þriðjudagur, júní 14, 2005

Símtal

fékk ég í dag. Það byrjaði með þægilegum titring í buxunum mínum en þar geymi ég símann minn þegar ég er að slá. Ykkur er því velkomið að hringja í mig þegar ég er í vinnunni ;) Símtalið var svona:

Hringjandi: Halló, er þetta Særún?
Ég: Já, hin eina sanna
H: Já góðan daginn, ég heiti Ari Magg á ljósmyndastofunni Photoland og er að hringja fyrir hönd Landsbankans. Ertu ekki í Lúðrasveit Hafnarfjarðar?
É: Jú síðast þegar ég vissi.
H: Frábært! Geturðu nokkuð sent mér mynd af þér?
É: Ha, núna? Ég er eiginlega í vinnunni.
H: Já bara sem fyrst. Sendir bara nærmynd af þér.
É: Ha, nektarmynd?! Nei djók!
H: (Kaldhæðnislegur hlátur)
É: Og bíddu, fyrir hvað er þetta?
H: Þetta er auglýsing fyrir Landsbankann á 17. júní. Og ef þú ert valin þarftu að koma í "shoot" í svona 2 tíma og færð xx þúsund borgað.
É: Jáh, sá peningur myndi koma sér vel.
H: Ætlarðu þá að senda mér mynd?
É: Jú ég ætti nú að redda því. Bara ekki nektarmynd.
H: (Sami kaldhæðnislegi hláturinn)
H: Bara sem fyrst í meilið blabla.
É: Ekki málið!

Úff, tilvonandi frægð er að stíga mér til höfuðs. Ég er hætt að svara í símann minn. En hvað það myndi nú sökka ef ég verð ekki valin. Þá þýðir það bara að ég er ljót og myndast illa. Æi ég hefði kannski ekkert átt að segja frá þessu... Of seint.

Engin ummæli: