mánudagur, mars 20, 2006

Helgi

Á föstudaginn fór ég á blint stefnumót ef stefnumót mætti kalla. Vegna peningaleysis ákvað ég að vera dríver fyrir vinkonu mína og kærasta hennar á BMW '86 árgerð sem þau eiga saman. Kærastinn var búinn að plana að hitta einhvern vin sinn sem var á lausu og eins og hann sagði sjálfur: "hlakka til að hitta sæta MR-stelpu sem veit hvað hún er að segja." Ég sagði bara: WTF! En jæja, kærustuparið var vel í því og við héldum í bæinn. Fórum á Dillon og þar var kauði. Eins og góður vinur minn sagði, þá leit hann út eins og róni en var samt að fara í golfferð með fjölskyldunni til Flórída. Jæja hann reyndi eitthvað að spjalla við mig og náði að hósta út úr sér spurningu: "Hvað ertu eiginlega í mörgum prófum og hvað ertu lengi í þeim?" Þá gafst ég upp og fékk mér latte. Til að gera langa sögu stutta dróg ég fulla fólkið út eftir að svona fertugur ógeðslegur kall bauð mér í dans á einum skemmtistaðnum. Hann skildi ekkert í því af hverju mér var svona illt í báðum fótunum og bauðst til að halda á mér. Hljóp þá út, haltrandi að sjálfsögðu. Skutlaði rónanum fyrst heim en hann átti heima í þessari glæsivillu. En ég læt ekki blindast af peningum foreldra hans. Vinkona mín var vel drukkin og sagðist þurfa að æla. Ég keyrði upp í kant og gerði gat á eitt púströr eða svo. En ekki eins og að það sé ekki daglegt brauð á mínum bæ. Það kaldhæðnislega var að þau voru að fara að selja hann í morgun. Veit ekki hvernig ástandið er í dag. Langar bara ekki að vita það.

Boðsköp þessa föstudags: Aldrei bjóðast til að vera dríver, aldrei fara á blint stenfumót, aldrei keyra upp í kant.

Laugardagurinn rann upp og ferðinni var heitið í búðir. Keypti þar sjónvarpsborð og eitthvað dót í fataskápinn minn og setti síðan dæmið saman þegar ég kom heim. Ég er orðin ansi handlagin skal ég ykkur segja. Mætti bara halda að ég hafi fæðst með skrúfjárn í munninum. Fór svo í vinnuna. Það var fínt. Fyrsta vaktin mín síðan vinnudjammið fræga átti sér stað. Orðrómur um að árshátíðin verði á Ólafsvík í páskafríinu. Stúdentsprófalestrarfrí verður tekið, pottþétt. Kíkti í bæinn með vinnufólki og fór í mitt fyrsta skipti á skemmtistaðinn Viktor. Fékk smá kúltúrsjokk. Fór svo heim og eyddi nóttinni í nýja ameríska rúminu mínu. Hreinn unaður. Já það er að koma mynd á herbergið nýja og mun ég taka myndir fyrir fólk sem ekki hefur aðgang að heimili mínu. Kannski geri ég of mikið mál úr þessu en þar sem ég hef kúldrast í sama litla ljóta risherberginu í 14 ár, finnst mér ég mega grobba mig smá og auglýsa. Finnst það bara sjálfsagt.

Boðsköp þessa laugardags: Maður meiðir sig í höndunum af því að skrúfa of mikið með skrúfjárni, vinna er góð í hófi, rúm eru góð.

Sunnudagurinn var leiðinlegur. Svaf og lærði undir sögupróf. Ekkert gaman.

Og hei krakkar. Ræðukeppni á miðvikudaginn kl. 3 upp í MR. Umræðuefnið er langt, við erum með.

Engin ummæli: