Skyldmenni
hlaðast upp í Lærða skólanum. Nú á ég 3 frændur sem ég vissi ekki einu sinni að væru til fyrr en nú. Jú ég vissi svo sem alveg um tilvist þeirra sumra en ekki að í æðum okkar rynni sama Vestfjarðarblóðið. Tveir af þeim eru meira að segja í sama bekknum. Er það ekki tilviljun? Svo sannarlega. Ég efa samt að þeir taki vel í það að ég kalli þá alltaf frænda en það má nú við hátíðleg tækifæri. Núna má ég alveg finna nokkrar frænkur í skólanum svo að þetta verði nú jafnt. En þegar móðir mín komst að skyldleika míns og nýjasta nýja-frændans í gær, spurði hún hvort ég væri nú búin að "digga við hann." Það tók mig svolítinn tíma að átta mig á þessu en þegar ég það gerði, varð mér um og ó. Svo sagði hún að ég mætti alls ekki "digga við hann" í framtíðinni því það væri ógeðslega. Mamma, þú ert skrítin skrúfa.
Hvernig líst fólkinu svo á nýju kaldhæðnu yfirskriftina? Er hún inn eða út?
mánudagur, ágúst 30, 2004
sunnudagur, ágúst 29, 2004
Mr. Brown
var stórfenglegur, guðdómlegur, mikilfenglegur, yndislegur, stórkostlegur, undursamlegur, meiriháttar, frábær, óaðfinnalegur, gamall, snilldin uppmáluð og égfinnekkifleirilýsingarorðlegur. Samt fannst mér nú slæmt að hann kom ekki aftur eftir að hafa verið klappaður allsvakalega upp. Það fannst KK líka. En hann er samt allt ofantalið.
Birt af Særún kl. 18:00 0 tuðituðituð
föstudagur, ágúst 27, 2004
Vinnukvöl
ég byrjaði í nýju vinnunni minni á steikhúsinu Hereford í gær. Ég er í kjánalegri skyrtu. Á fyrsta hálftímanum náði ég næstum því að skera af mér puttann... með sprittkerti. Það fossblæddi og ekki var til neinn plástur á vinnustaðnum. Það ætti nú bara að kæra það. Ég var strax sett í að taka við pöntunum og gekk það vel. Klúðraði bara einni pöntun.
James Brown
á morgun. Þeir sem munu leggja leið sína þangað er velkomið að mæta á heimili mitt (allir ættu að vita hvar ég á heima) í kjallarann um 4-5 leytið í smá fyrirteiti og er skylda að koma með áfengi. Og ekki er það nú verri ef komið er með líka fyrir mig. Sá sami fær stóran plús í kladdann frá mér. Á staðnum verður Rod Stewart að hitta upp og svo hinn víðfrægi leikur Singstar. Síðan verður trallað upp í höll og allar kynlífmaskínur settar í gang. Pabbi á glænýja tösku. Þetta er manna manna heimur. Ég er sálarmaður.
Viðvörun
Ekki láta teikna á handarbak ykkar kall að kúka með bleikum uni ball penna. Það er ekki hægt að ná því af. Bara svona... að láta vita.
Birt af Særún kl. 18:51 0 tuðituðituð
fimmtudagur, ágúst 26, 2004
þriðjudagur, ágúst 24, 2004
Þriðjudagar eru Billy Joel dagar
Svo er líka gott að vera löt. Þriðjudagar til þreytu.
Birt af Særún kl. 17:51 0 tuðituðituð
mánudagur, ágúst 23, 2004
Hamingjuóskir óskast
því að ég náði þessu blessaða bóklega ökuprófi, prófi sem ég hélt að ég myndi aldrei ná. Fékk 2 villur í A-hluta og enga í B-hluta sem er víst mjög óalgengt að sögn prófdómarans. Ég er óalgeng. En hvað það hefði verið svekkjandi að fá 3 villur í A en enga í B. Þá hefði ég nú orgað á Guð og alla hans engla. Svo er það bara verklega eftir sem verður erfiðara. MUN erfiðara.
Bekkurinn minn
verður og er frábær. Ég er sátt við svona flest alla kennarana en finn á mér að þetta á eftir að verða frábært skólaár, eflaust það besta hingað til. Mig þyrstir líka í þekkingu og vil sjúga í mig hvern einasta dropa af safa latínublómsins. Amen og hallelúja fyrir því!
Sátt
við nýja útlitið á blogginu þótt að ég hafi nú ekki gert það sjálf. En það er gaman þegar aðrir taka sig til og breyta hlutum fyrir mig. Þetta er líka svo... póstmódernískt. Já, það er orðið sem ég var að leita að. En ef einhver kann að laga þetta, þá væri það vel þegið að sá sami/sú sama myndi láta mig vita að hann/hún er til því ég er ekki mjög minimalísk í mér eins og margir ættu nú að vita.
Birt af Særún kl. 17:33 0 tuðituðituð
sunnudagur, ágúst 22, 2004
Ó-menning
Það orð ætti kannski að lýsa síðastliðnu nótt hvað best. Ég stóð ekki við það sem ég sagði. Ég drakk. Ég skeit í buxurnar hvað það varðar. Ég var samt í góðra manna hópi og skemmti mér konunglega. Brúðarbandið er frábært band. Hitti mikið af fólki sem ég hefði kannski ekkert átt að tala við, eins og til dæmis Emil, tónlistarkennarann minn og þýsku risakonuna hans. Ég sagði honum að ég væri með bilaða puttlinga og þess vegna hef ég ekkert getað æft mig í sumar. Ég talaði líka þýsku við konuna hans en hún skildi mig alveg örugglega ekki. Það var líka maður sem var næstum því búinn að berja mig og Oddnýju af því að við tókum fram úr honum í taxi-röðinni. En við vorum á undan að berja 'ann í klessu. Ég hef núna skemmtilega sögu að segja barnabörnunum mínum: ég pissaði á Arnarhól.
Birt af Særún kl. 22:06 0 tuðituðituð
föstudagur, ágúst 20, 2004
Ofsjónir
Ég sé ofsjónir. Template-ið á síðunni er komið efst á síðuna. Þetta er svo raunverulegt. Alveg eins og þegar mér dreymdi í nótt að ég væri ólétt af þríburum eftir vinkonu vinkonu minnar.
Markmið helgarinnar
Að gera þessa helgi að fyrstu og einu áfengislausu helgi sumarsins. Ég hef meira að segja mætt í vinnuna á elliheimilinu með áfengi í blóðinu. Það ætti að kæra mig. Bobbinn við markmiðið er bara sá, að það er menningarnótt á morgun. Þetta verður því erfitt en ég mun rembast við það eins og lóa upp við kjallarabollu. Ekki freista mín, takk fyrir.
Crazy hair-doo
Komin með brjálað dú sem kostaði sitt. Mikil breyting og ég fílaða.
Bíltúr
í Mosfellsbæ að leita að girðingu er sko lífið. Sérstaklega þar sem það er ég sem er akandinn.
Birt af Særún kl. 16:29 0 tuðituðituð
miðvikudagur, ágúst 18, 2004
Ojá
Bæjarvinnan búin en við tekur önnur vinna í næstu viku. Búin að kaupa miða á Djeims Brán. Tek bóklega ökuprófið á mánudaginn. Ég held hreinlega að ég hafi bara aldrei verið jafn hamingjusöm og ég er þessa dagana. Gleði gleði!
Það hefur alltaf verið minn draumur að búa til mína eigin teiknimynd. Ég er komin með hugmynd að einni og líst mér bara vel á hana. Teiknimyndin á að fjalla um brjáluðu beljuna Söru og aðra íbúa sveitabæjarins Geldingastaðir. Sara er gædd þeim hæfileika að mjólka rídalínmjólk með aprikósubragði og allir verða snargeggjaðir þegar þeir drekka hana. Ásamt Knúti, gæsinni hugdjörfu og Gulla, geitinni fífldjörfu ná þau yfirráðum á Íslandi og setja alla geðveiku Íslendingana ofan í Þingvallavatn og segja þeim að synda hundasund. Þó halda þau nokkrum, setja í BT músabúning og nota þá sem þjóna. Á meðan búa þau til plan um heimsyfirráð. Meira er ég ekki komin með. Ef teiknimyndin myndi svo slá í gegn hérna heima, myndi ég auðvitað talsetja hana fyrir enskan markað. Þá myndi hún heita Sarah The Wacko Cow og upphafsstefið væri nýjasta lagið með Pixies, Bam Thwok af því að mér finnst það barna- og teiknimyndalegt. Sa-rah, wacko wacko wacko! Og svo framvegis. Ég hreinlega sé peningana flæða inn í huganum!
Birt af Særún kl. 18:33 0 tuðituðituð
sunnudagur, ágúst 15, 2004
Heillaóskir
Ég vil óska foreldrum mínum til hamingju með sykur- og járnbrúðkaupsafmælið sitt í dag. Upp á það var haldið með pallabyggingu í garðinum og Húsasmiðjuferðum.
Ég gleymi því nú seint þegar þau giftu sig á þessum degi árið 1998 og ég spilaði My heart will go on á hornið mitt í ljósbláum kínakjól í athöfninni. Og mamma fór að hágrenja þegar ég byrjaði að spila og öll fína málningin fór í klessu og lak í upphlutinn hennar. Svo í þokkabót fékk hún hrísgrjón í augað því grjónunum var ekki kastað laust, heldur var þeim þrykkt. Greyið mamma var því með rautt auga í veislunni og óhöppin eru ekki búin enn. Gamall vinur hans pabba var beðinn um að taka myndir og hann notaði óvart gamlar filmur og þegar myndirnar komu úr framköllun sást í bakgrunninum á öllum myndunum, myndir af rakettum og jólaboðum vinarins. Myndirnar voru því ónýtar. En þau eru hamingjusamlega gift í dag og það er það sem skiptir máli, ekki upphlutir, augu eða ljósmyndir. Vá, þetta var fallega sagt af mér.
Helgin
er þokukennd. Ég vaknaði í morgun með skröpuð hné og margar flíkur voru götóttar. Svo voru skórnir mínir grútskítugir en samt fór ég nú bara í miðbæ Reykjavíkur. Ef einhver hefur upplýsingar um hvað í ósköpunum ég var að gera, þá væru þær vel þegnar.
Birt af Særún kl. 15:56 0 tuðituðituð
laugardagur, ágúst 14, 2004
Stutt
- komin með vinnu á Hereford
- lenti í bílslysi í strætó áðan
- tek bóklega ökuprófið í næstu viku
- fór á 10. bekkjar "rejúníon" í gær
- það var hressandi
- í kvöld verður djúsað diskótekunum á
- HEY!
Birt af Særún kl. 18:43 0 tuðituðituð
fimmtudagur, ágúst 12, 2004
Óhappadagur
Óhöppin voru mörg í dag og hér koma þau sem standa upp úr:
1. Ég tók daginn snemma og fór í ökutíma. Brummaði ég niður Laugarveginn og svo niður á höfn í Reykjavík. Þar klessti ég næstum því á tjaldvagn við Seglagerðina Ægi. Þökk sé skjótum viðbrögðum og aukabremsu kennarans meiddist enginn tjaldvagn, bíll eða Særún.
2. Rósa frænka kom í heimsókn í vinnunni með tilheyrandi gjöfum og tilstandi.
3. Ég var að setjast inn í bílinn sem flytur okkur slátturfólkið og var að loka rennihurðinni þegar bíllinn fór af stað. Bíllinn er þannig innréttaður að aftast eru 3 sæti, næst tvö og fremst einnig tvö. Bíllinn fór svo snökkt af stað að ég var alveg að detta þannig að ég ákvað að grípa í höfuðpúðann frammí en greip einnig í hár annars flokkstjórans sem er sítt mjög. Hann öskraði og mér brá svo að ég datt aftur fyrir mig á gólfið, beint á einhverja skrúfu sem stóð upp úr gólfinu. Ég uppskar risastóran marblett á rassinn og reiðan og hársáran flokkstjóra.
4. Ég var að fá mér sopa af Húsavíkurjógúrti í fernu í ofanverðum bíl þegar keyrt var harkalega yfir hraðahindrun. Og vitaskuld skvettist jógúrtið á aðra kinnina á mér við höggið og örugglega líka á farþega fyrir aftan mig. Ég var því útötuð í jógúrti það sem eftir var dagsins og var vinsæll áfangastaður skordýra, aðallega geitunga.
Birt af Særún kl. 22:11 0 tuðituðituð
miðvikudagur, ágúst 11, 2004
Heimskusamtal dagsins
Ég var að vinna á sláttuvélinni í gær (í 11 tíma!) þegar ég hitti stelpu sem var með mér í grunnskóla (Við vorum sko ekki par). Samtal okkar var einhvern veginn á þennan veg:
Stelpa: Hæ! Ógisslega langt síðan ég sá þig! Ég sé þig bara aldrei í skólanum.
Ég: Það er kannski af því að ég er ekki með þér í skóla.
Stelpa: Ha, ertu ekki í Flensborg? (voða hissa)
Ég: Nei, því miður.
Stelpa: Nú, þá er það ekkert skrýtið. Bíddu, ertu að vinna við það að keyra á rallíbíl um Hafnarfjörð?
Ég: HA?
Stelpa: Já, er þetta kannski gjörningur eða eitthvað?
Ég: HA? (Löng umhugsunarþögn) Nei, ég er sko rallíbílaskemmtikraftur Hafnarfjarðar. Besta starf í heimi! En jæja, ég þarf að skemmta í barnaafmæli eftir 5 mínútur. Verð að skjótast á rallíbílnum mínum hraðskreiða.
Stelpa: OK, gangi þér vel!
Sumt fólk mætti alveg hengja sig. Nei Særún, svona segirðu ekki!
Birt af Særún kl. 19:18 0 tuðituðituð
sunnudagur, ágúst 08, 2004
Tvífarar dagsins
Ryan úr OC og Russel Crowe
Eins og faðir, eins og sonur
Birt af Særún kl. 18:55 0 tuðituðituð
fimmtudagur, ágúst 05, 2004
Stöðuhækkun
Það sem eftir er sumarsins verð ég á hlussusláttuvélarbíl að slá gras Hafnarfjarðarbæjar. Fyrsta skiptið mitt var í gær og fór ég hamförum á tryllitækinu. Fyrst voru ég og Kristín að slá fótboltavöll og misskildi ég leiðbeiningarnar heldur betur. Ég átti auðvitað að slá við hliðina á henni en ég fór beint fyrir aftan hana og sló þá aftur yfir það sem hún var búin með. Þetta fattaðist þó ekki fyrr en við vorum búnar að slá allan völlinn. Ykkur fyndist þetta fyndið ef þið væruð sjálf að slá gras. Ég klessti líka oft á hluti þegar ég var að keyra milli staða, spenningurinn og sæluvíman var svo mikil. Síðan byrjaði reykur að streyma úr vélinni og brennslulykt gaus upp. Ég hélt hreinlega að vélin væri að fara að springa og var því tilbúin að fleygja mér í jörðina eins og í bíómyndinum þegar sprengingin myndi koma. En þess þurfti ég ekki því einhver blessuð reim slitnaði bara og sprengingin átti sér ekki stað. Þetta gekk nú betur í dag, mun betur. Ég er vinnunörd.
Ég fékk loksins bréf frá Tannálfinum í Danmörku og þakka ég honum fyrir það. Hló ég vel og lengi þegar ég heyrði söguna um sæðið í hárinu. Ojájá. Takk fyrir bréfið kæri tannálfur! Gefion plojer Sjælland fri. Það lærði ég nú í Snorra-Eddu.
Ég mæli eindregið með myndinni Shaun of the dead ef þið viljið hlæja ykkur máttlaus. Og ekki skemmir að hafa með sér fallegt og frítt eintak af gagnstæða kyninu.
Birt af Særún kl. 19:41 0 tuðituðituð
þriðjudagur, ágúst 03, 2004
Handaband
er sérstakt fyrirbæri. Það er hægt að taka í hendina á hverjum sem er er samt er engin sérstök meining á bak við það. Það lýsir ekki hvort umræddum aðila sé vel við þig eða ekki, heldur bara... ég veit það ekki. En ef það er eitthvað sem ég þoli ekki, þá er það laust handaband. Svona veimiltítulegt handaband sem segir ekkert annað en að umræddur aðili hafi engan áhuga á að taka í hendina á þér eða er nýbúinn að vera á klósettinu og fattar allt í einu að hann/hún gleymdi að þvo sér eftir á. Sterkt og þétt handaband, það er sko málið! Við viljum enga auminga, nei takk!
Handaband er eiginlega bara ósjálfrátt viðbragð. Þú hugsar ekki: ,,Nei þarna er hann Jón! Best að gefa honum almennilegt handaband." Hendin fer bara í þessa stöðu og ætlast til þess að tekið sé í sig tilbaka. Stundum tek ég ekki einu sinni eftir því að hafa tekið í hendina á einhverjum. Það er alveg magnað! Handaband er ekki eins og faðmlag, þvert á móti. Þú faðmar ekki hvern sem er nema að þú sért í jarðarför eða að partýstandast*. Handaband getur líka verið alveg stórhættulegt heilsunni. Ég þekkti einu sinni konu sem fór úr lið við að taka í hendur ættingja sinna á ættarmóti**. Það er því mikilvægt að stunda handaband í hófi því annars getur þetta bara endað illa.
Drekkum hland, borðum sand og notum hóflega handaband!
*ég ætla að hætta að nota orðið að djamma. Ég fæ gæsahúð við það eitt að heyra það viðurstyggilega orð. Þetta orð er bara bráðarbirgðaorð.
**reyndar datt hún á tjaldstæðinu um tjaldhæl vegna mikils áfengismagns í blóði hennar. Kannski átti það sinn þátt í handaeymslunum, hver veit.
Greinilega þrísomm í uppsiglingu
Birt af Særún kl. 18:44 0 tuðituðituð
sunnudagur, ágúst 01, 2004
Vissuð þið
- að eftir kl. 2 að nóttu til, er ekki hægt að fá franskar á Nonnabita?
- að það er ekki sniðugt að fara hálfnakin/n í lítinn heitapott með um 12 manns kl. 2 um nótt.
- að það er heldur ekki sniðugt að nota fölsuð skilríki.
- að það er gaman að taka buxur einhvers sem er "upptekinn" inni í herbergi vinar síns, setja tannkrem í alla vasa og setja buxurnar svo í örbylgjuofninn.
- að það er líka gaman þegar umræddur buxnaeigandi hringir um morguninn, brjálaður og finnur ekki buxurnar sínar.
- að það er ekki mjög gáfulegt að geyma bjór milli hnjánna. Það endar alltaf með klofsulli og það í Húsdýragarðinum.
Birt af Særún kl. 17:01 0 tuðituðituð