-3. En hér kemur svarið við umveltingum ykkar:
Neve Campell flúði New York borg eftir lélegt gengi Scream 3 og flutti á æskuslóðir til Monitoba-fylkis í Kanada og tók við kalkúnabúi ömmu sinnar sem var í þann mund að deyja úr sífilis. (fut. part.) Þar kynntist hún hinum Vestur-íslenska Jonah Gudmundsson sem varð hennar stoð og stytta í kalkúnaræktinni. Neve býr á búgarðinum ásamt líki ömmu sinnar, tveim gæsarungum (Party og Five) og garðyrkjumanninum Pablo Stravinsky. Óvíst er hvort Neve muni láta sjá sig aftur á hvíta tjaldinu en ég er viss um að enginn sakni hennar. Hún hefur þó látið það frá sér að hugsanlega muni hún gera kvikmynd um þakkargjörðarhátíðina og þá muni hún leika kalkún enda þekki hún þá eins og lófann á sér. Einnig hefur hún skundað í stúdíó og á næstunni munu koma út tvö rapplög með henni og 50 cent: Turkey Hurkey og Thanks for giving me Thanksgiving mofo. Og vissulega bíða allir spenntir eftir þeim smellum. En Neve lifir góðu lífi ásamt kalkúninum sínum, sefur með þá í rúminu sínu og það er bara allt í lagi.
Birt af Særún kl. 15:47 0 tuðituðituð
miðvikudagur, október 20, 2004
Lélegar auglýsingar eru margar
- Natuzzi sófaauglýsingin. Man ekki hvernig textinn er í laginu en hann er bara ömurlegur sem gerir það að verkum að auglýsingin er ömurleg. Selur örugglega fáa sófa sú auglýsing.
- Lazyboy auglýsing í Húsgagnahallarblaði. Þar er mynd af afar föngulegri konu, liggjandi í Latastráksstól MEÐ SÓPRANSAXÓFÓN! Hvað í ósköpunum er konan að gera með sópransaxófón í hægindastól? Er konan alveg spinnigal?
- Einhver tyggjóauglýsing. "Í hvert skipti sem ég fer með læðu, þá förum við alltaf að læðast, hehehehe!" Simmi í Idolinu segir þetta með algjörri perrarödd. Mig langar helst að gubba.
- Popptívíhlunka auglýsingarnar. Það er ekkert gaman að sjá Audda í bangsalíki, stynjandi með lafandi tungu og snertandi vafasama staði.
Eflaust hef ég séð fleiri lélegar auglýsingar en man þær bara ekki í augnablikinu. Ef þið munið eftir fleirum þá megið þið endilega deila þeim.
Birt af Særún kl. 17:19 0 tuðituðituð
þriðjudagur, október 19, 2004
Aegra sum
Ég er sem sagt veik. Málvísindapróf og þýskupróf á morgun en ég gef bara skít í þau. Bílpróf næsta mánudag ef ég verð ein af þeim heppnu og bætist ekki í hóp þeirra sem falla í fyrsta skipti.
Gleymdi að segja frá pöbbarölti helgarinnar á Hveragerði. Fyrst var haldið á Café Kiddu en þar var enginn nema hún æðabera Kidda. Því næst var það Snúllabar. Ég trúi því statt og stöðugt að eigandinn hafi skýrt barinn í höfuðið á kettinum sínum. En þar var trúbador sem kunni ekkert annað en Sódóma og svo festumst ég og Björk inni á klósetti en það var víst aldrei læst. Svo fórum við að lúlla. Reyndar 3 í sama rúmi sem er vafasamt...
Svo vil ég bara segja við fólkið sem var alltaf að pota í mig, hlæja að mér, taka myndir af mér og stíga á ristina á mér á pinnahæl á ballinu að þið megið bara hlaupa á vegg. Sömuleiðis fólkið sem gerir grín af þessari litlu bílferð minni. Þið eruð bara öfundsjúk!
Birt af Særún kl. 19:42 0 tuðituðituð
sunnudagur, október 17, 2004
Vasareiknaglens
Vasareiknar eru skemmtileg tól. En það er ekki einungis hægt að reikna með þeim, heldur einnig er hægt að hlæja að þeim. Hér koma nokkur dæmi sem hægt er að framkvæma með t.d. Casio reiknivélum:
- Pressa 2x á samasemtakkann (=) Þá stendur efst á skjánum: AnsAns
- Pressa á "svigi opnast" takkann, síðan á kommutakkann. Síðan á "svigi lokast" og endurtaka undanfarandi rullu. Þá kemur þetta: (.)(.) Þá ertu kominn með þessar fínu júllur til að dást að; þér að kostnaðarlausu.
- Pressa á "svigi opnast" og síðan á sinnummerkið x. Loka sviganum með "svigi lokast." Þá er útkoman (x) Og nú hefurðu beygjandi rassgat til að horfa á, daginn út og daginn inn.
- Svo þessi klassíski. Pressa á 170.55378. Svo einfaldlega snýrðu reiknivélinni 180° og þá hefurðu orðin Bless Óli. Góð kveðja ef þú þekkir einhvern Óla. Ég þekki nú bara leiðinlegan Óla þannig að ég þarf alveg örugglega ekki að nota þessa kveðju á næstunni.
Stærðfræði getur nefnilega líka verið skemmtileg krakkar.
Birt af Særún kl. 15:23 0 tuðituðituð
miðvikudagur, október 13, 2004
Á næstunni
er árshátíðin langþráða auðvitað. Það heillar mikið að drekka einhvern viðbjóð og vera útúrrugluð á ballinu. En bjór, Woodys og tequila í blandara heillar meira. Ég mæli með því að fólk taki mig á háhest á ballinu. Ég verð nefnilega í snípsíðu pilsi og í engum nærfötum. Er að spara mömmu þvottinn sko. Og eins gott að þetta er haldið í SÚLNAsalnum. Ég er búin að vera að æfa dansa alveg í mánuð núna. Er náttúrulega komin á samning hjá Goldfinger eins og allir karlkynskennarar skólans ættu að vita nú þegar. Ég er bara orðin blaut, ég hlakka svo til.
Föstudagsmorguninn verður án efa slæmur því ég lofaði víst systur minni að fara með henni og kaupa buxur á hana. Vonandi er nóg af ruslatunnum í Kringlunni til að æla í.
Svo um nónið brumma ég á eitthvað hótel og mun eiga þar sælustundir með Jóni. Með öðrum orðum þá er ég að fara í æfingabúðir. One time in band camp..., já haha ég hef heyrt þennan áður. Þetta verður feitt fyllerí eins og alltaf í öllum ferðum þessarar sveitar og verður slummað upp í alla munna og öll göt. Handrið! Svo verður auðvitað "Ég hef aldrei..." tekinn á þetta eins og alltaf en við komumst alltaf að einhverju nýju í hvert skipti. Og auðvitað verður partýskrúðgangan víðfræga og verður hún nú á Hveragerði. Ég mæli með að þeir sem eiga leið hjá, kíki og sjái ælandi hausa í túbum og graða trompetleikara með njálg. Og hver segir að lúðrasveitir samanstandi einungis af nördum? Við kunnum sko að skemmta okkur!
Ábyrgðarmaður: Jólasveinninn
Lag dagsins
Goldie Looking Chains - Guns Don't Kill People, Rappers Do
Birt af Særún kl. 19:21 0 tuðituðituð
þriðjudagur, október 12, 2004
Kvikmyndagetraun
Í hvaða kvikmynd voru þessi orð sögð?
"Ég viliggi láta þvinga mig til neins!"
Glæsileg verðlaun í boði, því get ég ei neitað.
Birt af Særún kl. 19:42 0 tuðituðituð
sunnudagur, október 10, 2004
Ég ætti að vera að gera eitthvað gáfulegt núna eins og að t.d. læra undir Ljóðamálapróf. En nei. Í staðinn ætla ég að gera lista yfir allt það sem ég ætla að gera:
Ég ætla að prófa eitt: að borða ekki eða drekka í heila viku.
Ég ætla að hætta að tjá mig. Bæla allt inni í mér og ekki segja sálu frá neinu sem er að gerast hjá mér. Það ætti að þagga niður í þessum kjaftakellingum.
Ég ætla að kaupa mér bananasíma. Þá get ég sungið Ring ring ring ring ring ring ring bananaphone, og virkilega meint það.
Ég ætla að hætta að skrifa. Leggja bara allt á minnið í staðinn. Skrifa það bak við eyrað í öðrum orðum.
Ég ætla að hætta að ganga í nærfötum. Sparar mömmu örugglega heilmikinn þvott.
Ég ætla að byrja að dýrka guðinn Ammahalla sem er guð ölmusunnar. Bráðum munið þið því sjá róna og geðveika í fötunum mínum.
Ég ætla að útskúfa allt fólk sem hefur gert mér eitthvað illt í lífinu. Fyrirgefning er svo sannarlega ekki til í mínum orðaforða.
Ég ætla að labba í skólann í framtíðinni. Ég hef bara gott af því og svo sparar það pening og pláss í strætó.
Ég ætla að hætta að skrifa þennan lista og reyna að gera eitthvað af ofantöldu.
Birt af Særún kl. 21:15 0 tuðituðituð
laugardagur, október 09, 2004
Guðný beit af mér hárlokk í gær. En það var nú óvart.
Ræðulið vessló vann 30.000 kr. gjafabréf á Hereford fyrir "sigurinn" í gær. Það er greinilegt að einhver svaf hjá öllum dómurunum á þeim bæ. En ef þau koma á Hereford í kvöld, ætla ég að missa matinn ÓVART yfir þau eða pissa á eftirréttinn þeirra. Annaðhvort. Hohoho.
Birt af Særún kl. 14:01 0 tuðituðituð
fimmtudagur, október 07, 2004
Njála pjála
Í dag fór ég á Njáluslóðir og skemmti mér konunglega í góðra manna yfirlæti. Rúllaði mér niður brekku í Odda í lopapeysu og var gangandi mosi eftir það. Sagði einnig afar lélega sögu:
"Þegar ég var lítil, sagði mamma alltaf þegar eitthvað gerðist: Og hvað gera bændur í því? Ég svaraði því alltaf bara: Nú, þeir raka og þeir slá." En ég heyrði líka lélega sögu: "Pabbi kærasta míns fer oft á 4 fætur, setur á sig gæru og leikur hest þegar að börn koma í heimsókn." Þetta var nú bara smá útúrdúr. Fjölnir Þorgeirs, folinn mikli, sást víst í sjoppunni sem við vorum í á Hvolsvelli en ég missti af honum, því miður. En ég hef nú farið með honum í reiðtúr og reynið að toppa það! Kakóið góða í Thermos brúsanum klikkaði ekki sem fyrri daginn. Lag dagsins var án efa Ringringringringring Bananaphone. Ég er greinilega með sanna partýblöðru því ég gat haldið í mér frá Hvolsvelli og heim.
Og í tilefni þess að komið er nýtt og betra kommentakerfi, þá eiga ALLIR að kommenta. Jei!
Partýblaðra
Birt af Særún kl. 20:03 0 tuðituðituð
miðvikudagur, október 06, 2004
Haloscan commenting and trackback have been added to this blog.
Birt af Særún kl. 19:10 12 tuðituðituð
Ég var að koma úr toppaklippingu og mig langar helst að skjóta kellinguna sem gerði mér þetta. Ég mun ekki fara út úr húsi hvað sem hver segir á næstu dögum. Á endanum verð ég þó að gera það og þá með hatt. Ég missti meira að segja af tónheyrnartíma af því að ég varð bara að fara heim og grenja úr mér augun og það er ég búin að gera. Loksins náði ég að róa mig niður en svo lít ég aftur í spegilinn og þá kemur sprengjan. Dettifoss má fara að vara sig. Ég er líka á þeim tíma mánaðarins og hormónaflæðið er að killa mig hérna. Og núna er ég að hlusta á Mmmmmm með Crash Test Dummies en það er einmitt á plötu vikunnar. Ef ég vil gráta, þá hlusta ég á það. Já, Særún kann sko að gráta, skammast sín ekki fyrir það og mælir með því.
Birt af Særún kl. 18:53 0 tuðituðituð
mánudagur, október 04, 2004
Júsless informeisjon
- Samkvæmt Fréttablaðinu er Þorgerður Katrín menntamálaráðherra, 68 ára í dag.
- Samkvæmt Fréttablaðinu er Jóhanna Sigurðardóttir, samkynhneigð alþingiskona, 62 ára í dag.
- Það er stelpa að vinna með mér sem heitir Hneta.
- Ef allar manneskjur heimsins væru settar á risastóra vogarskál og allir termítar heimsins hinum megin, myndu termítarnir vera þyngri.
- Ég er að fara á kaffinámskeið á morgun.
- Núna kann ég að nudda eins og pró eftir vinnupartýið skemmtilega.
- Ég fór á viðbjóðslegasta skemmtistað sem ég hef augum litið - Boomkikker. Öllum klósettsetinum hafði greinilega verið stolið.
- Um helgina hitti ég 4 ítalska ameríkana sem voru að leita að hokkíleikurum á Íslandi. Þeir hefðu fyrst átt að horfa á Mighty Ducks 2 og þá hefðu þeir pottþétt skipt um skoðun.
Birt af Særún kl. 19:02 0 tuðituðituð
föstudagur, október 01, 2004
Wahnsinnig zu machen!
Vinna í kvöld og svo klám- og kúngfúpartý hjá 5.A. Þar verður horft á kúngfúmynd og svo fyrstu klámmyndina sem var búin til og heitir hún Deepthroat. Ég held samt að elsta klámmyndin hafi verið gerð ca. árið 1920 og verið í anda Chaplin. Væntanlega var hún þá svart-hvít og þögul. Síðan á meðan að allt er á fullu og korselettin og kúluhattarnir hreinlega fjúka af, þá kemur textaspjald sem á stendur: STUNUR! Ég væri alveg til í að sjá þá mynd og gaman væri að vita ef hún er virkilega til. En þetta verður rosaleg samkunda, því get ég lofað. Og hver veit nema að allir fari í kúngfú og myndi svo sveitta orgíu eftir á.
Annað kvöld er svo vinna og staffapartý. Mitt fyrsta staffapartý! Þá verður bjór fljótandi um öll gólf og allir tjá tilfinngar sínar um starfsfélaga sína. Oh ég hlakka drullumikið til.
Birt af Særún kl. 16:49 0 tuðituðituð