miðvikudagur, júní 01, 2005

Nostalgía

Fann gamlan Transformer-kall á háaloftinu. Ég fékk hann ung að aldri frá frænda mínum sem hefur aðeins ruglast á kyni mínu en mér var alveg sama, það var líka ekkert smá sem ég lék mér með hann. Allir límmiðarnir dottnir af og ég fann meira að segja bitför á honum. Hann hefur sko fengið sína útreið reið. Minns er afar líkur þessum:



Flokkstjórinn minn í slættinum þekkir frægan mann. Manninn sem leikur Todie í Nágrönnum. Hann var sko einu sinni skiptinemi í Ástralíu og vinkona Atla (flokkstjórans) var besta vinkona Todie-leikarans. Svo einu sinni hitti Atli Todie-leikarann úti á götu og spurði hvort hann þekkti vinkonu hans (asnaleg spurning) og hann sagði: "Yeah, are you Atli?" Svo er auðvitað stóra spurningin hvort þetta er satt eður ei en ef þetta er satt þá er þetta sannarlega merkilegt.



Uss það er ljótt að borínef Todie!

P.s. Alltaf gaman þegar að fólk eyðir manni af linkalistanum sínum. En vitið þið hvað maður gerir þá? Jú gerir það saman og segir: Blesi!

Engin ummæli: