miðvikudagur, mars 15, 2006

Vita bella

Lífið er gott. Of gott til að vera satt stundum. Ekki að það sé eitthvað spes að gerast eða í aðsigi, bara... gott að lifa. Í ös grámyglulega hversdagsins er gott að stansa í andartak, draga djúpt andann, setja upp sólheimabrosið og segja við næsta mann: "Helvíti er gott að vera til!" Prófaði þetta á leiðinni til læknis áðan vitandi að ég væri líklega að fá slæmar fréttir en mér var alveg sama. Maðurinn var líka alveg sammála mér og sagði: "Líta bara á björtu hliðarnar." Maður reynir allavega og orð þessa manns áttu algjörlega við. Svo er ekkert frábærara en að koma heim, búa til bobblubað, plögga iPodinum í eyrun og hlusta á Hornkonsert í B-dúr eftir Gliére.

En krakkar, þar sem margir skólar á borð við MR endurspegla samfélagið og eru eins konar microcosmoi, ættum við þá að prófa að nota annars konar stjórnarfar en er ríkjandi í landinu, t.d fasisma eða jafnvel kommúnisma eða eitthvað...eða þúst? Tja mér er spurn.

Hér með er þessum jákvæða pisli lokið og vil ég enda hann á nokkrum myndum frá tásluorgíuhelginni góðu :


Allir eitthvað í heitri pönnu, þúst.

Það eru bara lúðar sem horfa á Gladiator.

Engin ummæli: