Komdu með mér í gamlárspartí
Nei djók. ÞÉR ER EKKI BOÐIÐ! Ji ég tek bara hvern slagarann á fætur öðrum. Núna er árið bara að verða búið og mér finnst bara eins og að það hafi foookið í burtu á hraða ljóssins til tunglsins og til baka. Sem er bara gott því það sem er skemmtilegt það líður svo hratt. Ég ætla nú ekkert að gerast sentimental og þakka öllum fyrir frábært ár en ég geri það nú samt. Svo á nýju ári kemur "2006 bloggið" og mun ég veita fólki, atburðum, fyrirbærum og öðrum velunnurum verðlaun af betri endanum.
Síðastliðnu dagar: Þeir fáu sem hafa áhuga á að vita hvað ég hef verið að gera þessa síðastliðnu viku geta lesið áfram. Hinir mega baka pönnukökur.
- á jóladag gerði ég uppstúf í vinnunni.
- ég þorði samt ekki að smakka hann sjálf.
- ég komst að því að ég og föðursystir mín erum með alveg eins tær.
- rugludallurinn mamma tók eftir því.
- HALLÓ!
- rölti í ríkið annan í jólum.
- kom að luktum dyrum.
- þegar heim var komið var bara hlegið að mér.
- fór að tjútta á annan í jólum á Sólon af öllum stöðum.
- þar elti ljósmyndari pose.is mig á röndum.
- einhver gaur var að hössla mig en þegar hann spurði mig í 3ja skiptið hvað ég héti þá ákvað ég að hann væri of fullur.
- ég var næstum því búin að kýla gaur í pulsuröðinni á Lækjartorgi því hann var alltaf að vaða í klofið á mér til að komast fram fyrir mig.
- ég ýtti aðeins við honum og öskraði vel valin orð á hann og þá klappaði fólkið í röðinni fyrir mér.
- það var ágætis tilfinning.
- svo lenti ég aftur í útistöðum við stelpu á túr í leigubílaröðinni.
- ég náði þó að róa hana niður með því að syngja fyrir hana. Nei djók.
- svo fór ég bara á bönns af næturvöktum
- eftir það spilaði ég á tónleikum og það var troðið út úr dyrum.
- alveg 20 manns mættu...
- svo var pizzupartí hjá mér.
- síðan álpaðist smá lið niður í bæ.
- sveittur dans var stiginn í gufubaðinu á Ellefunni.
- þó var enginn ber að ofan og engum buxum var kastað út um gluggann enda var enginn gluggi opinn.
- ég varð svolítið fúl en bara smá.
- svo ef ég hitti fólk sem ég var ekki búin að hitta lengi og það spurði mig hvað ég væri að gera þessa dagana, sagði ég af einhverjum ástæðum að ég væri að vinna á tannlæknaskrifstofu.
- fólki fannst það gjöðveikt.
- svo svaf ég til þrjú í gær og fór svo í bæinn með stelpunum á koffíhás.
- þar var ég mikið að pæla í því hvernig hægt er að 'álpast í bæinn'. Er maður bara eitthvað að labba og svo bara: "Nei, er ég bara komin/n í bæinn?"
- nei maður spyr sig!
- síðan 'álpaðist' ég á Eyrarbakka. Ekki spyrja af hverju.
- síðan fórum ég og Björk í bíó með Gretu og Garðari á Happy Feet.
- það átti nú að verða 6.A-hittingur en alltaf sama gamla óskipulagið á fókinu.
- ég hef ákveðið að eignast mörgæsarunga. Getnaður hefur þegar átt sér stað með manni í kjólfötum. Haha.
- jæja, þá var brummað í bæinn og á einu ölhúsinu var farið á allsvakalegt trúnó sem við höfðum bara allar gott af held ég.
- við sátum á aðal partíborðinu enda flykktist karlpeningurinn að okkur í massavís. Massaís. Reyndar bara gamlir og góðir MRingar en þeir eru skárri en ekki neitt...
- síðan fengum ég og Greta þessa miklu þörf fyrir að dansa á hnakkastað við ólgandi tóna Justins nokkurs Timberlake við lítinn fögnuð hinna sem flugu út á öðrum fæti með rófuna undir handarkrikanum.
- og núna sit ég í vinnunni eftir klukkutíma svefn og verð hér föst til kl. 6 og þá verður bara hoppað beint í humarinn og fíneríið.
- partí hjá DJ Sóley og Eika Boss í kvöld og þar mun gleðin taka við völd.
- ég er alveg búin að gera slatta síðastliðnu daga....
Gleðilegt nýtt ár börnin góð og takk fyrir það gamla. Áramótaheit eru fyrir aumingja eins og svefn.
Ps. Dissum skaupið, dettum íða. Drögum um hvor fær að ríða!
sunnudagur, desember 31, 2006
mánudagur, desember 25, 2006
Jólabloggið mikla
Ógeðslega mikið gleið jól krakkar mínir. Ekki fullorðna fólkið. Hérna kemur jólasagan mín fín.
Á Þoddlák var nú mikið húllumhæ. Ég vann til kl. 8 og skaust svo beint til ömmu og afa til að fara með familíunni á Laugarveginn. Einnig var þar litla systir pabba sem kom alla leið frá Norge með 4 börn sín. Alltaf gaman að hitta Hófý frænku. Við vorum þarna 10 saman að labba í þessari þvögu þannig að maður var alltaf að týna öllum. Það endaði svo á því að ég og Jóney frænka sem er að læra lækninn í Ungverjalandi, hoppuðum inn á Dillon á Brain Police og Dr. Spock tónleika. Vitaskuld fengum við okkur nokkra öllara. Ekki annað hægt þegar Óttar Proppé kemur við sögu með bleikan pimphatt á kolli. Þar hitti ég líka yndið hana Þuru sem var bara megahress, nýkomin frá Barcelona. Síðan kom Oddný elskan mín í djammgammósíunum og við fengum okkur skot í boði ógeðslegs sjómanns sem ég man ekki hvað heitir. En hann átti nóg af peningum sem hann vissi ekkert hvað hann átti að gera við þannig að auðvitað hjálpuðum við honum að eyða smá. Það eru nú jólin. Svo kom Helga og meira var drukkið. Skelltum okkur á Hverfizzzz (mitt annað heimili) með sjóaranum og vinum hans en þar flúðum við mennina enda ekkert annað hægt í stöðu sem þessarri. Stelpurnar héldu áfram að djamma en ég kíkti í heimsókn og var þar laaaangt fram á nótt.
Upp rann aðfangadagur, grár en fagur. Hinn árlegi jólagjafarúntur fjölskyldunnar var í aðsigi og auðvitað varð maður að fara í sparifötin fyrir það. Pabbi fékk svo kaffi og koníak á öllum vígstöðvum enda er það orðið að jólahefð. Krúsi páfagaukur fékk sér svo smá sundsprett í glasinu hans pabba heima hjá Lottu frænku og sagði okkur frá partíi í 30 vindstigum (hann talar/bullar). Ég heyrði líka mjög skemmtilega sögu en Guðný frænka mín fór í lúgusjoppu um daginn og bað um kakó en það var ekki til. Þá bað hún um swiss mocca en fékk í staðinn sex smokka. Hahaha. Týpískt eitthvað sem ég myndi gera ef ég væri að vinna í lúgusjoppu... Síðan var haldið heim á leið eftir rífandi brandara Geira frænda (sem ég kalla núna Hvítlauks-Geira) og haldið þið að ég hafi ekki þurft að keyra heim. Mamma fékk sér Baily's og pabbi enn meira koníak. Iss. Ég fór í sparifötin en ekki í fína jólakjólinn sem ég keypti mér um daginn. Hann var eyðilagður á Broadway eftir mikið traðk á baki Særúnar. Tölum ekki meira um það. Allt liðið kom og höfum við aldrei verið svona mörg heima á aðfangadag. 12 manns þakka þér. Humarsúpan var bara snilld og hambóinn ekki síðri. Við vorum svo mörg að við þurftum að opna pakkana í kjallaranum og vera með 2 jólatré. Lúxus. Ég held að ég kunni bara ágætlega mikið í norsku eftir þetta kvöld. Setningar eins og: "Nu slutter du!" og "Du er en torsk!" óma í höfðinu á mér og eiga eftir að gera það lengi. Jæja, pakkarnir voru uppurnir um ellefu leytið og þá var það ísinn. Það voru tveir ísar og í sitthvorum ísnum var ein mandla. Ég fékk ekki neina möndlu. O. Þetta kemur næstu jól. En ég fékk bara snilldar gjafir þessi jól eins og bara öll jól. Náttföt sem ekki slæmt og svo fullt af fötum, húfu og vettlinga, skartgripi, veski (enda er Hello Kitty veskið mitt ekki lengur hvítt heldur brúnt...) og bara föllt af dóti. Og já, fullt af ástardóti. Upplásinn I love you - púði, 200 hjartalímmiðar og blikkandi ástarteningur. Er einhver að reyna að segja mér eitthvað? Haaa...
Takk fyrir mig ef einhver sem gaf mér eitthvað er að lesa. Je.
Og núna er jóladagur og ég mætti í vinnuna kl. 9 að morgni til sem ætti að vera bannað samkvæmt lögum. Ég mætti einum bíl á leiðinni í Garðabæ skiluru. Allir sofandi nema ég. En ég er búin kl. 6 þannig að ég hoppa bara beint í hangiketið hjá ömmu. Svo er pælingin að djamma eitthvað á morgun. Er einhver geim?
Ég kveð á þessum jóladegi og vona að þið hafið það tússugott yfir jólin og bólin.
Kossar og knús frá Særúnu jólamús.
Birt af Særún kl. 11:36 0 tuðituðituð
miðvikudagur, desember 20, 2006
Það er draumur að vera dáti
Nei kannski ekki. En mig dreymdi afar skondinn draum um daginn. Það gerist nú ekki oft þessa dagana að ég man eftir mínum sveittu blautu draumum en þessum get ég aldrei og mun aldrei gleyma. En ég ætla nú samt að skrifa hann hérna svona just in case.
Hann byrjaði á því að ég átti heima á Ægissíðunni en Ægissíðan var orðin að hitabeltisströnd. Það var prófatími og allir sátu sveittir inni við að læra nema ég af því að ég var ekki í skóla. Þess vegna svaf ég úti í árabát sem var upp á pallbíl og þess vegna sá ég alltaf alla sitja yfir bókunum heima hjá sér og megnið af þessum krökkum eru krakkar sem voru með mér í MR. Svo allt í einu á meðan ég er sofandi í árabátnum koma tveir krakkar og bara: "Hey Særún! Prófin eru búin. Höldum strandpartí!" Svo kemur einn gaur og hendir árabátnum út á strönd (með svona útlanda sandi) og ofan í sjó. Það vill svo skemmtilega til að bátnum hvolfir með sænginni og öllu en það var allt í lagi því ég var í bikiníinu innan undir náttfötunum. Svo tek ég upp á því að hoppa á gaurinn sem ýtti bátnum, tek hann úr takkaskó sem hann var í og fer að lemja hann í andlitið með sólanum. Öllum fannst þetta bara rosalega fyndið og svona: "Hún Særún er svo fyndin!" Strákurinn fær svo svona takkaför á andlitið og allir skellihlæja. Síðan vaknaði ég af ljúfum draumi við leikskólakrakka sem organdi byrjuðu að lemja á rúðuna mína. Daglegt brauð.
Ég fékk alveg yndislega og dýra hugmynd í gær. Ég var að fara í strætó í þessu fokkíng veðri og hugsaði með mér: "Ég ætla að kaupa mér bíl." Gat ekki losnað við þessa hugmynd og spurði mömmu þegar ég kom heim hvað henni fyndist nú um þetta. Hún var nú ekki sátt og byrjaði að telja upp alla þá ókosti sem fylgja því að eiga bíl... peningar. Ég sagðist því bara ætla að tala við pabba og hann tók heldur betur vel í þetta og við fórum strax að skoða. Komumst að því að það er best að splæsa á Yaris enda rosalega sætur bíll. Jáh bara eins og ég! En ég er ekkert að flýta mér enda ætti ég að lifa af nokkrar strætóferðir í viku þar sem ég lifði af að fara í skólann á hverjum degi með þessu apparati í 4 ár. Sjáum til þegar ég vil og skil.
Set svo inn partímyndir á myndasíðuna þegar ég nenni.
Birt af Særún kl. 13:25 0 tuðituðituð
laugardagur, desember 16, 2006
Þar sem
ich hier sitze und trinke Weihnachtsbier und warte auf das Party, soll ich ein altes Ding publishere. Eine Namewitze, dass ich schrieb, da ich 16 Jahre alt war. Ja. Hier ist die:
Bill Gates: Billi Geit
Bill Clinton: Billi Klín-tonn
Bruce Springsteen: Brúsi Sprengjusteinn
Chris O’Donnel: Kriss Ó-Dolla
Chris Rock: Kriss Rokkur
George Clooney: Georg Klón
James Cameron: Djeims Kameljón
John Travolta: Jón Tveggja-volta
Kofi Annan: Koffín Anna
Olivia Newton-John: Ólavía Nítján-Tonn
Robert DeNiro: Róbert Nýra
René Zellwegger: René Segulveggur
Robert Townsend: Róbert Tása
Fransic Ford Coppola: Frekar fer ég á kopp Óla
Michael Douglas: Mikael dó í glasi
Catherine Zeta Jones: Kötturinn situr á Jóni
Ich war sehr witzig in den alten Tagen ja. Jetzt muss ich in die Toilette gehen. Hat mich jemand verstanden?
Mein Haar ist blonde. Alle in dem Haus sind fritzig!
Birt af Særún kl. 22:46 0 tuðituðituð
fimmtudagur, desember 14, 2006
Jólasaga í bundnu máli
Saga þessi er hundrað prósent sönn
auga fyrir auga og tönn fyrir tönn.
Fjölskylda á Hálfvitastígnum býr
með afa sem er eilítið hýr.
Jólin oft hjá þeim skrautleg eru
og einkennast mikið af holdi beru.
Nú aðfangadagur upp er runninn
og hamborgarhryggurinn strax er brunninn.
“Hlaupt’ út í búð og kauptu brauð,
svo við endum ekki undir jólatrénu dauð!”
Sonurinn út á brókunum fer
svo bremsufarið öll gatan sér.
Strákurinn gleymdi í bomsur að fara
enda á hann engar – alltaf að spara.
Engin búð þetta kvöld opin er
en drengurinn finnur á götunni ger.
Hyggst hann fyrir móður brauð baka
svo úr verði dýrindis jólakaka.
Hann kemur heim með gerið glaður
svo heimilið verður ágætis staður.
Hann byrjar að baka og brúnköku mallar
þó á henni sjáist margir gallar.
Fjölskyldan á kökunni smakkar
og horfa gráðug undir tré – “Pakkar!”
Þau rífast og tætast og tréð niður fella
og öskra á mömmu: “Þú ert mella!”
Sonurinn horfir á ættingja stjarfur
og verður eins og hinn versti larfur.
Hann flýr beint út og fær sér smók,
smakkar á gerinu, “þett’ er kók!”
Drengnum sá varð um og ó
og hló og hló og hló uns hann dó.
Inni var fjölskyldan pakka að tæta
og foreldrar eðluðust milli sæta.
Systirin sléttujárni í vegginn kastar
og afi ákaft der Führer lastar.
Á svölunum sonurinn ennþá liggur
eins og sólbrunninn hamborgarhryggur.
Jólin á Hálfvitastígnum ónýt eru
enda sást lítið sem ekkert af holdi beru.
Ekki allir komnir í jólaskapið? Greinilegt að ég er komin í það. Allir bora í nefið á jólunum eins og ég:
Birt af Særún kl. 13:02 0 tuðituðituð
föstudagur, desember 08, 2006
Var að koma af jólahlaðborði með vinnunni á fyrrverandi vinnunni. Flókið? Fór á Hereford, minn gamla vinnustað með ellismellunum sem vinna á sambýlinu. Allt unga fólkið í prófum þannig að ég sat uppi með krumpufésin. Munurinn á mér og elsta voru sirka 50 ár. Reikniði nú. Svo gat ég lítið borðað. Hef komist að því að mín matarlyst fer eftir skapi. Áðan var ég til dæmis voða leið og niðursneidd/lút (förum ekkert út í smáatriðin) og þá gat ég ekki borðað neitt. Ef ég er reið þá borða ég rosalega mikið. Ég get því greinilega ekki gert eins og í bíómyndunum; fengið mér ís beint úr dollunni (þennan dýra) þegar mig langar til að grenja úr mér augun. Eða borðað hnetusmjör með Oreo-kexi. Eða hellt í mig hnetu emmogemmi eins og í Nutty Professor. Sem er ágætt held ég bara. Fékk mér smá lax í forrétt og kúfyllti diskinn af kjöti og gúmmelaði í aðalrétt en gat pínt í mig svona 1/3 af disknum. Eftirréttinn var ómögulegt að innbyrða. Þetta var því hálfgerð peningasóun og fýluferð. Nei þetta var ágætt. Ekki oft sem ég fer á jólahlaðborð. Bara aldrei. En ég lærði þó galdrabragð sem inniheldur rauðvínsglas, tannstöngul, skeið og gaffal. Ógeðslega var það kúl. Þið pikkið í mig og ég sýni. En ég þarf greinilega að stúdera tengsl skapsveiflna minna og matarlystar.
Og yfir í eitthvað skemmtilegt. Við gimpin á Hverfisgötunni eigum okkur uppáhaldsþátt. Þátt þar sem allir setjast niður saman, gleyma sorgum og sútum og hlæja. Búbbarnir. Þeir eru Búbbarnir. Búbbabúbba. Búbbabúbba. Já mörgum finnst þetta nú þunnur þáttur en ekki okkur. Við erum sammála að mafíósasjónvarpsstjórinn sé bestur og á eftir honum endurnar á tjörninni. Hér kemur uppáhaldsbrandarinn minn með þeim:
Önd 1: "Hvernig ertu?"
Önd 2: "Svipuð. En þú?"
Ö 1: "Svipuð. Varstu búin að frétta með Andrés önd?"
Ö 2: "Nei hvað?"
Ö1: "Hann hélt fram hjá Andrésínu."
Ö2: "Gvöð, hvað gerðist?"
Ö1: "Hann fór á gæs."
Ö1 og Ö2: "Ahahahaha!"
Óborganlegt.
Jæja, núna er ég á næturvakt nr. 2 af 5 og ég er farin að horfa á Dante's Peak og ætla að gæða mér á tjöbbatjöbbs sleikjónum sem ég splæsti á mig áðan. Svo kannski skrifa á nokkur jólakort fyrir gömlu konuna.
Birt af Særún kl. 23:44 0 tuðituðituð
þriðjudagur, desember 05, 2006
Böööö
Mér leiðist. Fór til fökkíng tönnsu í dag. Og vá hvað hún spilar alltaf leiðinlega músík. Gerði við einhverja skemmd og boraði ofan í glerunginn og deyfði mig ekki. Langaði bara að klóra augun úr kellu. Og þetta var ekkert ódýrt. 11.000 kall!! Hefði frekar farið á svona sadó... masó... svipu... dæmi og borgað fáklæddum stæltum mönnum fyrir að lemja mig í bossann. Ef ég fílaði þannig það er að segja. Þori bara ekki að kíkja á heimabankann minn. Sérstaklega ekki eftir helgina. Fór í svona ég-skal-bara-splæsa-af-því-að-ég-á-pening-fílinginn. Er ekki til eitthvað lyf við þessu? Vona það. En allavega, þá á ég erfitt með að borða og er að drepast í kjaftinum. Æi blabla þegiðu Særún.
Yfir í aðra sálma. Ég er að prófa að safna nöglum. Eitthvað sem ég hef aldrei getað. Ákvað þetta þegar ég keypti mér svona French Manicure sett í London. Testaði það í dag og af því að ég er með 7 þumalputta gekk það ekkert svakalega vel. Sé hvernig gengur. Spurning hvort ég eigi ekki eftir að klóra einhvern til blóðs. Eða augu úr brjáluðum tannlæknum.
Haha. Verð að segja eitt ógeðslega fyndið og svo skal ég hætta. Ég var að spila með einhverjum kór á sunnudaginn. Kórstjórinn var tékkneskur, já og stór hluti hljómsveitarinnar líka. Hann talar samt alveg ágæta íslensku og allt það. Svo gerði ég fullt af villum og svona þannig að ég ætlaði bara að laumast út svo að hann þyrfti ekki að tala við mig. Það var að takast þangað til að ég heyrði öskrað á eftir mér: "Horní! Horní!" Vitaskuld sneri mín sér strax við enda að drepast úr greddu. Nei segi svona. Æi mér finnst þetta bara svo fyndið. Ég er kannski ein um það. Held samt að verkjalyfin séu að tala núna þannig að ég ætla bara að slútta þessu. Já.
Birt af Særún kl. 21:44 0 tuðituðituð
sunnudagur, desember 03, 2006
Birt af Særún kl. 14:36 0 tuðituðituð
laugardagur, desember 02, 2006
Dresskódið í afmælispartýið mitt á morgun. Je! Segir enginn nei við þessu skal ég ykkur segja. En ef þér hefur ekki verið boðið í teitina þá ertu bara ekki þess verðug/ur að vera boðin/n. Nei djók. Þú ert örugglega ágætis náungi/náunga. Ég bið ykkur bara vel að lifa og svo læt ég í mér heyra eftir partýið til að segja allar svæsnu sögurnar. Það sem gerist í Særúnarpartýi, verður ekki kyrrt í Særúnarpartýi. Hahaha. Það er svo langt síðan ég hef haldið almennilega teiti að ég á bara örugglega eftir að missa mig. Verð geðveikt æst bara. Sjáum til. Bless kornfleggs!
Birt af Særún kl. 00:16 0 tuðituðituð