Djöfullinn sjálfur má eiga sólina fyrir mér
Nú eru allir landsmenn glaðir yfir komu sólar. Ekki ég. Í gær var ég flutt á gjörgæslu vegna sólarexems. Nei nú ýki ég, ég fór bara á heilsugæsló. Ég er á einhverju asnalegu lyfi og enginn hafði fyrir því að segja mér að sólarböð geta orsakað sólarexem á meðan á notkun lyfsins stendur. Það stóð reyndar í bæklingnum en með mjög smáu letri. Læknirinn sagðist ekki hafa sé svona slæmt keis í mörg ár, mörg ár. En ég er í útivinnu og verð því að velja:
1. Hætta í vinnunni og fara á atvinnuleysisbætur, eyða bótunum í áfengi og þegar bæturnar eru uppurnar fer ég í vanilludropana og svitalyktareyðinn.
2. Hætta í vinnunni og fá mér myglaða innivinnu.
3. Hætta þessu væli og láta mig hafa það. Hvað með það þótt ég sjái ekki út um augun fyrir bólgu.
4. Hætta á lyfjunum.
Síðasti kosturinn kemur sterklega til greina. Ekki eins og að þunglyndislyfin séu nauðsynleg. Nei nú lýg ég, ég er ekkert þunglynd. Kannski þegar ég ber þunga byrði. Haha!
----
Teknóið tekur völdin!
- Listen To Your Heart - DHT
- Minn hinsti dans - Paul Oscar
- Scooter - One (Always Hardcore)
föstudagur, júní 03, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli