þriðjudagur, júní 28, 2005

Stiklað á stóru

- Aðeins 6 í öðru veldi dagar í Portúgal. Maður lifir nú svolítið fyrir þessa ferð þessa dagana. Sitjandi á rumpinum allan daginn í roki og rigningu. Ég þrái sumar og sól.

- Rassanbirna: kona ómyndarleg til verka. Ranimosk: skran, ryk, á, mosakusk.

- Síðasta færsla var greinilega ekki að hitta í mark. Tilgangurinn var að opna mig og sýna að ég hef tilfinningar. Og ég get verið djúp þegar ég vil það eða þarf þess. Ég hef alltaf verið sögð léleg í líkingum en vonandi hef ég afsannað það. En það er allt í fína lagi með mig og mína lífsins peysu. Samt er ég með smá hita en það drepur mig vonandi ekki. Þá er bara málið að skella sér í lífsins peysu. Ahaha.

- Allt matarkyns er uppurið á þessu heimili og ekki get ég farið út fyrir hússins dyr í mínu ásigkomulagi. Fann nú reyndar pistasíuhnetur en þær duga ekki endalaust. Þá er bara skurnin tekin á þetta. Hlakka hálfpartinn til þegar að heimilisfólkið kemur aftur með geðveikina og skarkalann. Og matinn.

Engin ummæli: