Vinnustaðagrín
Flokkstjórinn: ,,Þetta er alveg gasalegt veður!"
Ég: ,,Er veðrið þá líka svona í Gaza?"
Lag dagsins
Hey Ya - Þórir
föstudagur, júlí 30, 2004
Rímslím
sei sei nei says:
hæ hæ sæta æta
sei sei nei says:
spæta
Særún says:
á ég þig að kæta?
sei sei nei says:
að sjálfsögðu þarftu gleði að bæta
Særún says:
eða viltu mér ei mæta?
sei sei nei says:
það þykir mér nú mikil glæta
Særún says:
þú verður þig að gæta
sei sei nei says:
vegna mikilla læta?
Særún says:
eða annars muntu rúmið væta
sei sei nei says:
ég mun rúmið tæta
sei sei nei says:
með þér
sei sei nei says:
vina mín mæta
Særún says:
ertu við mig að þræta?
sei sei nei says:
um fjölda fæta (sagt af manni sem er ekki góður í íslensku)
Særún says:
milli tveggja stræta
sei sei nei says:
nei ég vil ríða milli tveggja sæta
Særún says:
viltu mig græta?
sei sei nei says:
ég verð að mér að gæta
Særún says:
við erum búin með öll orðin
sei sei nei says:
er það?
sei sei nei says:
það má aldeilis ekki kalla þig bright-a
Særún says:
Heitirðu Dæda?
Særún says:
viltu við mig fight-a?
Það er gaman að glíma - við það að ríma
Birt af Særún kl. 00:45 0 tuðituðituð
þriðjudagur, júlí 27, 2004
Hvað er fyndnast?
1. Að vera stungin/n af býflugu.
2. Það er strákur að vinna með mér sem heitir Þór og er í Krossinum.
3. Að eiga börn sem heita Högni og Læða.
4. Að taka 2 hrífur, binda þær saman svo þær myndi kross og leika svo krossfestingu Krists á miðju hringtorgi.
5. Systur minni finnst allt vera bútasaumsteppi.
6. South Park þátturinn þar sem hönd Cartmans breytist í Jennifer Lopez og Ben Affleck verður ástfanginn af höndinni.
7. Að gefa vinum sínum karlkyns g-streng með glimmer.
8. Engisprettubrandarar.
9. Að kýla fólk í hnakkann.
10. Gamall kall er að labba og sér svo hrúgu af unglingum í skærgulum vestum á víðavangi. Hann hugsar með sér: ,,Djöfulsins helvítis letibykkjur alltaf hreint í þessari bæjarvinnu! Hrumf!" Svo voru unglingarnir bara dauðir allan tímann!
11. Að lita augabrúnir móður sinnar óvart með ónýtum lit og augabrúnirnar verða bláar.
Birt af Særún kl. 19:44 0 tuðituðituð
mánudagur, júlí 26, 2004
Haha!
Um helgina tókum við stelpurnar þennan mann hér fyrir neðan og vin hans, upp í bíl til okkar til að vísa okkur veginn í Vesturbænum. Hann tilkynnti okkur það strax að hann hafði keppt í Herra Ísland en engin af okkur trúði honum. Svo var það bara satt! En hann var ekki með gloss og meik þá... held ég. Hann gaf mér koss á kinnina af einhverjum ástæðum og númerið sitt líka. Hann var líka drukkinn mjög. En vil ég fara yfir í svona týpu? Nei.
Birt af Særún kl. 23:02 0 tuðituðituð
sunnudagur, júlí 25, 2004
Leti leti leti! Leti alla tíð!
Leti hrjáir mannskapinn enda er sunnudagur í dag. Ég fór að vinna í morgun á elliheimilinu og viti menn, dónakallinn reyndi að afklæða mig með litlum árangri. Leiðinlega, fertuga konan sem lítur út eins og kall og býr enn hjá foreldrum sínum tók kast í dag af því að einn íbúi heimilisins kallaði hana brjálaða kynskiptinginn Helga en hún heitir einmitt Helga þessi kona. En hjá honum heitir hún Helgi.
Á föstudaginn í vinnunni fann ég geitungabú eða geitungabúið fann eiginlega mig. Ég var að taka upp grashrúgu þegar ég sá einn geitung koma úr holu. Á eftir honum komu um 20 geitungar (talan hækkar alltaf í hvert skipti sem ég segi þessa sögu) og flykktust að mér. Í skelfingu minni hljóp ég eins hratt og ég gat, öskraði og henti af mér skærgula vestinu á mettíma. Vestið varð svo allt morandi í geitungum og ég slapp með núll stungur. Ég held að ég hjartað í mér hafi misst úr nokkur slög því ef það er eitthvað sem ég er hrædd við, þá eru það geitungar. Segjum sem svo að ef það væri til hryllingsmynd sem myndi heita "The goat-youngs strike back!" þá myndi ég ekki geta horft á hana. Skemmtilegt innlegg Særún!
Ég er sökkandi bloggari!
Birt af Særún kl. 17:33 0 tuðituðituð
laugardagur, júlí 24, 2004
Hver vill vera memm í kvöld?
Ég er sko algjört partýdýr sem á fullt af áfengi. Tilboð óskast!
Birt af Særún kl. 18:58 0 tuðituðituð
fimmtudagur, júlí 22, 2004
Bakið mitt
er búið. Í dag var tómstundadagur í vinnunni og var farið meðal annars í go-kart. Ég hef aldrei farið í svoleiðis og kunni því ekkert á þetta og það var ekki verið að kenna mér neitt á apparatið. Adrenalínið var ennþá að flæða eftir þessa blessuðu utanlandsferð að ég gat bara ekki hamið mig á brautinni. Ég svínaði framúr, klessti á og keyrði útaf en það á sér góða og gilda skýringu: enginn sagði mér að það ætti að stíga á bremsuna í beygjum. Það er kannski kommonsens en mér fannst alveg nóg að sleppa bara bensíngjöfinni og það virkaði alveg stundum. Þegar tíminn var hálfnaður og ég búin að keyra 2x útaf (fyrsta skiptið var ekki mér að kenna) var mér sagt að hætta vegna þess að ég var ógn við hina sem voru að keyra og hefði líklegast ollið stórslysi hefði ég haldið áfram. Og þá var hlegið að mér. Það er einhver lítil rödd innan í mér að segja mér að ég eigi ekki að vera undir stýri. Ég finn það bara á mér.
En ég vann keiluleik!!
Birt af Særún kl. 19:57 0 tuðituðituð
miðvikudagur, júlí 21, 2004
Í Portúgal
- var gaman
- fór ég á jet-ski, sjóleða og bananabát.
- smakkaði ég krókódílakjöt, strútakjöt, krabbaklær og froskalappir.
- fór ég á fótboltaleik.
- gleypti ég mikið af sjó.
- var sandur í öllum rifum og skúmaskotum.
- drakk ég af mér allt vit.
- komst ég að skemmtilegheitum þess að bæði spila og horfa á golf.
- komst ég að því að Bretar eru leiðinlegasta og frekasta fólk sem til er. Allavega þessir sem voru á sama hóteli og ég.
- eru flestir innfæddir með forljótar tær.
- eru flestir karlmenn fagrir.
- gerði ég skandala og keypti mér sandala.
- fékk ég mér tattú á öxlina.
- keypti ég mér flota af íþróttafötum fyrir íþróttina sem ég æfi ekki.
- hitti ég ónefndan kennara í tónlistarskólanum blindfullan niðri í bæ.
- hitti ég ljósmóður mína.
- brann ég á tánum og augnlokunum.
- var Rottweiler hundur bundinn úti í blokkinni á móti hótelinu.
- sá ég í fyrsta skipti móður mína fulla.
- drakk ég kókglas sem ég hefði ekki átt að gera.
- ætlaði ég að fara á brjálaða tónleika en varð að hætta við - allt útaf einu glasi af margarítu.
- smakkaði ég fullt af kokteilum og fann bara einn góðan - Pink Butterfly.
- talaði ég við Sigurjón Kjartansson.
- eignaðist ég marga vini - ekki að ég þurfti eitthvað fleiri. Hehe!
- keypti ég mér bambusflautu.
- er heitt.
Birt af Særún kl. 22:22 0 tuðituðituð
sunnudagur, júlí 18, 2004
Brunarúst
Thad vard thví midur ekkert úr tónleikunum í gaer, thad er úr ferd okkar á thá. Tveir sem aetludu ad fara med fengu matareitrun og aeldu bara í allan gaerdag og vid hin thrjú ákvádum ad thad faeru allir eda enginn og fyrst thau voru ekki í neinu ástandi til thess, seldum vid Bretum á hótelinu midana. Leidinlegt!
Hér eru allir brunnir, ég líka (á augnlokunum) og einhver kall sem er á hótelinu sagdi mommu ad thad vaeri gott rád ad setja vodka á brunann. Mamma hljóp strax út í búd ad kaupa flosku og hellti yfir sig og hina fjolskyldumedlimina fullt af vodka. Sársauki mikill fylgdi thessu og urdu allir bara ennthá raudari. Svo var kallinn bara ad plata og mamma vard brjálud. Eg hef aldrei séd hana svona brjálada. Og núna sitja allir inni á herbergi og geta ekki hreyft sig og anga af áfengislykt. Eg stend yfir theim og hlae. Eg fíla thennan kall.
Núna verdur hótelbarinn tekinn á thetta. I augnablikinu er indverskur kall í balerínubúning ad syngja Afturstraetisstráka lög
Portúgalska ord dagsins:
Lojas: bar
Birt af Særún kl. 21:19 0 tuðituðituð
laugardagur, júlí 17, 2004
Helgin
verdur geggjud! I kvold eru thad tónleikar med Bob Dylan, PJ Harvey og The Cure sem verdur bara snilld. Midarnir kostudu sitt en peningurinn er thess virdi. Vid krakkarnir erum ad springa hérna, vid hlokkum svo til. I gaer var svo sigling um strendur Algarve á seglskútu og sídan var endad í grillveislu á eydistrond. Eg mannadi mig í ad synda í land frá skipinu í stadinn fyrir ad fara í gúmmíbát. Eg sé ekki eftir thví. Eg sá veitingastadinn hans Figo sem heitir Sjöan en hann er einmitt númer 7 í landslidinu sem hann er líklegast ad fara ad haetta í. Eg sá líka húsid sem hann gifti sig í sem var alveg vid strondina. Heví svalt! Svo sá ég Figo á gódgerdarfótboltaleiknum í sídustu viku. Okkur er greinilega aetlad ad vera saman.
Portúgalska ord dagsins:
Piscina : sundlaug
Birt af Særún kl. 13:48 0 tuðituðituð
fimmtudagur, júlí 15, 2004
Jaeja
Nú er mín sko full! Eg var ad koma úr Gamla baenum thar sem adalpartýpleisid er. Norsararnir mínir eru farnir en viti menn... ég fann nýja norsara ádan! Sem eiga fullt af pening! Sem kaupa handa mér áfengi! En kaupa vont áfengi. Cocacabana er vont, martini er vont og bara allir kokteilar eru vondir. Bjórinn er bestur og ég aetla ad halda mig vid hann. Sigurjón Kjartansson er á sama hóteli ogh ég. Eg mannadi mig upp í ad tala vid hann í dag og hrósadi honum fyrir gódan thátt. Hann tók vel í thad kallinn og var hinn ánaegdasti og vid spjolludum vel og lengi um daginn og veginn. Hann á samt brjálud born, 3 stráka sem kaffaera Bretum og Islendingum. Their borda krókódílakjot eins og ég. Já og strútakjot. Cloe Ofelía eda eitthvad er líka á sama hóteli og ég. Thad er bara búbbíssjóv á hverjum degi hjá henni. Eg vaeri nú tíl í ad vera med hennar búbbíbs. Peningurinn er ad klárast!
Birt af Særún kl. 02:03 0 tuðituðituð
sunnudagur, júlí 11, 2004
Kippa af bjór: 200 kr.
Tvo fyllerí búin. Í fyrradag var thad Laugarvegurinn thar sem vid stelpurnar fengum alltaf gefins drykki og thurftum thví ekki ad eyda krónu allan tímann. Thad hefur sína kosti ad vera ljóshaerd. Karlmenn hér hafa voda gaman ad thví ad dansa fyrir aftan stelpur og glápa á rassinn á theim á medan. Sumir eru svo kraefir ad reyna ad komast inn í hringinn. Thad tekst samt aldrei nema ad their séu getnadarlegir. Í gaer var thad svo gamli baerinn en thar var ekki eins mikil stemning. Vid hittum Nordmennina Hans, Johann og Klaus sem gáfu okkur drykki (thessir voru ekki nískir eins og Nordmenn eru thekktir fyrir) og toludu norsku vid okkur. Their voru mikid fyrir ad káfa en their máttu thad líka alveg af thví ad their voru svo fagrir. Svo af einhverri furdulegri ástaedu lentum vid inni á strippstad. Okkur var samt ekki bodid ad dansa og thá fórum vid heim. Fengum okkur svo ad borda á hótelinu, egg og beikon. Og núna er ég ad fara í stóru verslunarmidstodina og eftir thad nidur á strond á einhvern bananabát. Rosalega hlýtur thad ad hafa verid leidinlegt ad lesa thetta, ég vorkenni ykkur. Thess vegna aetla ég ekki ad blogga fyrr en ég kem heim, halda lidinu spenntu og svona thví allir vilja nú heyra fylleríissogurnar hennar Saerúnar. Ojájá.
Birt af Særún kl. 11:43 0 tuðituðituð
fimmtudagur, júlí 08, 2004
Salida
Thad er eitt af theim fáu ordum sem eg kann a portugölsku og thad thydir salerni eda klósett. Ég kann líka ad segja Saida en thad trhydir útgangur. Eftir viku verd ég thví faglaerd í portúgolsku. Núna er ég á hótelinu mínu ad fara ad taka thatt i karókí. Thad verdur skrautlegt mjög. Á morgun fer ég svo líklegast á nautaat og takid eftir: nautin er ekki drepin. Svo 12. júlí aetlum vid á gódgerdarfótboltaleik med Figo, Ronaldo, Zidane, Beckham og fleiri kollum. Thad verdur vírad. Portúgalskir karlmenn eru fagrir og verda mjög gladir thegar their sjá ljóshaerdan kvenmann med blá augu eins og mig. Til daemis ádan kom strákur á bíl og baud okkur stelpunum far heim úr vatnsrennibrautagardinum en vid afthokkudum. Svo thegar hann keyrdi burt, sáum vid ad aftan á bílnum stód: Eat my dust. Svakalegur toffari. En ég aetla ekki ad vera leidinleg og tala um vedrid. Thid vitid bara ad thad er gott. Albufeira er morad í Bretum, feitum Bretum. Eina fólkid sem er feitt, reykir og er leidinlegt, thad eru Bretarnir. Svo eru their líka med ljótustu hárgreidslurnar. En All by myself kallar!
Adios amigos!
Birt af Særún kl. 21:43 0 tuðituðituð
þriðjudagur, júlí 06, 2004
Hver er með þetta gal?
Jú, auðvitað hann Portú! Á morgun fer ég til Portúgal að hitta Portú og heyra hann gala. Ég kann ekki spænsku, hvað þá portúgölsku þannig að öll samskipti við innfædda verða heldur betur skrautleg. Það furðulega er að ég að er fara með foreldrum mínum og vinafólki þeirra, en ekki í einhverja sukkferð með óbermunum vinum mínum. En sem betur fer verða krakkar á mínum aldri með í för en það er einn hængur á - þau eru kærustupar! Og þau eru frá Akureyri! Strákurinn er víst sonur Jóns Ásgeirs í Baugi en hvort það er satt eða ekki, veit ég ekki. Ég verð því þriðja hjólið í ferðinni en ég ætti svo sem að vera búin að kynnast og venjast því.
Nú stendur yfir strangt nám í ökuskóla 1. Fyrsti tíminn var í gær og var hann heldur betur skrýtinn. Ökukennarinn tók af einhverri ástæðu, litla rottuhvolpinn sinn með sér og leyfði honum að labba útum alla stofu. Allir þurftu því að passa allar snöggar fótahreyfingar og minnstu munaði að ég kremdi eitt stykki hvolp með mínum stóru bífum. Slæmt!
Ég gerði hið ólíklegasta í gær - fór á heimildarmyndina um Metallica. Með mér í för voru þrír drengir og var einn klæddur í rauðar stuttbuxur sem var steikt en sniðugt. En svo að ég snúi mér aftur að heimildarmyndinni, þá kom hún mér skemmtilega á óvart. Ég bjóst við því að sofna en svo var ekki. Hún var líka fyndin á köflum og einnig dramatísk. Lars Ulrich er mjög oft alveg að fara að gráta en nær alltaf að halda tárunum inni. Fólkið í rokkbransanum hefur nefnilega líka tilfinningar sko!
En nú er komið að kveðjustund. Ég sný aftur hress og kát eftir rúmar 2 vikur með djúsí sögur í pokahorninu. Sviðasultan kveður!
Mitt tilvonandi heimili
Birt af Særún kl. 15:34 0 tuðituðituð
laugardagur, júlí 03, 2004
Könnunin
1. Stuttbuxur eða pils?
2. Stígvél eða gúmmískór?
3. Kartöflur eða kartöbblur?
4. Omega eða Popptíví?
5. Grikkland eða Portúgal?
6. Metallica eða EM?
Partýstígvélin fundin!
Birt af Særún kl. 18:37 0 tuðituðituð
föstudagur, júlí 02, 2004
Útborgunardagur - bjartur og fagur
var í gær. Tjing tjing á kantinum. Peningurinn á eftir að nýtast mér vel í Portúgal því ég ætla að kaupa mikið af bjór. Svo ætla ég að eyða afgangnum á karlkynsstrippstöðum og ef það verður afgangur af því, þá fer hann í nokkrar e-pillur. Gott plan Særún, gott plan.
Í gær var ég að orfa við Flensborg og Hamarinn og aðeins 2 útvarpsstöðvar nást almennilega á þessu svæði: Kiss FM og Útvarp Stjarnan 94,3. Ég kaus nú að nýta mér frekar seinni kostinn og komst að því að lögin sem eru spiluð þarna eru bara eins og góður brandari - það er endalaust hægt að hlæja að þeim. Geirmundur Valtýsson var áberandi og lagið Ástin er eins og segulstál, féll mér vel í kramið og kitlaði ófáar hláturtaugarnar. Fyndnast var þó lagið Mister Sandman sem hafði verið þýtt yfir á íslensku: Sunnanvindur. Ætli það sé ekki svona þemalag veðurfræðinga, alltaf sungið á árshátíðum og í karókí. Nei ég bara spyr!
Birt af Særún kl. 17:05 0 tuðituðituð