föstudagur, júní 17, 2005

Jibbíjei!

Það er kominn 17. júní og á morgun er sá átjándi. Gangan búin og gekk brösulega. Í fyrsta lagi var steikjandi hiti og fjólublái búningurinn með gardínuskrautinu var bara ekki að blíva í þessu veðri. Í öðru lagi er fólk ekki að fatta að það á að vera fyrir aftan lúðrasveitina, ekki í miðri lúðrasveitinni. Ég sagði einum manni með kerru að drulla sér í burtu. Hann var með skæting. Í þriðja lagi var ég svolítið þunn. Fór á tebó í gær sem var takmörkuð skemmtun en þó alltaf gaman að hitta krakkalingana. Eftir tebóið var ég plötuð á eitthvað teknókvöld á Nasa. Ég sé mjög eftir 2000 kallinum sem ég borgaði til að komast inn og 600 kallinum sem ég borgaði til að geta smakkað þetta nýja Smirnoff Twist með eplabragði. Það var nú meiri timbursalinn og bragðaðist bara eins og vatnsþynntur eplasnafs. Ég ætla bara að halda mig við bjórinn. Fólkið þarna var svakalegt. Ég hef aldrei séð svona mikið af hnökkum og mínímínímínípilsum á einum stað. Mér leið bara kjánalega. Síðan var kíkt á pöbbarölt og svo brummað í Hafnarfjörðinn. Þegar ég kom heim í morgun var mér litið í spegil. Ég var ógeðsleg. Ég var ekki ósvipuð þessum til vinstri:



Mér var sagt að þessi sé tvífarinn minn. Ég er bara ekki að sjá það. Sjáið þið það?

Engin ummæli: