Komdu með mér í gamlárspartí
Nei djók. ÞÉR ER EKKI BOÐIÐ! Ji ég tek bara hvern slagarann á fætur öðrum. Núna er árið bara að verða búið og mér finnst bara eins og að það hafi foookið í burtu á hraða ljóssins til tunglsins og til baka. Sem er bara gott því það sem er skemmtilegt það líður svo hratt. Ég ætla nú ekkert að gerast sentimental og þakka öllum fyrir frábært ár en ég geri það nú samt. Svo á nýju ári kemur "2006 bloggið" og mun ég veita fólki, atburðum, fyrirbærum og öðrum velunnurum verðlaun af betri endanum.
Síðastliðnu dagar: Þeir fáu sem hafa áhuga á að vita hvað ég hef verið að gera þessa síðastliðnu viku geta lesið áfram. Hinir mega baka pönnukökur.
- á jóladag gerði ég uppstúf í vinnunni.
- ég þorði samt ekki að smakka hann sjálf.
- ég komst að því að ég og föðursystir mín erum með alveg eins tær.
- rugludallurinn mamma tók eftir því.
- HALLÓ!
- rölti í ríkið annan í jólum.
- kom að luktum dyrum.
- þegar heim var komið var bara hlegið að mér.
- fór að tjútta á annan í jólum á Sólon af öllum stöðum.
- þar elti ljósmyndari pose.is mig á röndum.
- einhver gaur var að hössla mig en þegar hann spurði mig í 3ja skiptið hvað ég héti þá ákvað ég að hann væri of fullur.
- ég var næstum því búin að kýla gaur í pulsuröðinni á Lækjartorgi því hann var alltaf að vaða í klofið á mér til að komast fram fyrir mig.
- ég ýtti aðeins við honum og öskraði vel valin orð á hann og þá klappaði fólkið í röðinni fyrir mér.
- það var ágætis tilfinning.
- svo lenti ég aftur í útistöðum við stelpu á túr í leigubílaröðinni.
- ég náði þó að róa hana niður með því að syngja fyrir hana. Nei djók.
- svo fór ég bara á bönns af næturvöktum
- eftir það spilaði ég á tónleikum og það var troðið út úr dyrum.
- alveg 20 manns mættu...
- svo var pizzupartí hjá mér.
- síðan álpaðist smá lið niður í bæ.
- sveittur dans var stiginn í gufubaðinu á Ellefunni.
- þó var enginn ber að ofan og engum buxum var kastað út um gluggann enda var enginn gluggi opinn.
- ég varð svolítið fúl en bara smá.
- svo ef ég hitti fólk sem ég var ekki búin að hitta lengi og það spurði mig hvað ég væri að gera þessa dagana, sagði ég af einhverjum ástæðum að ég væri að vinna á tannlæknaskrifstofu.
- fólki fannst það gjöðveikt.
- svo svaf ég til þrjú í gær og fór svo í bæinn með stelpunum á koffíhás.
- þar var ég mikið að pæla í því hvernig hægt er að 'álpast í bæinn'. Er maður bara eitthvað að labba og svo bara: "Nei, er ég bara komin/n í bæinn?"
- nei maður spyr sig!
- síðan 'álpaðist' ég á Eyrarbakka. Ekki spyrja af hverju.
- síðan fórum ég og Björk í bíó með Gretu og Garðari á Happy Feet.
- það átti nú að verða 6.A-hittingur en alltaf sama gamla óskipulagið á fókinu.
- ég hef ákveðið að eignast mörgæsarunga. Getnaður hefur þegar átt sér stað með manni í kjólfötum. Haha.
- jæja, þá var brummað í bæinn og á einu ölhúsinu var farið á allsvakalegt trúnó sem við höfðum bara allar gott af held ég.
- við sátum á aðal partíborðinu enda flykktist karlpeningurinn að okkur í massavís. Massaís. Reyndar bara gamlir og góðir MRingar en þeir eru skárri en ekki neitt...
- síðan fengum ég og Greta þessa miklu þörf fyrir að dansa á hnakkastað við ólgandi tóna Justins nokkurs Timberlake við lítinn fögnuð hinna sem flugu út á öðrum fæti með rófuna undir handarkrikanum.
- og núna sit ég í vinnunni eftir klukkutíma svefn og verð hér föst til kl. 6 og þá verður bara hoppað beint í humarinn og fíneríið.
- partí hjá DJ Sóley og Eika Boss í kvöld og þar mun gleðin taka við völd.
- ég er alveg búin að gera slatta síðastliðnu daga....
Gleðilegt nýtt ár börnin góð og takk fyrir það gamla. Áramótaheit eru fyrir aumingja eins og svefn.
Ps. Dissum skaupið, dettum íða. Drögum um hvor fær að ríða!
sunnudagur, desember 31, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli