Allt að gerast!
Ciceroprófið búið!
6.A tapaði ekki ræðukeppninni með einu stigi um daginn heldur unnum við með 8 stigum. Ji hvað ég er ánægð! Bara komin í 4-liða úrslit. Montimont.
Fiðluball Menntskælingja á fimmtudaginn í Iðnó og allir fara í sitt fínasta púss, pússa það vitaskuld áður en út er haldið. Ætlaði að fara í rauða kjólnum sem ég saumaði mér í fyrra en hann er allt í einu orðinn stór á mig. Ekki oft sem það gerist. En þetta reddast á síðustu stundu. Hlakka til að sjá alla strákana í smóking og læti. Þarf samt að redda mér 7 strákum (6 ef Sandra var ekki að plata mig) sem eru með laust pláss á danskortinu sínu. Enginn?
Sumarbústaður með bekknum um helgina og það verður tremmagaman, sama hvað hver segir eða gerir. Heitur pottur á staðnum og mér finnst afar freistandi að taka með mér bobblubað og lauma í pottinn þegar enginn sér. Mig hefur alltaf langað að prófa að fara í bobblupott. (án þess að einhver prumpi það er) Minnir mig á eitt sem gerðist í lauginni á Reykhólum fyrir nokkrum árum. Ég, mamma og amma fórum í sund og í lauginni eru 2 heitapottar. Einn brúnn og leiðinlegur, allur út í húðflögum og svo hvítur heitapottur með nuddi og svona sjálfhreinsandi dóti. Algjör eðall á sveitaþorpssundlaugarskalanum. Þessi hvíti er alltaf upptekinn en ekki brúni og því sátum við í brúna og eitthvað fólk í hvíta. Mamma fékk þessa geðveiku hugmynd sem ég ákvað að taka þátt í að framkvæma. Mæli eindregið með þessari aðferð. Ok, ég tróð mér í heitapottinn því hann var fullur að bústnu fólki. Svo öskraði ég yfir í brúna pottinn til mömmu: "Mamma, ég þarf að kúka!" Þá öskrar mamma yfir til mín: "Farðu þá á klósettið!" Ég öskra tilbaka: "Æi allt í lagi, búin!" Og fólkið rauk úr pottinum með viðbjóðarsvip með þeim afleiðingum að við fengum betri pottinn. Já svona notar maður hugmyndaflugið!
Bobblubað dauðans!
þriðjudagur, mars 07, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli