föstudagur, október 31, 2003

PÆLING DAGSINS!

Ég átti afar athyglisverða pælingu í daginn. Hún spratt upp á þriðjudagnn þegar ég var að læra fyrir latínupróf og var að fletta upp orði í latínubókinni minni sem kennd er við Kristin Ármannsson. Fyrir áhugasama þá var ég að leita að orðinu magister sem er masculinum og þýðir kennari. Eitthvað hef ég farið orðavillt því að mér varð litið á annað orð hinum megin á síðunni og það orð var mamma.

mamma, -ae, f.: brjóst, speni, júgur.

Og þá byrjaði ég að huxa. Mamma er nokkurs konar slanguryrði á Íslandi og þýðir einfaldlega móðir eða kvenkyns uppalandi. Í bíómyndum hef ég oft heyrt að feitir ítalskir pizzukallar eins og Super Mario og Luigi, segja með mikilli innlifun: Mamma mia!! Latína er eins og margir ættu að vita, undirstaða margra tungumála og ætti ítalskan að standa latínunni nærst. Og mér er spurn: Eru Ítalir þá ekki að segja: Mamma mín! eins og ég hef alltaf haldið, heldur: Brjóstin mín!? Ef svo er, þá ætti það að vera af tvennum ástæðum:

1. Brjóst ættu að vera á flestum konum (veit ekki með þessar ítölsku) og sú stund sem er móðir hvað kærust, er þegar hún var með barn sitt á brjósti. Börnin vita þetta og kalla því mömmu sína brjóst eða júgur og á það að minna á þessa ógleymanlegu stund.

2. Ítalir eru sjúkir í brjóst og leggjast svo lágt, að girnast brjóst sinnar eigin móður.

Ég er kannski á villigötum en það er þess virði að gefa sér smá tíma og virkilega pæla í þessu.


fimmtudagur, október 30, 2003

ÁRIÐ '82 - ÞRIÐJI HLUTI

Huhumm... ég ætla bara að biðjast afsökunar á hegðun minni í gær (síðustu færslu) en ég talaði við geðlækninn minn í dag og hann sagði mér að ég var vond stelpa fyrir að verða svona reið útí ykkur. Ég átti ekkert að setja myndina sem ég teiknaði á netið og átti alls ekki að segja að ég ætlaði að stinga ykkur með priki. Það er bara skref aftur á bak í meðferðinni.

En fyrst ég er nú að rifja þetta upp, er ekki best að klára bara rúnku-kalla-söguna? Jú ég held að það sé meira en upplagt! (Geðlæknirinn sagði líka að ég ætti að vera jákvæð og glöð)

Þá var dyrabjöllunni hringt! (Phsycho ískrið) "AHH!" "Opnaðu hurðina... Agnes!" "Hvernig veistu hvað ég heiti?" (Phsycho ískrið) "Það stendur á hurðinni..."
Æi ég nenni ekki að segja meira en það kom s.s. í ljós að bróðir hennar sem bjó með henni, fékk e-n vin sinn til að gera at í henni. Þá biðu hann og nokkrir af vinum hans inni í þvottahúsi og komu aftan að mömmu þar sem hún skalf af hræðslu, og hoppuðu ofan á hana þannig að allt liðið lenti í sófanum og mamma fékk snert af taugaáfalli. Hann gerði þetta til að hefna sín á því þegar að hún og vinkona hennar settu prumpublöðru í rúmið hans. Það vildi svo skemmtilega til, að þegar hann sast á blöðruna... þá var dama með honum í rúminu. Það hefur ekki sést tangur né tetur af þeirri dömu síðan. Þetta var s.s. bara allt smá sprell sem fór í svolítið vitlausa átt því að vinurinn átti ekkert að fara að rúnka sér, átti bara að standa fyrir framan gluggann. Honum fannst greinilega fantasían um skrifstofustúlkuna með ritvélina, svona gífurlega æsandi að hann stóðst ekki mátið og togaði fram bibbann. En í öllum fjölskylduboðum er talað um þessa sögu og finnst mér hún alltaf jafnfyndin... en það finnst mömmu ekki.

Já svona fór um sjóferð þá!

ATH! Ég er ekki hjá geðlækni. Geðlæknirinn er hjá mér!


Svona líta búningarnir út sem allir geðsjúklingarnir eru í þegar þeir reyna fyrir sér í knattleik á geðsjúkrarhælinu.

miðvikudagur, október 29, 2003

ÁRIÐ '82 - ANNAR HLUTI

Núna varð ég fyrir miklum vonbrigðum að hálfu ykkar. Ég sem beið eftir því að þið mynduð geta upp á því hvað gerðist næst. En ónei, ég bað um svo lítið og hvað fæ ég í staðin?? Ekki neitt sem er samasem skítkast af verstu gráðu. Já verstu gráðu! Þótt að ég sjái voða lítið á skjáinn fyrir öllum hrákunum sem frussuðust upp úr mér í reiðikasti mínu, þá ætla ég að leyfa ykkur að heyra óvænta söguendinn sem mér finnst svo ÓGEÐSLEGA fyndinn. Nei ég ætla að láta ykkur þjást... og þjást... og þjást eins og kallinn á myndinni sem ég teiknaði hjá geðlækninum í dag. Já þið getið ímyndað ykkur það að þetta sé ég sem er með... prikið (því að ég nota ekki byssur) og að ÞÚ sért hinn gaurinn!


mánudagur, október 27, 2003

ÁRIÐ '82

Þetta herrans ár var mamma mín jafngömul mér. Hún bjó ein með systkinum sínum í í blokkaríbúð á neðstu hæð í Fossvoginum vegna þess að foreldrar hennar voru sauðfjárbændur í eyðifirði á Vestfjörðum. Á veturna var litli malarvegurinn að bænum alltaf fullur af snjó og það kom bíll þangað einu sinni í viku og það var mjólkurbíllinn. Mamma þurfti því að flytja í bæinn aðeins 15 ára gömul og byrjaði að stunda nám við FÁ. "Mamma, pabbi. Ég verð að byrja að stunda nám við FÁ." Hún var í vélritun hjá Guðríði. Guðríður var alltaf kölluð Pikkríður og þegar að krakkarnir horfðu of mikið á ?lyklaborðið? á ritvélunum, tók hún upp gult límband og teipaði yfir alla stafina. "Næst teipa ég ÞIG en ekki stafina!"

Eitt kvöld þegar mamma sat í makindum sínum í stofunni að vélrita, ákvað hún að vildi fá nammi. "Hey, mig langar í nammi!" Hún skrapp útí sjoppu og á leiðinni til baka, tók hún eftir því að maður á mótorhjóli var að horfa á hana. Þótt að maðurinn hafi vakið áhuga móður minnar, hélt hún sína leið og hélt áfram að vélrita. "Ú þetta er svalur melur! En best að halda áfram að vélrita." Þegar mamma var búin að vélrita í nokkra stund, heyrði hún skringileg hljóð fyrir utan. Henni varð litið útum gluggan og sá hún þar dularfulla manninn á mótorhjólinu vera að rúnka sér fyrir framan gluggann! "Oj! Hann er að rúnka sér fyrir framan gluggann!" Mamma fór í panik og dró fyrir gluggana og ákvað að halda rónni. Stuttu seinna var dyrasímanum hringt. (Phsycho ískrið) Hún svaraði. "Halló, má ég koma inn?" "Nei, ógeðið þitt! Ef þú hættir þessu ekki þá hringi ég á lögregluna!" Hún lagði á og fór að gráta. Hún sturtaði nammipokanum í sig og byrjaði að froðufella. "Umm nammi!" Þá var dyrabjöllunni hringt! (Phsycho ískrið) "AHH!"

Hvað haldið þið að hafi gerst næst?

laugardagur, október 25, 2003

Ég held að það sé ekki hægt að toppa það hvað ég myndast illa. Eða réttara sagt, það er ekki hægt að toppa það hvað ljósmyndarar velja alltaf fullkomna mómentið til að taka myndirnar. Eins og t.d. þetta móment

En þessi er nú allt í lagi :s

fimmtudagur, október 23, 2003

SJÓNVARPSÞÁTTUR DAXINS!

Þessir raunveruleikaþættir eru ekkert nema plága en núna hafa framleiðendur í Bandaríkinni svo sannarlega hitt naglann á höfuðið með besta raunveruleikaþætti norðan Alpafjalla: Queer Eye for a Straight Guy. Fyrir þá sem ekki vita hvaða þáttur þetta er, þá fjallar hann um 5 homma sem taka kynvísan mann og gera hann eiginlega að Barbí-dúkkunni sinni (Ken), fara með hann í klippingu, kaupa á hann föt, kenna honum að elda og innrétta íbúðina hans uppá nýtt. Þetta er svona blanda af Innlit/Útlit, Einn, tveir og elda og Oprah Winfrey. Svo um daginn var ég einmitt að horfa á þennan margrómaða þátt og sá eitt atriði sem vakti mikla kátínu í mínu húmorslausa lífi. Í endann á þættinum kemur hver "hommi" með eina ráðleggingu og homminn sem er með svona bjútí-trix kom með kennslu í því hvernig á að setja á sig rakspíra: (Eða veiðivatn eins og Pési vinur minn kallar þetta)

Sometimes it can be hard to spray after-shave but I've got the perfect formula for that:
SPRAY - DELAY - WALK AWAY!

Svo kom hann með sýnikennslu og allt!! Vá þetta var svo fyndið! Og núna hef ég komist að því að hommar kunna að ríma og þeir eru heví fyndnir því að ég er síhlæjandi þegar ég horfi á þessa þætti. Svo kom annað rím frá þeim þegar þeir voru að skála kampavíni vegna nýja meistaraverksins síns: CHEERS FOR QUEERS!

Skál fyrir þeim!!

sunnudagur, október 19, 2003

SAY WHAT?

Mörg eru misskild orðin:

* Afhenda = að höggva af hönd
* Afturvirkni = samkynhneigð karla
* Arfakóngur = garðyrkjumaður
* Baktería = hommaveitingabúð
* Búðingur = verslunarmaður
* Dráttarkúla = eista
* Dráttarvél = titrari
* Dráttarvextir = meðlag, barnabætur
* Féhirðir = þjófur
* Flygill = flugmaur
* Forhertur = maður með harðlífi
* Formælandi = sá sem blótar mikið
* Frumvarp = fyrsta egg fugla
* Glasabarn = barn getið á fylleríi
* Handrið = sjálfsfróun
* Hangikjöt = afslappaður getnaðarlimur
* Heimskautafari = tryggur eigimaður
* Herðakistill = bakpoki
* Hleypa brúnum = kúka
* Iðrun = uppköst, niðurgangur
* Kóngsvörn = forhúð
* Kúlulegur = feitur
* Kópía = hjákona
* Kviðlingur = fóstur
* Líkhús = raðhús
* Lóðarí = lyftingar
* Loðnutorfa = lífbeinshæð konu
* Maki = sminka
* Meinloka = plástur
* Nábýli = kirkjugarður
* Náungi = maður sem deyr ungur
* Neitandi = bankastjóri
* Pottormar = spaghetti
* Riðvörn = skírlífisbelti
* Ringulreið = grúppusex
* Sambúð = kaupfélag
* Samdráttur = grúppusex
* Skautahlaupari = lauslátur karlmaður
* Skautbúningur = kvenmannsnærbuxur
* Tíðaskarð = skaut konu
* Undandráttur = ótímabært sáðlát
* Undaneldi = brunarústir
* Upphlutur = brjóstahaldari
* Uppskafningur = vegheflisstjóri
* Úrslit = bilun í úri
* Veiðivatn = rakspíri
* Vindlingur = veðurfræðingur
* Vökustaur = hlandsprengur að morgni
* Öryrki = sá sem er fljótur að yrkja

Og ef þið haldið að ég hafi samið þetta, þá eru það ekki satt.

þriðjudagur, október 14, 2003

SVEINBJÖRGIN!

Pikköpp línur eru ekki venjulegar línur. Ekki línudans, ekki línuskautar og alls ekki lína.net. Þær bjarga sveinum... og eru því sveinbjargir. En svo eru sumir sem bara kunna ekki á sveinbjargirnar. Það er útaf því að þeir kunna ekki réttu pikköpp línurnar. En eins og alltaf kann Særún ráð við öllum fjandanum. Ég ætla nefnilega að kenna þér nokkrar pikköpp línur, karlkyns lesandi góður, aðallega útaf tilkomandi árshátíð MR-inga sem verður háð á Breiðvangi næsta fimmtudag. Og þá byrjar kennslan:

1. Þú heitir Villi, Hilli eða bara jafnvel Lilli. Þú ert geeeeðveikur töffari og þú veist það! Þú sérð alveg mergjaða gellu sem þú diggar í tætlur! Þú gengur að henni með Súperman göngulaginu og Stifler lúkkið er að springa, það er svo yfirvegað. Þú vilt sýna henni að þú ert sannur MR-ingur, að þú ert gáfaður, að þú ert karlmaður sem kann að ríma. Þú segir við hana:

"Vantar þig snilla með tilla? Hringdu þá í Villa!"

Gellan fellur fyrir þér... á gólfið og þú flýgur með hana burt í Súperman búningnum, leggur hana á næsta ský og... tekur hana! Ef þetta virkar ekki, þá er stelpan annaðhvort heyrnarlaus eða dofin. Það getur gerst að þetta virki ekki strax en bíddu spakur. Hún kemur um hæl.

-------

2. Þú sérð gellu við barinn sem er að fá sér vatn. Þú ákveður að grípa tækifærið og vilt vera bæði fyndinn og sjarmerandi í senn. Þú gengur að henni, biður um vatn og á meðan það er á leiðinni, gjóir þú augunum til hennar og blikkar hana létt. *blikk* Ef hún horfir á þig, þá veistu að þú átt hana. Þegar þú ert komin með glasið í hendina snýrðu þér að henni og segir:

"Vissir þú að vatn er það hollasta sem til er fyrir fallega líkama eins og þinn?" (Skvettir vatninu yfir hana) "Núna mun kroppurinn þinn vera fallegur að eilífu!"

Stundum hefur það komið fyrir að hún verði svolítið reið, en óttastu ekki, hún verður ekki mikið reið. Ef það gerist er best að slá þessu upp í aðra pikköpp línu með því að bjóða henni skyrtuna þína til að þurrka sig. Svo má hjálpa henni með það að vild.

-------

Vonandi gat ég hjálpað með þessari kennslu og munið... þessar sveinbjargir hafa verið prófaðar áður af þaulreyndum köppum og eru því prófessjonal. Ég myndi nefnilega aldrei ráðleggja ykkur einhverja vitleysu!

laugardagur, október 11, 2003

ÞAÐ SEM Á DAGA MÍNA HEFUR DRIFIÐ...

... mamma ætlar að fara í kirkjukór!
... mamma þarf að fara í inntökupróf og presturinn þarf að vera viðstaddur. Hann hleypir nú ekki hvaða rödd sem er inn í Guðs hús.
... mamma er núna að æfa sig fyrir inntökuprófið. Er að þrífa, hlustar á Papana og gólar: "Já það er lotterí, já það er lotterí og ég tek þátt í því!"
... hundar eru líka með fílapensla. Það er s.s. ekkert fyndið en þeir eru bara svo heví stórir!!
... ég kastaði svefnpoka (óvart) í pabba um síðustu helgi. Ég kastaði pokanum niður um lúguna sem fer niður í kjallara og það vildi svo skemmtilega til að pabbi var að labba í rólegheitum fram hjá stiganum fyrir neðan. Hann fékk pokann í hausinn og slengdist upp að vegg. Hann er með kúlu og finnst það ekki fyndið. En það finnst mér!
... ég gerði enskuverkefni um Christina Aguliera fyrir systir mína í gær. Allar stafsetningavillurnar sem hún gerði fóru svo í taugarnar á mér að ég ákvað bara að gera verkefnið fyrir hana! Og núna veit ég ALLT um hana... það er fyndið og sorglegt í senn.
... það er systrafélagsfundur heima hjá mér í kvöld. En það mætir bara u.þ.b. helmingur vegna veikinda, brúðkaupa og leiklistarferðalaga. Það verður fámennt... en góðmennt.

þriðjudagur, október 07, 2003

Ég fann þessa ensku smásögu í tölvunni sem ég gerði í 9. bekk. VARÚÐ: HÚN ER LÖÖÖNG. Þetta er svo mikið bull!

The big tree

One day, Sally Jackson, a 19 year old student in London, was walking in the park. It was a Friday afternoon and she was so glad that the weekend had already started. The sun was shining, the birds sang and the bumblebees buzzed. She noticed that there was an old lady standing next to a lamp post and she was looking at a big tree. Sally didn’t really wonder about this so she kept on walking. Suddenly she heard a bang and looked back. The people ran out of the park and an old lady lay on the ground. It was the same women who had been watching the tree. She had been shot! She hid behind a tree and saw a man dressed in black run towards the body and he took her handbag. He stood next to the body for a minute and looked around. Sally was so scared that she started to cry and she couldn’t stop the tears. The man heard her and started walking towards the tree. Sally ran away and the man was following her. She ran as fast as she could but she was faster than him. Sally looked back but she couldt’n see him. She ran into an alley and went behind a dustbin and stayed there for a while. She thougt about what she had seen and knew that this was a case for the police to handle.
Sally went to the policestation and talked to the police commissioner.

“Hello, my name is Sally Jackson and I was in the park today and I witnessed a murder!”
“Oh, a horrable murder indeed. Mr. Falker is on this case and you can talk to him for further informations.”
“Thank you very much”
Mr. Falker was a handsome man and Sally felt a connection with him the first minute she laid eyes on him.
“Hello, my name is Sally Jackson and I witnessed the murder in the park this afternoon.”
“Yes, the Memphis case” said Mr. Falker.
“The Memphis case?” asked Sally.
“Yes, the woman’s name was Alexandra Memphis, a 65 year old jewelrystore owner in London. Her late husband was Jonathan Memphis, a stockbroker which had been shot in the same park 10 years ago. We found out that he was a drugdealer with some very angry clients.
“What a horrible story!” said Sally.
“So, I have been told that you saw the murderer”
“Yes, but I didn’t see his face but I saw a tattoo on his hand shaped like a red triangle with some animal in the middle.”
“Was it a snake?” asked Mr. Falker.
“Yes, I think so”
“It was the sign of Mr. Memphis’s company and all his drugdealers had this tattoo. Now we know that the murderer has to be one of his dealers.”
“But what if the murderer or the one who is behind this wanted someone to see this tattoo to make that person think that this is a dealer from Mr. Memphis’s company?”
“Very clever, Mrs. Jackson.” said Mr. Falker.
“Please call me Sally”
“All right, Sally. Tell me, did you see anything peculiar in the park?”
“Well yes I did. The old lady was staring at a big tree in the park. And just few seconds after, she got shot. So there has to be something about that tree”
“Should we maybe take a walk to this tree?”
“Yes” said Sally.

Sally really liked Mr. Falker and thought that he was a gentleman and they are not very common in London. When they came to the tree, they didn’t find anything but Sally found a big hole under the tree.
“What can this be?”
“I think that there is something in there”
Mr. Falker pulled a brown paper bag out from the hole. He opened it and there were many bags with white powder in it.
“This is cocaine!” said Mr. Falker after he tasted the white powder.
“Now I see why they wanted to kill Mr. Memphis and his wife” said Sally.
“But why did they kill Mrs. Memphis?”
“Well, I don’t know. Maybe she knew something about these drugs” said Sally.
“Well, you are very good at this. Maybe you should be an investigator when you grow up”
“Yes, I’ve always wanted to be an investigator! Maybe I will.”
“I think that we should take this to the station and figure out a plan for how we can catch these crooks”

They went to the station and figures out a plan. They were going to hide behind some bushes tonight and put the drugs in the hole. And if somebody tries to get them, Mr. Falker will arrest him or them. It was the perfect plan.

Sally and Mr. Falker met at the station and walked together to the tree. They were both dressed in black so that they wouldn’t be noticed in the dark. They went behind the bushes and stayed there for many hours. At 2 o’clock, a man dressed in black came running towards the tree. Mr. Falker sneaked up to the man and seized him. He handcuffed him and went with him to the station. And Sally was right, the killer wasn’t one of Mr. Memphis dealers. It was his uncle who only wanted to inherit his money and his company because he was his only family exept for his wife so that was the reason for killing the old lady. He also used drugs so that’s why he wanted the drugs under the tree.

Sally then became an investigator and started to date Mr. Falker. They got married and lived happily ever
after. Now you can see that a little bit of action can bring two people together.

Boðskapur daxins: Smá hasar getur komið tveim manneskjum saman! En sætt...

mánudagur, október 06, 2003

BRANDARAR DAXINS!

Ég var að skoða outbogsið (úthólfið á góðri íslensku) hjá systur minni sem er 12 ára um daginn og raxt á nokkra ömurlega-fyndna barandara sem hún náði í einhvers staðar. Þeir hljóma svona:

- Varð afi reiður þegar tollurinn lét hann strippa um daginn?
- Nei nei. Hann fann gleraugun sín!

- Hver er munurinn á moskítóflugu og ljósku?
- Flugan hættir að sjúga þegar þú slærð!

- Þjónn, fiskurinn smakkast eins og strokleður!
- Það er gott að þér líkaði sæbjúgun!


Já... hver hefur sinn húmor og þeir sem sömdu þessa "brandara" hafa AFAR sérstaka kímni!

En hérna kemur einn góður:

- What do cows do to entertain themselves?
- They go to the moooooooovies!


Vá hann er svo fyndinn að ég er bara að hlæja! Vá marr!

föstudagur, október 03, 2003

Í DAG....

... munu verstlingar deyja!!

Nema einn... hún/hann fær jógúrt í hárið á sér sem hún/hann var allan morgun að slétta með 12000 volta sléttujárninu sínu sem er það besta á markaðnum í dag.