Konan er fúríús!
Svo fúríús að hún keypti sér nammipoka sem hún hefur ekki gert í heila herrans tíð. Situr nú og japlar á djúpum og rifjar upp hræðilegan dag.
Númer eitt: ræðukeppni þar sem 6.A mælti á móti liðhlaupi. Úrslitin komin: eins stigs munur á liðunum. Við unnum! En nei, farið yfir stigin aftur. Við töpuðum með eins stigs mun. Vissi að þetta væri bara forleikurinn af einhverju hræðilegu.
Númer tvö: Eftirleikurinn fundinn! Plokkfiskur í matinn. Sú máltíð sem ég get ekki látið ofan í mig.
Númer þrjú: Gettu betur. Þarf að segja meira?
Númer fjögur: Fæ alltaf að heyra meira og meira frá blessuðum mánudeginum. Núna er bara komið nóg!
Konan farin að horfa á Aðþrengdar eiginkonur á meðan hún grætur yfir spænskubækurnar sínar og froðufellir súkkulaði af vanlíðan.
Góðu fréttir dagsins eru þó þær að ég fékk að ég held 10 í armbeygjuprófi í leikfimi sem hefur bara aldrei gerst. Og það þrátt fyrir meiðsl allsstaðar á líkamanum frá því á mánudaginn. Góðir hlutir gerast þó.
fimmtudagur, mars 02, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli