Stiklað á stóru
- Aðeins 6 í öðru veldi dagar í Portúgal. Maður lifir nú svolítið fyrir þessa ferð þessa dagana. Sitjandi á rumpinum allan daginn í roki og rigningu. Ég þrái sumar og sól.
- Rassanbirna: kona ómyndarleg til verka. Ranimosk: skran, ryk, á, mosakusk.
- Síðasta færsla var greinilega ekki að hitta í mark. Tilgangurinn var að opna mig og sýna að ég hef tilfinningar. Og ég get verið djúp þegar ég vil það eða þarf þess. Ég hef alltaf verið sögð léleg í líkingum en vonandi hef ég afsannað það. En það er allt í fína lagi með mig og mína lífsins peysu. Samt er ég með smá hita en það drepur mig vonandi ekki. Þá er bara málið að skella sér í lífsins peysu. Ahaha.
- Allt matarkyns er uppurið á þessu heimili og ekki get ég farið út fyrir hússins dyr í mínu ásigkomulagi. Fann nú reyndar pistasíuhnetur en þær duga ekki endalaust. Þá er bara skurnin tekin á þetta. Hlakka hálfpartinn til þegar að heimilisfólkið kemur aftur með geðveikina og skarkalann. Og matinn.
þriðjudagur, júní 28, 2005
sunnudagur, júní 26, 2005
Mér líður ekki vel
og það er mér að kenna. Mér líður það illa að ég ætla að tala um lopapeysuna sem ég er að prjóna. Búin með búkinn og ermarnar sem ég þurfti að lengja því ég er löng-u búin að fá nóg af öllu saman. En af því að mér tekst aldrei að gera neitt rétt og skynsamlegt, treysti ég mér ekki í að prjóna axlarstykkið án hjálpar. Líf mitt og peysuprjón eiga margt sameiginlegt. Fullt af lykkjuföllum og endalausum götum. En það er til uppskrift af peysu. Ekki til uppskrift af mínu lífi. Nema að einhver hærra settur sé búinn að búa hana til og að ég sé að fara eftir þeirri uppskrift í þessum pikkuðu orðum. Það mætti segja að ég sé búin að týna prjónunum mínum og þess vegna get ég ekki haldið áfram með lífsins peysu. En prjónarnir munu koma aftur í leitirnar þegar að þeir koma heim frá sólarlöndum. Þetta er niðurdrepandi raus og því set ég punktinn hér. En ég hef tekið eftir því að fólki finnst oft gaman að lesa um vesæld annarra manna. Það hlakkar í þeim þegar það sér að það er til fólk sem líður verr en þeim líður. Ég vona því að þið hafið haft gaman af minni vesæld.
Birt af Særún kl. 15:01 0 tuðituðituð
laugardagur, júní 25, 2005
Í ruglinu
Hér sit ég við tölvuna klukkan nákvæmlega 01:23, að drekka romm í kók (eiginlega kók í rommi því ég er lélegur blandari. Ha, brandari? Haha!) og bjór og hef ekkert að gera. Ég er ein heima og verð það í viku, átti að vera að vinna þannig að ég var ekkert að plana neina samkundu. Svo var ég beðin um að skipta um helgi og öðlingurinn ég samþykkti án nokkurra slagsmála. Og núna er ég föst í Hafnarfirði því bíllaus er ég. Hér með óska ég eftir skemmtikröftum eða bílafólki. Pæliðíðí að vera bíll OG maður. Transformer kall! Vá, það væri öflugt.
Næsta sumar er nokkurn veginn planað. Planið er að flytjast búferlum til Köbenhán með 4 stelpum. En ég fer ekki fet ef hjúskaparmálin eru eins og þau eru núna. Þori ekki að skilja "kallinn minn" eftir á Íslandi. Það er svo leiðinlegt að kveðja.
Góðar fréttir: Það var verið að bjóða mér í partí og far er innifalið.
Birt af Særún kl. 01:22 0 tuðituðituð
miðvikudagur, júní 22, 2005
Af hverju
að segja 'Guð minn góður' þegar að þú getur sagt eitthvað miklu betra? Tja til dæmis 'Guð minn bestur'. Og til að rebellast smá; 'Guð minn bestastur.' Já ég hef svo mikið að gera í vinnunni. Þar verð ég líka fyrir svo miklum kristilegum áhrifum frá Jesúdýrkendabræðrunum Jóni og Einari. Í dag var Jón í Jesúpeysu.
Birt af Særún kl. 19:26 0 tuðituðituð
mánudagur, júní 20, 2005
Orð götunnar:
Úlnliður
Bill Clinton er með svoleiðis. Hef lengi pælt í því hvað þetta úln þýðir. Komst að því í dag. Úln er gömul skiptimynd frá 14. öld sem var notuð meðal kaupmanna í Hollandi. Oft tíðkaðist það að höggva af hendur fyrir neðan lófa ef einhver gat ekki borgað nógu margar úlnir. Af því dregur úlnliðurinn nafnið sitt.
Birt af Særún kl. 18:22 0 tuðituðituð
föstudagur, júní 17, 2005
Jibbíjei!
Það er kominn 17. júní og á morgun er sá átjándi. Gangan búin og gekk brösulega. Í fyrsta lagi var steikjandi hiti og fjólublái búningurinn með gardínuskrautinu var bara ekki að blíva í þessu veðri. Í öðru lagi er fólk ekki að fatta að það á að vera fyrir aftan lúðrasveitina, ekki í miðri lúðrasveitinni. Ég sagði einum manni með kerru að drulla sér í burtu. Hann var með skæting. Í þriðja lagi var ég svolítið þunn. Fór á tebó í gær sem var takmörkuð skemmtun en þó alltaf gaman að hitta krakkalingana. Eftir tebóið var ég plötuð á eitthvað teknókvöld á Nasa. Ég sé mjög eftir 2000 kallinum sem ég borgaði til að komast inn og 600 kallinum sem ég borgaði til að geta smakkað þetta nýja Smirnoff Twist með eplabragði. Það var nú meiri timbursalinn og bragðaðist bara eins og vatnsþynntur eplasnafs. Ég ætla bara að halda mig við bjórinn. Fólkið þarna var svakalegt. Ég hef aldrei séð svona mikið af hnökkum og mínímínímínípilsum á einum stað. Mér leið bara kjánalega. Síðan var kíkt á pöbbarölt og svo brummað í Hafnarfjörðinn. Þegar ég kom heim í morgun var mér litið í spegil. Ég var ógeðsleg. Ég var ekki ósvipuð þessum til vinstri:
Mér var sagt að þessi sé tvífarinn minn. Ég er bara ekki að sjá það. Sjáið þið það?
Birt af Særún kl. 16:23 0 tuðituðituð
þriðjudagur, júní 14, 2005
Símtal
fékk ég í dag. Það byrjaði með þægilegum titring í buxunum mínum en þar geymi ég símann minn þegar ég er að slá. Ykkur er því velkomið að hringja í mig þegar ég er í vinnunni ;) Símtalið var svona:
Hringjandi: Halló, er þetta Særún?
Ég: Já, hin eina sanna
H: Já góðan daginn, ég heiti Ari Magg á ljósmyndastofunni Photoland og er að hringja fyrir hönd Landsbankans. Ertu ekki í Lúðrasveit Hafnarfjarðar?
É: Jú síðast þegar ég vissi.
H: Frábært! Geturðu nokkuð sent mér mynd af þér?
É: Ha, núna? Ég er eiginlega í vinnunni.
H: Já bara sem fyrst. Sendir bara nærmynd af þér.
É: Ha, nektarmynd?! Nei djók!
H: (Kaldhæðnislegur hlátur)
É: Og bíddu, fyrir hvað er þetta?
H: Þetta er auglýsing fyrir Landsbankann á 17. júní. Og ef þú ert valin þarftu að koma í "shoot" í svona 2 tíma og færð xx þúsund borgað.
É: Jáh, sá peningur myndi koma sér vel.
H: Ætlarðu þá að senda mér mynd?
É: Jú ég ætti nú að redda því. Bara ekki nektarmynd.
H: (Sami kaldhæðnislegi hláturinn)
H: Bara sem fyrst í meilið blabla.
É: Ekki málið!
Úff, tilvonandi frægð er að stíga mér til höfuðs. Ég er hætt að svara í símann minn. En hvað það myndi nú sökka ef ég verð ekki valin. Þá þýðir það bara að ég er ljót og myndast illa. Æi ég hefði kannski ekkert átt að segja frá þessu... Of seint.
Birt af Særún kl. 21:42 0 tuðituðituð
mánudagur, júní 13, 2005
Tólarústarinn Særún
Það nafn hef ég fengið í vinnunni. Gaman er hversu tvírætt nafnið er. Eftir aðeins tveggja vikna starf sem slátturdrottnig Hafnarfjarðar hefur mér tekist að stúta þremur sláttubílum á svona stuttum tíma. Fyrsta daginn fór reim og það fyrir hádegi. Núna á föstudaginn náði ég að gera gat á annaðhvort bensín- eða olíutankinn með ótrúlegum hætti og í dag sprengdi ég dekk, eitthvað sem er afar sjalgæfur hlutur. Það á víst að draga þetta af laununum mínum. Ég er því komin í 3 milljónir í mínus. Jæja, ætli ég neyðist ekki til að hætta við útskriftarferðina svo ég eigi nú fyrir þessu öllu saman. Seiseijú!
Ég fékk afar skemmtilegt póstkort áðan, alla leið frá Köbenhán. Ég bjóst nú við að fá mynd af nautshreðjum en nei, ég fékk bara kínverska stelpu. Það er greinilega bara ég sem sendi póstkort með mynd af kynfærum dýra.
Ég er farin að prjóna peysu í ruslahaugnum garðinum mínum. Fyndið að prjóna úr ull í sól. Hahaha!
Birt af Særún kl. 17:24 0 tuðituðituð
laugardagur, júní 11, 2005
Búbblur
Ekkert jafnast á við gott búbblubað.
Fór að vinna á Hereford. Skrýtið að koma aftur eftir 1 og hálfan mánuð. Fullt af nýjum stelpum sem eru nýhættar á gelgjunni. Eru annaðhvort í Versló að taka sama bekkinn í 3ja skipti eða beiluðu bara á Versló eftir að þær féllu í fyrsta skipti. Það er nefnilega ekkert líf eftir Versló. Eftir vinnu fór ég á Ensími tónleika en fór svo bara í púl. Ég vann í fyrsta skipti en bara af því að andstæðingurinn hitti þeirri svörtu í vitlaust gat. Hann gerir það einnig á öðrum vígstöðum. Hehehe, oj. Hitti á tónleikunum marga drauga fortíðar sem var afar hressandi. Eins gott að ég var pússöpp!
Birt af Særún kl. 14:03 0 tuðituðituð
miðvikudagur, júní 08, 2005
Pabbi byggir
Ég fór að spyrja föður minn áðan af hverju í ósköpunum það eru engar stelpur að vinna við byggingavinnu sem handlangarar og sagði hann mér sögu sem tengist því. Fyrir nokkrum árum voru víst nokkrar stelpur sem unnu hjá fyrirtækinu hans en hurfu skyndilega af yfirborði jarðar. Þannig er mál með vexti að einn sólríkan dag byrjaði að rigna á stelpurnar og þær skildu ekkert af hverju. Þeim var litið upp í loft og var þá Kiddi kranamaður að skvetta úr skinnsokknum úr krananum. Þær létu ekki sjá sig eftir það og kynsystur þeirra ekki heldur.
Hann sagði mér aðra pissusögu úr vinnunni. Þá var einhver múrari sem nennti aldrei að fara á klósettið að pissa þannig að hann pissaði bara í einhverja fötu og lét hana svo standa í sólinni. Þegar að aðrir gengu framhjá munaði litlu að það liði yfir þá. Það er víst vond lykt af heitu pissi. Svo þegar að fatan fylltist, skvetti hann einfaldlega úr henni af 5. hæð og Guð einn veit hvað herlegheitin lentu.
Já mikið væri ég til í að vera í byggingarvinnu...
Æi þetta var bara svo súr mynd
Birt af Særún kl. 19:21 0 tuðituðituð
mánudagur, júní 06, 2005
Geitungalaust sumar?
Ég held nú ekki! Ef það er eitthvað sem fær mig til að kikna í hnjánum, þá er það ekki fríður karlmaður heldur suðandi geitungur. Þegar þeir nálgast gef ég frá mér hljóð sem á sér ekkert líkt og fer í nokkurs konar varnarstellingu sem er ekki ósvipuð fórsturstellingu. Það er því glatt á hjalla þegar ég og Geiri geitungur hittumst, fyrir aðra, ekki fyrir mig.
Nú er aðalfréttaefni líðandi stundar geitungaleysi sumarsins. Það er greinilegt að geitungunum hefur tekist ætlunarverk sitt; að plata Íslendinga upp úr skónum. Nú sitja þeir örugglega sallarólegir í risastórum helli á Dalvík með bjór í 5. liðskipta fætinum og kókaín í 3. liðskipta fætinum, horfa á fréttirnar í geitungasjónvarpinu sínu og hlæja af sér rassgatið yfir heimsku mannsins. Þeir eru nefnilega ekki dauðir. Þeir eru að plana eitthvað stórt, eitthvað brjálað. Þeir eru að plana HEIMSYFIRRÁÐ! Og auðvitað er best að byrja á litla skerinu í Atlantshafi. Enginn getur komið að bjarga okkur og enginn mun frétta af þessu fyrr en allt of seint. Ég ætla því ekki að sitja á rassgatinu, bora í nefið og gera ekki neitt. Ég ætla að leggjast í dvala.
Nei bara pæling sko...
Sá konu í gær sem er alveg eins og hann.
Birt af Særún kl. 17:00 0 tuðituðituð
laugardagur, júní 04, 2005
Særún dagsins
Já við Særúnirnar berum svipinn... og geðveikina.
Birt af Særún kl. 16:52 0 tuðituðituð
föstudagur, júní 03, 2005
Djöfullinn sjálfur má eiga sólina fyrir mér
Nú eru allir landsmenn glaðir yfir komu sólar. Ekki ég. Í gær var ég flutt á gjörgæslu vegna sólarexems. Nei nú ýki ég, ég fór bara á heilsugæsló. Ég er á einhverju asnalegu lyfi og enginn hafði fyrir því að segja mér að sólarböð geta orsakað sólarexem á meðan á notkun lyfsins stendur. Það stóð reyndar í bæklingnum en með mjög smáu letri. Læknirinn sagðist ekki hafa sé svona slæmt keis í mörg ár, mörg ár. En ég er í útivinnu og verð því að velja:
1. Hætta í vinnunni og fara á atvinnuleysisbætur, eyða bótunum í áfengi og þegar bæturnar eru uppurnar fer ég í vanilludropana og svitalyktareyðinn.
2. Hætta í vinnunni og fá mér myglaða innivinnu.
3. Hætta þessu væli og láta mig hafa það. Hvað með það þótt ég sjái ekki út um augun fyrir bólgu.
4. Hætta á lyfjunum.
Síðasti kosturinn kemur sterklega til greina. Ekki eins og að þunglyndislyfin séu nauðsynleg. Nei nú lýg ég, ég er ekkert þunglynd. Kannski þegar ég ber þunga byrði. Haha!
----
Teknóið tekur völdin!
- Listen To Your Heart - DHT
- Minn hinsti dans - Paul Oscar
- Scooter - One (Always Hardcore)
Birt af Særún kl. 16:48 0 tuðituðituð
miðvikudagur, júní 01, 2005
Nostalgía
Fann gamlan Transformer-kall á háaloftinu. Ég fékk hann ung að aldri frá frænda mínum sem hefur aðeins ruglast á kyni mínu en mér var alveg sama, það var líka ekkert smá sem ég lék mér með hann. Allir límmiðarnir dottnir af og ég fann meira að segja bitför á honum. Hann hefur sko fengið sína útreið reið. Minns er afar líkur þessum:
Flokkstjórinn minn í slættinum þekkir frægan mann. Manninn sem leikur Todie í Nágrönnum. Hann var sko einu sinni skiptinemi í Ástralíu og vinkona Atla (flokkstjórans) var besta vinkona Todie-leikarans. Svo einu sinni hitti Atli Todie-leikarann úti á götu og spurði hvort hann þekkti vinkonu hans (asnaleg spurning) og hann sagði: "Yeah, are you Atli?" Svo er auðvitað stóra spurningin hvort þetta er satt eður ei en ef þetta er satt þá er þetta sannarlega merkilegt.
Uss það er ljótt að borínef Todie!
P.s. Alltaf gaman þegar að fólk eyðir manni af linkalistanum sínum. En vitið þið hvað maður gerir þá? Jú gerir það saman og segir: Blesi!
Birt af Særún kl. 18:32 0 tuðituðituð