föstudagur, júlí 02, 2004

Útborgunardagur - bjartur og fagur

var í gær. Tjing tjing á kantinum. Peningurinn á eftir að nýtast mér vel í Portúgal því ég ætla að kaupa mikið af bjór. Svo ætla ég að eyða afgangnum á karlkynsstrippstöðum og ef það verður afgangur af því, þá fer hann í nokkrar e-pillur. Gott plan Særún, gott plan.

Í gær var ég að orfa við Flensborg og Hamarinn og aðeins 2 útvarpsstöðvar nást almennilega á þessu svæði: Kiss FM og Útvarp Stjarnan 94,3. Ég kaus nú að nýta mér frekar seinni kostinn og komst að því að lögin sem eru spiluð þarna eru bara eins og góður brandari - það er endalaust hægt að hlæja að þeim. Geirmundur Valtýsson var áberandi og lagið Ástin er eins og segulstál, féll mér vel í kramið og kitlaði ófáar hláturtaugarnar. Fyndnast var þó lagið Mister Sandman sem hafði verið þýtt yfir á íslensku: Sunnanvindur. Ætli það sé ekki svona þemalag veðurfræðinga, alltaf sungið á árshátíðum og í karókí. Nei ég bara spyr!

Engin ummæli: