Jæja
Best að byrja bara á byrjuninni. Fiðluballið á fimmtudaginn var hresst. Bekkurinn hittist á Ítalíu og fyllti maga af lostæti. Leiðin lá í Iðnó og þar dansaði af mér fæturnar og steig á fullt af tám. Skil ekki hvernig ég gat lifað af að labba í kringum tjörnina þar sem ég rúllaði alla leiðina. Meikaði ekki eftirteitið þar sem ég gat varla gengið. Gáfulegt hjá mér.
Á föstudaginn skelltum ég, Björk, Gyða og Garðar okkur í bústað í Úthlíð með viðkomu í vínberjabúðina þar sem áfengið var næstum tæmt úr allri búðinni. Skelltum okkur í pottinn og pissuðum næstum í pottinn þegar við héldum að einhver væri að koma í pottinn til okkar. Það var samt enginn. Horfðum á danska mynd sem ég sofnaði reyndar yfir. Fórum snemma í bólið til að eiga orku í næsta dag. Sá dagur rann upp fullur af snjó. Við tók SingStar og Absolutely Fabulous-drykkjuleikurinn hans Garðars og varð ég tipsy eftir hálfan þátt. Allt liðið kom svo um miðjan daginn og vorum við svona 18 þegar mest var. Silvíu Nætur-stjörnurnar voru vinsælar og flæddi glimmer um alla veggi. Ég er svo kúl og þess vegna fékk ég mér hjarta. Grillað, drukkið, pottaorgíast. En eins og vitur maður sagði: What happens in the bústaður, stays in the bústaður. En ég vaknaði allavega með sogblett á bjóstinu. Þið megið túlka það eins og ykkur hentar. Allir vöknuðu svo frekar súrir og þunnir og fóru að horfa á Sex and the City. Á leiðinni heim fengum við okkur þynnkumat í Hveragerði og þar sáum við ógeðslegan bíl: bláan sportbíl með númerið Hnakki. Frekar fyndið sko. En við tekur hversdagsleikinn og það leiðinlegur hversdagsleiki. Þoli ekki virka daga.
En ég setti nokkrar myndir inn á myndasíðuna frá fiðluballinu. Tók líka myndir í bústaðnum en þær eru leiðinlegar.
sunnudagur, mars 12, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli