Sögustund
Fékk afar skondið símtal í dag þar sem mér var boðið að koma í prufu í vinnu á Hverfizzzzbarinn. Æi mér fannst það bara svo fyndið. Sagði samt pent nei þar sem ég var að fara að gera eitthvað mun mikilvægara í kvöld og hef þar að auki lítinn áhuga á að bera bjórglös og flöskur í kringum fullt og valt fólk og Gilzenegger, verandi á myndum hverja helgi á pose.is. Fór í staðinn á kaffihús kl. 7, fékk mér nokkra kalda bjóra, fór á trúnó, kom svo heim um 9, fór að mála með mömmu og fékk svo ræðulið í heimsókn. Það var æði! Mæli með að þið prófið þetta.
Ný plata vikunnar sem er hreint glimrandi gripur sem allir ættu að eiga í diskarekkanum sínum. Nýir linkar í Hrútspungnum og enn get ég bætt við, bara nefna það!
Foreldrar mínir eru nú þegar byrjaðir að mála líkkistuna mína. Vilja greinilega losna við mig sem fyrst.
fimmtudagur, mars 16, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli