þriðjudagur, mars 28, 2006

Hvar hefur tíminn sig misst?

Hérna? Eða jafnvel hér?

Ekkert nýtt að frétta svo sem. Bráðum mun ég þó bregða mér í dulargervi Völu Matt og sýna ykkur glæsivilluna mína í myndum. Bíðið spennt!

mánudagur, mars 27, 2006

Ekki datt mér þetta í hug

Samkvæmt kaffiprófinu er ég
Frappuccino!
ískalt kaffi með mjólk og ísmolum, borið fram í háu glasi með röri.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?


En þar sem ég drekk lítið kaffi kemur þetta mér ekkert á óvart. Borið fram í háu glasi... ég er há.

Ef ég fer til Eyja á þjóðhátíð er búið að redda mér gistingu. Vestmannaeyingar nokkrir vel blautir komu á Hereford á laugardaginn og kölluðu mig óspart Sæju pæju en það hef ég ekki verið kölluð í mörg árþúsund. Jæja. Þetta voru víst sjómenn sem komu með konurnar sínar út að borða. Einn ungur maður var ekki með konu en hann var með bleikt bindi í staðinn OG í bleikri skyrtu. Hann skrifaði handa mér miða:
XXXXXX XXXXXXX skipper á XXXX XXXX. (maður veik aldrei hver er að lesa þetta blogg) Láttu sjá þig, ég bíð spenntur. Ég á sem sagt bara að finna XXXX XXXX á höfninni og fá að gista þar. Gott að hafa svona varaskífu. Kannski að maður vippi sér til Eyja og fái að deila koju með alvöru skipper. Heldur betur.

PS. Svo var ég kölluð Jafar af einhverjum mh-stelpum. Ég kallaði þær bara Múfasa enda er Lion King miklu betri mynd en Aladín. WORD!

sunnudagur, mars 26, 2006

Sjittfokk!

Settist á rúðusköfu með þeim afleiðingum að hún skarst í rassinn á mér og gerði þar af leiðandi gat á uppáhaldsbuxurnar mínar. Alveg hjá borunni.


Þarna er mín að hlaupa undan löggunni með holu á rassinum. Sexí

fimmtudagur, mars 23, 2006

Myndasyrpa tileinkuð karlmönnum

Karlmenn á toppnum


Mynd máluð af karlmanni


Úr pungnum á karlmanni

miðvikudagur, mars 22, 2006

Ef ég ætti byssu, dírúrírúrírúdírúrírúrírúrírúdei

mánudagur, mars 20, 2006

Helgi

Á föstudaginn fór ég á blint stefnumót ef stefnumót mætti kalla. Vegna peningaleysis ákvað ég að vera dríver fyrir vinkonu mína og kærasta hennar á BMW '86 árgerð sem þau eiga saman. Kærastinn var búinn að plana að hitta einhvern vin sinn sem var á lausu og eins og hann sagði sjálfur: "hlakka til að hitta sæta MR-stelpu sem veit hvað hún er að segja." Ég sagði bara: WTF! En jæja, kærustuparið var vel í því og við héldum í bæinn. Fórum á Dillon og þar var kauði. Eins og góður vinur minn sagði, þá leit hann út eins og róni en var samt að fara í golfferð með fjölskyldunni til Flórída. Jæja hann reyndi eitthvað að spjalla við mig og náði að hósta út úr sér spurningu: "Hvað ertu eiginlega í mörgum prófum og hvað ertu lengi í þeim?" Þá gafst ég upp og fékk mér latte. Til að gera langa sögu stutta dróg ég fulla fólkið út eftir að svona fertugur ógeðslegur kall bauð mér í dans á einum skemmtistaðnum. Hann skildi ekkert í því af hverju mér var svona illt í báðum fótunum og bauðst til að halda á mér. Hljóp þá út, haltrandi að sjálfsögðu. Skutlaði rónanum fyrst heim en hann átti heima í þessari glæsivillu. En ég læt ekki blindast af peningum foreldra hans. Vinkona mín var vel drukkin og sagðist þurfa að æla. Ég keyrði upp í kant og gerði gat á eitt púströr eða svo. En ekki eins og að það sé ekki daglegt brauð á mínum bæ. Það kaldhæðnislega var að þau voru að fara að selja hann í morgun. Veit ekki hvernig ástandið er í dag. Langar bara ekki að vita það.

Boðsköp þessa föstudags: Aldrei bjóðast til að vera dríver, aldrei fara á blint stenfumót, aldrei keyra upp í kant.

Laugardagurinn rann upp og ferðinni var heitið í búðir. Keypti þar sjónvarpsborð og eitthvað dót í fataskápinn minn og setti síðan dæmið saman þegar ég kom heim. Ég er orðin ansi handlagin skal ég ykkur segja. Mætti bara halda að ég hafi fæðst með skrúfjárn í munninum. Fór svo í vinnuna. Það var fínt. Fyrsta vaktin mín síðan vinnudjammið fræga átti sér stað. Orðrómur um að árshátíðin verði á Ólafsvík í páskafríinu. Stúdentsprófalestrarfrí verður tekið, pottþétt. Kíkti í bæinn með vinnufólki og fór í mitt fyrsta skipti á skemmtistaðinn Viktor. Fékk smá kúltúrsjokk. Fór svo heim og eyddi nóttinni í nýja ameríska rúminu mínu. Hreinn unaður. Já það er að koma mynd á herbergið nýja og mun ég taka myndir fyrir fólk sem ekki hefur aðgang að heimili mínu. Kannski geri ég of mikið mál úr þessu en þar sem ég hef kúldrast í sama litla ljóta risherberginu í 14 ár, finnst mér ég mega grobba mig smá og auglýsa. Finnst það bara sjálfsagt.

Boðsköp þessa laugardags: Maður meiðir sig í höndunum af því að skrúfa of mikið með skrúfjárni, vinna er góð í hófi, rúm eru góð.

Sunnudagurinn var leiðinlegur. Svaf og lærði undir sögupróf. Ekkert gaman.

Og hei krakkar. Ræðukeppni á miðvikudaginn kl. 3 upp í MR. Umræðuefnið er langt, við erum með.

fimmtudagur, mars 16, 2006

Sögustund

Fékk afar skondið símtal í dag þar sem mér var boðið að koma í prufu í vinnu á Hverfizzzzbarinn. Æi mér fannst það bara svo fyndið. Sagði samt pent nei þar sem ég var að fara að gera eitthvað mun mikilvægara í kvöld og hef þar að auki lítinn áhuga á að bera bjórglös og flöskur í kringum fullt og valt fólk og Gilzenegger, verandi á myndum hverja helgi á pose.is. Fór í staðinn á kaffihús kl. 7, fékk mér nokkra kalda bjóra, fór á trúnó, kom svo heim um 9, fór að mála með mömmu og fékk svo ræðulið í heimsókn. Það var æði! Mæli með að þið prófið þetta.

Ný plata vikunnar sem er hreint glimrandi gripur sem allir ættu að eiga í diskarekkanum sínum. Nýir linkar í Hrútspungnum og enn get ég bætt við, bara nefna það!


Foreldrar mínir eru nú þegar byrjaðir að mála líkkistuna mína. Vilja greinilega losna við mig sem fyrst.

miðvikudagur, mars 15, 2006

Vita bella

Lífið er gott. Of gott til að vera satt stundum. Ekki að það sé eitthvað spes að gerast eða í aðsigi, bara... gott að lifa. Í ös grámyglulega hversdagsins er gott að stansa í andartak, draga djúpt andann, setja upp sólheimabrosið og segja við næsta mann: "Helvíti er gott að vera til!" Prófaði þetta á leiðinni til læknis áðan vitandi að ég væri líklega að fá slæmar fréttir en mér var alveg sama. Maðurinn var líka alveg sammála mér og sagði: "Líta bara á björtu hliðarnar." Maður reynir allavega og orð þessa manns áttu algjörlega við. Svo er ekkert frábærara en að koma heim, búa til bobblubað, plögga iPodinum í eyrun og hlusta á Hornkonsert í B-dúr eftir Gliére.

En krakkar, þar sem margir skólar á borð við MR endurspegla samfélagið og eru eins konar microcosmoi, ættum við þá að prófa að nota annars konar stjórnarfar en er ríkjandi í landinu, t.d fasisma eða jafnvel kommúnisma eða eitthvað...eða þúst? Tja mér er spurn.

Hér með er þessum jákvæða pisli lokið og vil ég enda hann á nokkrum myndum frá tásluorgíuhelginni góðu :


Allir eitthvað í heitri pönnu, þúst.

Það eru bara lúðar sem horfa á Gladiator.

sunnudagur, mars 12, 2006

Jæja

Best að byrja bara á byrjuninni. Fiðluballið á fimmtudaginn var hresst. Bekkurinn hittist á Ítalíu og fyllti maga af lostæti. Leiðin lá í Iðnó og þar dansaði af mér fæturnar og steig á fullt af tám. Skil ekki hvernig ég gat lifað af að labba í kringum tjörnina þar sem ég rúllaði alla leiðina. Meikaði ekki eftirteitið þar sem ég gat varla gengið. Gáfulegt hjá mér.

Á föstudaginn skelltum ég, Björk, Gyða og Garðar okkur í bústað í Úthlíð með viðkomu í vínberjabúðina þar sem áfengið var næstum tæmt úr allri búðinni. Skelltum okkur í pottinn og pissuðum næstum í pottinn þegar við héldum að einhver væri að koma í pottinn til okkar. Það var samt enginn. Horfðum á danska mynd sem ég sofnaði reyndar yfir. Fórum snemma í bólið til að eiga orku í næsta dag. Sá dagur rann upp fullur af snjó. Við tók SingStar og Absolutely Fabulous-drykkjuleikurinn hans Garðars og varð ég tipsy eftir hálfan þátt. Allt liðið kom svo um miðjan daginn og vorum við svona 18 þegar mest var. Silvíu Nætur-stjörnurnar voru vinsælar og flæddi glimmer um alla veggi. Ég er svo kúl og þess vegna fékk ég mér hjarta. Grillað, drukkið, pottaorgíast. En eins og vitur maður sagði: What happens in the bústaður, stays in the bústaður. En ég vaknaði allavega með sogblett á bjóstinu. Þið megið túlka það eins og ykkur hentar. Allir vöknuðu svo frekar súrir og þunnir og fóru að horfa á Sex and the City. Á leiðinni heim fengum við okkur þynnkumat í Hveragerði og þar sáum við ógeðslegan bíl: bláan sportbíl með númerið Hnakki. Frekar fyndið sko. En við tekur hversdagsleikinn og það leiðinlegur hversdagsleiki. Þoli ekki virka daga.

En ég setti nokkrar myndir inn á myndasíðuna frá fiðluballinu. Tók líka myndir í bústaðnum en þær eru leiðinlegar.

þriðjudagur, mars 07, 2006

Allt að gerast!

Ciceroprófið búið!

6.A tapaði ekki ræðukeppninni með einu stigi um daginn heldur unnum við með 8 stigum. Ji hvað ég er ánægð! Bara komin í 4-liða úrslit. Montimont.

Fiðluball Menntskælingja á fimmtudaginn í Iðnó og allir fara í sitt fínasta púss, pússa það vitaskuld áður en út er haldið. Ætlaði að fara í rauða kjólnum sem ég saumaði mér í fyrra en hann er allt í einu orðinn stór á mig. Ekki oft sem það gerist. En þetta reddast á síðustu stundu. Hlakka til að sjá alla strákana í smóking og læti. Þarf samt að redda mér 7 strákum (6 ef Sandra var ekki að plata mig) sem eru með laust pláss á danskortinu sínu. Enginn?

Sumarbústaður með bekknum um helgina og það verður tremmagaman, sama hvað hver segir eða gerir. Heitur pottur á staðnum og mér finnst afar freistandi að taka með mér bobblubað og lauma í pottinn þegar enginn sér. Mig hefur alltaf langað að prófa að fara í bobblupott. (án þess að einhver prumpi það er) Minnir mig á eitt sem gerðist í lauginni á Reykhólum fyrir nokkrum árum. Ég, mamma og amma fórum í sund og í lauginni eru 2 heitapottar. Einn brúnn og leiðinlegur, allur út í húðflögum og svo hvítur heitapottur með nuddi og svona sjálfhreinsandi dóti. Algjör eðall á sveitaþorpssundlaugarskalanum. Þessi hvíti er alltaf upptekinn en ekki brúni og því sátum við í brúna og eitthvað fólk í hvíta. Mamma fékk þessa geðveiku hugmynd sem ég ákvað að taka þátt í að framkvæma. Mæli eindregið með þessari aðferð. Ok, ég tróð mér í heitapottinn því hann var fullur að bústnu fólki. Svo öskraði ég yfir í brúna pottinn til mömmu: "Mamma, ég þarf að kúka!" Þá öskrar mamma yfir til mín: "Farðu þá á klósettið!" Ég öskra tilbaka: "Æi allt í lagi, búin!" Og fólkið rauk úr pottinum með viðbjóðarsvip með þeim afleiðingum að við fengum betri pottinn. Já svona notar maður hugmyndaflugið!


Bobblubað dauðans!

mánudagur, mars 06, 2006

Í tísku:

- blöðrubólga
- fiskur
- grænn
- lúr
- kúr
- galakjólar á fimmtudögum
- IKEA

Í ótísku:

- augnsýking
- Cicero
- danskort
- kjöt
- Gaukurinn
- rauður
- sokkabönd


Einn vel tannaður!

laugardagur, mars 04, 2006

Afsakið dónaskapinn

en mikið er ég fegin að þessir vetrarólympíuleikar eru loksins búnir!

En að öðrum mikilvægari málum. MR vann vessló í MorfÍs í gær. Það var sætur sigur, sá sætasti hingað til að ég held. Ég var tímavörður eins og alltaf og viti menn, samtímavörður minn frá vessló var drukkinn. Og fundarstjórinn líka. Ég var alltaf að fá miða frá honum: "Ég þarf svo að míga!" Ég bara hló. Og ég fékk skólablaðið þeirra sem er eiginlega bara bók. Núna á ég tvö svona en þau taka svo mikið pláss að ég held að ég hendi þessu bara eða noti sem jólapappír.

Svo gerðist svolítið fyndið í gær. Þannig er mál með vexti að þegar að móðir mín fékk farsíma í fyrsta skipti fyrir ca. 4-5 árum var ég með svona talhólfaæði og gerði talhólfskveðju fyrir alla í fjöskyldunni. Svo var búið að hringja í mömmu rosalega oft úr númeri sem hún vissi ekki hvað var og jafn forvitin og mamma er, hringdi hún í umrætt númer. Í símann svaraði maður:

Mamma: "Halló, þetta er Agnes. Varst þú að reyna að ná í mig?"
Maður: "Uuu, sko. Ég hringdi fyrst í vitlaust númer en svo heyrði ég talhólfið þitt og fór að hlusta. Svo fór ég að hlæja og þá vildu vinnufélagarnir líka heyra og allt í einu voru allir farnir að hringja og lágu í hláturskrampa. Mikið er þetta sniðugt talhólf hjá þér."
Mamma: "Ég skal sko segja þér það að ég gerði þetta ekki heldur dóttir mín."
Maður: "Nújæja. En mætti ég nokkuð fá að hringja í þig aftur og þú svarar ekki því mig langar svo að leyfa konunni minni að heyra þetta."

Ekki veit ég hverju mamma svaraði en henni fannst þetta ægilega fyndið. Leyfði svo nokkrum útvöldum að heyra talhólfið á Aktu taktu við eflaust lítinn fögnuð annarra viðskiptavina. Ef þið viljið hlusta getið þið hringt í síma 685-9252 en það númer flytur ykkur beint í talhólf móður minnar. En athugið, ég var 15 ára og já, ég ætla ekkert að afsaka aulahúmorinn minn. Of seint í rassinn gripið.

fimmtudagur, mars 02, 2006

Konan er fúríús!

Svo fúríús að hún keypti sér nammipoka sem hún hefur ekki gert í heila herrans tíð. Situr nú og japlar á djúpum og rifjar upp hræðilegan dag.
Númer eitt: ræðukeppni þar sem 6.A mælti á móti liðhlaupi. Úrslitin komin: eins stigs munur á liðunum. Við unnum! En nei, farið yfir stigin aftur. Við töpuðum með eins stigs mun. Vissi að þetta væri bara forleikurinn af einhverju hræðilegu.
Númer tvö: Eftirleikurinn fundinn! Plokkfiskur í matinn. Sú máltíð sem ég get ekki látið ofan í mig.
Númer þrjú: Gettu betur. Þarf að segja meira?
Númer fjögur: Fæ alltaf að heyra meira og meira frá blessuðum mánudeginum. Núna er bara komið nóg!

Konan farin að horfa á Aðþrengdar eiginkonur á meðan hún grætur yfir spænskubækurnar sínar og froðufellir súkkulaði af vanlíðan.

Góðu fréttir dagsins eru þó þær að ég fékk að ég held 10 í armbeygjuprófi í leikfimi sem hefur bara aldrei gerst. Og það þrátt fyrir meiðsl allsstaðar á líkamanum frá því á mánudaginn. Góðir hlutir gerast þó.