laugardagur, júní 25, 2005

Í ruglinu

Hér sit ég við tölvuna klukkan nákvæmlega 01:23, að drekka romm í kók (eiginlega kók í rommi því ég er lélegur blandari. Ha, brandari? Haha!) og bjór og hef ekkert að gera. Ég er ein heima og verð það í viku, átti að vera að vinna þannig að ég var ekkert að plana neina samkundu. Svo var ég beðin um að skipta um helgi og öðlingurinn ég samþykkti án nokkurra slagsmála. Og núna er ég föst í Hafnarfirði því bíllaus er ég. Hér með óska ég eftir skemmtikröftum eða bílafólki. Pæliðíðí að vera bíll OG maður. Transformer kall! Vá, það væri öflugt.

Næsta sumar er nokkurn veginn planað. Planið er að flytjast búferlum til Köbenhán með 4 stelpum. En ég fer ekki fet ef hjúskaparmálin eru eins og þau eru núna. Þori ekki að skilja "kallinn minn" eftir á Íslandi. Það er svo leiðinlegt að kveðja.

Góðar fréttir: Það var verið að bjóða mér í partí og far er innifalið.

Engin ummæli: