fimmtudagur, desember 14, 2006

Jólasaga í bundnu máli


Saga þessi er hundrað prósent sönn

auga fyrir auga og tönn fyrir tönn.

Fjölskylda á Hálfvitastígnum býr

með afa sem er eilítið hýr.

Jólin oft hjá þeim skrautleg eru

og einkennast mikið af holdi beru.

Nú aðfangadagur upp er runninn

og hamborgarhryggurinn strax er brunninn.

“Hlaupt’ út í búð og kauptu brauð,

svo við endum ekki undir jólatrénu dauð!”

Sonurinn út á brókunum fer

svo bremsufarið öll gatan sér.

Strákurinn gleymdi í bomsur að fara

enda á hann engar – alltaf að spara.

Engin búð þetta kvöld opin er

en drengurinn finnur á götunni ger.

Hyggst hann fyrir móður brauð baka

svo úr verði dýrindis jólakaka.

Hann kemur heim með gerið glaður

svo heimilið verður ágætis staður.

Hann byrjar að baka og brúnköku mallar

þó á henni sjáist margir gallar.

Fjölskyldan á kökunni smakkar

og horfa gráðug undir tré – “Pakkar!”

Þau rífast og tætast og tréð niður fella

og öskra á mömmu: “Þú ert mella!”

Sonurinn horfir á ættingja stjarfur

og verður eins og hinn versti larfur.

Hann flýr beint út og fær sér smók,

smakkar á gerinu, “þett’ er kók!”

Drengnum sá varð um og ó

og hló og hló og hló uns hann dó.

Inni var fjölskyldan pakka að tæta

og foreldrar eðluðust milli sæta.

Systirin sléttujárni í vegginn kastar

og afi ákaft der Führer lastar.

Á svölunum sonurinn ennþá liggur

eins og sólbrunninn hamborgarhryggur.

Jólin á Hálfvitastígnum ónýt eru

enda sást lítið sem ekkert af holdi beru.

----------

Ekki allir komnir í jólaskapið? Greinilegt að ég er komin í það. Allir bora í nefið á jólunum eins og ég:

Engin ummæli: